Vill rannsaka störf sérstaks saksóknara eftir hrun Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2025 08:14 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar til að rannsaka sérstakan saksóknara og aðra sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Hún vill stofna þriggja manna nefnd til að kafa í störf sérstaks saksóknara og kanna hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur, stjórnarskrá, stjórnsýslulög og annað sem við á. Nefndinni yrði einnig gert að rannsaka störf annarra stofnana og embættismanna sem tengdust störfum sérstaks saksóknara. Þar að auki yrði aðkoma annarra aðila eins og utanaðkomandi sérfræðinga sem embætti sérstaks saksóknara leitaði til, einnig könnuð. Guðrún greindi frá þessum ætlunum sínum á þingi í síðasta máli og vísaði hún þá til gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara. Þá svaraði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra Guðrúnu fullum hálsi og sagðist meðal annars hafa óskað eftir upplýsingum um málið, það hefði einnig verið gert af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og þar að auki væri málið til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt tillögu Guðrúnar yrði nefndinni gert að skila Alþingi skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum ekki seinna en ári eftir að hún verði skipuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að embætti sérstaks saksóknara hafi hafið störf við afar óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi. Ýjað er að því að embættið hafi verið stofnað til að sefa reiði almennings en ekki gæta hlutlægni eða stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga. Þar segir enn fremur að vinnubrögð sérstaks saksóknara og annarra eftirlitsaðila hafi lengi verið gagnrýnd af lögfræðingum og lögmönnum. Sú gagnrýni hafi að miklu leyti snúið að símahlustunum, handtökum og öðrum þvingunarráðstöfunum. Í tillögunni er lagt til að nefndin, verði hún stofnuð, leggi sérstaka áherslu á að kanna hvort réttindi sakborninga hafi verið virt við rannsóknir hjá embætti sérstaks saksóknara. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Hún vill stofna þriggja manna nefnd til að kafa í störf sérstaks saksóknara og kanna hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur, stjórnarskrá, stjórnsýslulög og annað sem við á. Nefndinni yrði einnig gert að rannsaka störf annarra stofnana og embættismanna sem tengdust störfum sérstaks saksóknara. Þar að auki yrði aðkoma annarra aðila eins og utanaðkomandi sérfræðinga sem embætti sérstaks saksóknara leitaði til, einnig könnuð. Guðrún greindi frá þessum ætlunum sínum á þingi í síðasta máli og vísaði hún þá til gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara. Þá svaraði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra Guðrúnu fullum hálsi og sagðist meðal annars hafa óskað eftir upplýsingum um málið, það hefði einnig verið gert af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og þar að auki væri málið til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt tillögu Guðrúnar yrði nefndinni gert að skila Alþingi skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum ekki seinna en ári eftir að hún verði skipuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að embætti sérstaks saksóknara hafi hafið störf við afar óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi. Ýjað er að því að embættið hafi verið stofnað til að sefa reiði almennings en ekki gæta hlutlægni eða stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga. Þar segir enn fremur að vinnubrögð sérstaks saksóknara og annarra eftirlitsaðila hafi lengi verið gagnrýnd af lögfræðingum og lögmönnum. Sú gagnrýni hafi að miklu leyti snúið að símahlustunum, handtökum og öðrum þvingunarráðstöfunum. Í tillögunni er lagt til að nefndin, verði hún stofnuð, leggi sérstaka áherslu á að kanna hvort réttindi sakborninga hafi verið virt við rannsóknir hjá embætti sérstaks saksóknara.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira