Orðsins fyllsta merking Eiríkur Kristjánsson skrifar 4. júní 2025 11:01 Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara. Ef orð eins og „toxic“ eða „explosion“ eru notuð í nútímanum skiptir litlu máli að „hin sanna“ merking þeirra tengist bogum og lófataki – við vitum alveg hvað verið er að meina. Að þessu sögðu ætla ég samt að leyfa mér að falla í þessa gryfju, þó ekki sé nema til þess að komast í smá skjól frá júníblíðunni. Á dögunum voru stúdentar að útskrifast úr menntaskólum landsins og það gefur okkur færi á að tína til þrjú gömul orð, hvert úr sínu fornmálinu, og virða þau aðeins fyrir okkur. Fyrst ber að nefna „stúdent“, sem er lýsingarháttur (eins og nem-andi) af latnesku sögninni „studere“. Í latínu merkir þessi sögn að leggja stund á eitthvað, oftar en ekki af elju og áhuga. Þegar sagnaritarinn Tacitus segist ætla að gæta hlutleysis í frásögn sinni af fyrstu keisurunum, notar hann orðalagið „sine ira et studio“, þ.e. „án heiftar og ástríðu“. Stúdentar helga sig semsagt vinnu sinni „af ákafa“. (Ef orðið er rakið lengra aftur, fara að koma í ljós möguleg tengsl við íslenskt staut og indó-evrópskan barning, en við látum það liggja milli hluta.) Þá er það menntunin næst. Ef við lítum augnablik framhjá kynjapólitík nútímans, þá merkti menntun einhvern tíma í forneskjunni það að búa til manneskjur; að koma börnum til manns. Rétt eins og vinnan sem fer fram í líkamsræktarstöðvum landsins snýst ekki um tilfærslu á þungum hlutum, þá snýst menntaskólanám ekki um að Ísland eignist sem flestar rökfærsluritgerðir. Afurðin á að vera fólk sem skilur röksemdafærslur og hefur áhuga á að beita þeim. Menntaskólanemendur eru áhugavert fólk og það er gaman að vita hvað þeim finnst um lífið og tilveruna. Ein besta leiðin til að komast að því hvað manni finnst er að reyna að koma því á blað og leyfa öðrum að njóta þess. Að lokum er það skólinn sjálfur. Skóli er gamalt grískt (kvenkyns)orð sem fékk snemma nútímamerkingu sína. Uppruninn var þó sennilega eitthvað í ætt við „næði“ (og er reyndar fjarskyldur ættingi íslenska „sigursins“). Hugsunin hefur væntanlega verið sú að skóli sé frí frá líkamlegu og andlegu striti, þar sem nemendum gefst færi á að hugsa hugsanir til enda án truflunar. Ég valdi þessi þrjú orð af því að þau stóðu svo vel til höggsins eins og Þorgeir Hávarson orðaði það í denn. En „val“ á sér einmitt samheiti í eldra máli og gat þar heitið „lestur“. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. En ljúkum þessu nú með einum orðsifjum enn, sem lesendur mega tengja að vild við ofanritað: Chat-bot er tvö sundurtætt orð, teipuð saman á sárinu. „Chat“ er styttri útgáfa af „chatter“, sem merkir innihaldslaust hjal eða dýrahljóð. „Bot“ er afturendinn af „robot“, sem Karel Capek bjó til á sínum tíma úr sama efniviði og „Arbeit“, „orphan og „erfiði“. Höfundur er menntaskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara. Ef orð eins og „toxic“ eða „explosion“ eru notuð í nútímanum skiptir litlu máli að „hin sanna“ merking þeirra tengist bogum og lófataki – við vitum alveg hvað verið er að meina. Að þessu sögðu ætla ég samt að leyfa mér að falla í þessa gryfju, þó ekki sé nema til þess að komast í smá skjól frá júníblíðunni. Á dögunum voru stúdentar að útskrifast úr menntaskólum landsins og það gefur okkur færi á að tína til þrjú gömul orð, hvert úr sínu fornmálinu, og virða þau aðeins fyrir okkur. Fyrst ber að nefna „stúdent“, sem er lýsingarháttur (eins og nem-andi) af latnesku sögninni „studere“. Í latínu merkir þessi sögn að leggja stund á eitthvað, oftar en ekki af elju og áhuga. Þegar sagnaritarinn Tacitus segist ætla að gæta hlutleysis í frásögn sinni af fyrstu keisurunum, notar hann orðalagið „sine ira et studio“, þ.e. „án heiftar og ástríðu“. Stúdentar helga sig semsagt vinnu sinni „af ákafa“. (Ef orðið er rakið lengra aftur, fara að koma í ljós möguleg tengsl við íslenskt staut og indó-evrópskan barning, en við látum það liggja milli hluta.) Þá er það menntunin næst. Ef við lítum augnablik framhjá kynjapólitík nútímans, þá merkti menntun einhvern tíma í forneskjunni það að búa til manneskjur; að koma börnum til manns. Rétt eins og vinnan sem fer fram í líkamsræktarstöðvum landsins snýst ekki um tilfærslu á þungum hlutum, þá snýst menntaskólanám ekki um að Ísland eignist sem flestar rökfærsluritgerðir. Afurðin á að vera fólk sem skilur röksemdafærslur og hefur áhuga á að beita þeim. Menntaskólanemendur eru áhugavert fólk og það er gaman að vita hvað þeim finnst um lífið og tilveruna. Ein besta leiðin til að komast að því hvað manni finnst er að reyna að koma því á blað og leyfa öðrum að njóta þess. Að lokum er það skólinn sjálfur. Skóli er gamalt grískt (kvenkyns)orð sem fékk snemma nútímamerkingu sína. Uppruninn var þó sennilega eitthvað í ætt við „næði“ (og er reyndar fjarskyldur ættingi íslenska „sigursins“). Hugsunin hefur væntanlega verið sú að skóli sé frí frá líkamlegu og andlegu striti, þar sem nemendum gefst færi á að hugsa hugsanir til enda án truflunar. Ég valdi þessi þrjú orð af því að þau stóðu svo vel til höggsins eins og Þorgeir Hávarson orðaði það í denn. En „val“ á sér einmitt samheiti í eldra máli og gat þar heitið „lestur“. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. En ljúkum þessu nú með einum orðsifjum enn, sem lesendur mega tengja að vild við ofanritað: Chat-bot er tvö sundurtætt orð, teipuð saman á sárinu. „Chat“ er styttri útgáfa af „chatter“, sem merkir innihaldslaust hjal eða dýrahljóð. „Bot“ er afturendinn af „robot“, sem Karel Capek bjó til á sínum tíma úr sama efniviði og „Arbeit“, „orphan og „erfiði“. Höfundur er menntaskólakennari.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun