Orðsins fyllsta merking Eiríkur Kristjánsson skrifar 4. júní 2025 11:01 Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara. Ef orð eins og „toxic“ eða „explosion“ eru notuð í nútímanum skiptir litlu máli að „hin sanna“ merking þeirra tengist bogum og lófataki – við vitum alveg hvað verið er að meina. Að þessu sögðu ætla ég samt að leyfa mér að falla í þessa gryfju, þó ekki sé nema til þess að komast í smá skjól frá júníblíðunni. Á dögunum voru stúdentar að útskrifast úr menntaskólum landsins og það gefur okkur færi á að tína til þrjú gömul orð, hvert úr sínu fornmálinu, og virða þau aðeins fyrir okkur. Fyrst ber að nefna „stúdent“, sem er lýsingarháttur (eins og nem-andi) af latnesku sögninni „studere“. Í latínu merkir þessi sögn að leggja stund á eitthvað, oftar en ekki af elju og áhuga. Þegar sagnaritarinn Tacitus segist ætla að gæta hlutleysis í frásögn sinni af fyrstu keisurunum, notar hann orðalagið „sine ira et studio“, þ.e. „án heiftar og ástríðu“. Stúdentar helga sig semsagt vinnu sinni „af ákafa“. (Ef orðið er rakið lengra aftur, fara að koma í ljós möguleg tengsl við íslenskt staut og indó-evrópskan barning, en við látum það liggja milli hluta.) Þá er það menntunin næst. Ef við lítum augnablik framhjá kynjapólitík nútímans, þá merkti menntun einhvern tíma í forneskjunni það að búa til manneskjur; að koma börnum til manns. Rétt eins og vinnan sem fer fram í líkamsræktarstöðvum landsins snýst ekki um tilfærslu á þungum hlutum, þá snýst menntaskólanám ekki um að Ísland eignist sem flestar rökfærsluritgerðir. Afurðin á að vera fólk sem skilur röksemdafærslur og hefur áhuga á að beita þeim. Menntaskólanemendur eru áhugavert fólk og það er gaman að vita hvað þeim finnst um lífið og tilveruna. Ein besta leiðin til að komast að því hvað manni finnst er að reyna að koma því á blað og leyfa öðrum að njóta þess. Að lokum er það skólinn sjálfur. Skóli er gamalt grískt (kvenkyns)orð sem fékk snemma nútímamerkingu sína. Uppruninn var þó sennilega eitthvað í ætt við „næði“ (og er reyndar fjarskyldur ættingi íslenska „sigursins“). Hugsunin hefur væntanlega verið sú að skóli sé frí frá líkamlegu og andlegu striti, þar sem nemendum gefst færi á að hugsa hugsanir til enda án truflunar. Ég valdi þessi þrjú orð af því að þau stóðu svo vel til höggsins eins og Þorgeir Hávarson orðaði það í denn. En „val“ á sér einmitt samheiti í eldra máli og gat þar heitið „lestur“. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. En ljúkum þessu nú með einum orðsifjum enn, sem lesendur mega tengja að vild við ofanritað: Chat-bot er tvö sundurtætt orð, teipuð saman á sárinu. „Chat“ er styttri útgáfa af „chatter“, sem merkir innihaldslaust hjal eða dýrahljóð. „Bot“ er afturendinn af „robot“, sem Karel Capek bjó til á sínum tíma úr sama efniviði og „Arbeit“, „orphan og „erfiði“. Höfundur er menntaskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara. Ef orð eins og „toxic“ eða „explosion“ eru notuð í nútímanum skiptir litlu máli að „hin sanna“ merking þeirra tengist bogum og lófataki – við vitum alveg hvað verið er að meina. Að þessu sögðu ætla ég samt að leyfa mér að falla í þessa gryfju, þó ekki sé nema til þess að komast í smá skjól frá júníblíðunni. Á dögunum voru stúdentar að útskrifast úr menntaskólum landsins og það gefur okkur færi á að tína til þrjú gömul orð, hvert úr sínu fornmálinu, og virða þau aðeins fyrir okkur. Fyrst ber að nefna „stúdent“, sem er lýsingarháttur (eins og nem-andi) af latnesku sögninni „studere“. Í latínu merkir þessi sögn að leggja stund á eitthvað, oftar en ekki af elju og áhuga. Þegar sagnaritarinn Tacitus segist ætla að gæta hlutleysis í frásögn sinni af fyrstu keisurunum, notar hann orðalagið „sine ira et studio“, þ.e. „án heiftar og ástríðu“. Stúdentar helga sig semsagt vinnu sinni „af ákafa“. (Ef orðið er rakið lengra aftur, fara að koma í ljós möguleg tengsl við íslenskt staut og indó-evrópskan barning, en við látum það liggja milli hluta.) Þá er það menntunin næst. Ef við lítum augnablik framhjá kynjapólitík nútímans, þá merkti menntun einhvern tíma í forneskjunni það að búa til manneskjur; að koma börnum til manns. Rétt eins og vinnan sem fer fram í líkamsræktarstöðvum landsins snýst ekki um tilfærslu á þungum hlutum, þá snýst menntaskólanám ekki um að Ísland eignist sem flestar rökfærsluritgerðir. Afurðin á að vera fólk sem skilur röksemdafærslur og hefur áhuga á að beita þeim. Menntaskólanemendur eru áhugavert fólk og það er gaman að vita hvað þeim finnst um lífið og tilveruna. Ein besta leiðin til að komast að því hvað manni finnst er að reyna að koma því á blað og leyfa öðrum að njóta þess. Að lokum er það skólinn sjálfur. Skóli er gamalt grískt (kvenkyns)orð sem fékk snemma nútímamerkingu sína. Uppruninn var þó sennilega eitthvað í ætt við „næði“ (og er reyndar fjarskyldur ættingi íslenska „sigursins“). Hugsunin hefur væntanlega verið sú að skóli sé frí frá líkamlegu og andlegu striti, þar sem nemendum gefst færi á að hugsa hugsanir til enda án truflunar. Ég valdi þessi þrjú orð af því að þau stóðu svo vel til höggsins eins og Þorgeir Hávarson orðaði það í denn. En „val“ á sér einmitt samheiti í eldra máli og gat þar heitið „lestur“. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. En ljúkum þessu nú með einum orðsifjum enn, sem lesendur mega tengja að vild við ofanritað: Chat-bot er tvö sundurtætt orð, teipuð saman á sárinu. „Chat“ er styttri útgáfa af „chatter“, sem merkir innihaldslaust hjal eða dýrahljóð. „Bot“ er afturendinn af „robot“, sem Karel Capek bjó til á sínum tíma úr sama efniviði og „Arbeit“, „orphan og „erfiði“. Höfundur er menntaskólakennari.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun