„Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 12:19 Víðir fór fram á frestun brottvísunar Oscars Bocanegra í síðustu viku. Sigmar segist sýna ákvörðun hans skilning. Vísir/Samsett Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. Víðir Reynisson, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, hafði í síðustu viku samband við Útlendingastofnun þar sem hann bað stofnunina um að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars Botanegra, 17 ára kólumbísks drengs, á grunvelli þess að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að farið yrði fram á ríkisborgararétt fyrir drenginn. Víðir sagðist við fjölmiðla hafa tekið sjálfstæða ákvörðun brottflutningurinn hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem tekur þó fram að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst Víðir hafa rökstudd það ágætlega hvers vegna hann gerði þetta; ef drengurinn fær ríkisborgararétt og Víðir hefði ekki gert þetta þá hefði hann verið sendur út með fjórum lögreglumönnum g tveimur barnaverndafulltrúum til Parísar og síðan til Kólumbíu, þá mögulega til að sækja hann örstuttu seinna aftur.“ Fólk fengið ríkisborgararétt af ýmsum ástæðum Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Gerir þú enga athugasemd við það að hann hafi dregið einn fyrir framan röðina? „Nú þekki ég ekki tölfræðina eða hvernig nákvæmlega stendur á þessu. En það er auðvitað þannig, bæði þegar verið er að veita ríkisborgararétt og þegar verið er að fara yfir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd að hvert mál er einstakt. Og staða þessa drengs er náttúrulega viðkvæm,“ svarar Sigmar. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála. Sigmar nefnir enn fremur að ríkisborgararéttur sé veittur fólki af margvíslegum ástæðum og nefnir hann í því samhengi skókmeistarann Bobby Fischer, liðskonur Pussy Riot og hina ýmsu íþróttamenn sem hingað flytja til landsins. Spurður hvort tilefni sé til að breyta lögunum svara hann neitandi. „Nei, ég geri engar athugasemdir við þetta verklag.“ Trúnaðarbrestur og pólitísk afskipti Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa margir sakað Víði um pólitísk afskipti af máli drengsins, þar sem undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í gær undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Alþingi Ríkisborgararéttur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Víðir Reynisson, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, hafði í síðustu viku samband við Útlendingastofnun þar sem hann bað stofnunina um að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars Botanegra, 17 ára kólumbísks drengs, á grunvelli þess að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að farið yrði fram á ríkisborgararétt fyrir drenginn. Víðir sagðist við fjölmiðla hafa tekið sjálfstæða ákvörðun brottflutningurinn hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem tekur þó fram að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst Víðir hafa rökstudd það ágætlega hvers vegna hann gerði þetta; ef drengurinn fær ríkisborgararétt og Víðir hefði ekki gert þetta þá hefði hann verið sendur út með fjórum lögreglumönnum g tveimur barnaverndafulltrúum til Parísar og síðan til Kólumbíu, þá mögulega til að sækja hann örstuttu seinna aftur.“ Fólk fengið ríkisborgararétt af ýmsum ástæðum Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Gerir þú enga athugasemd við það að hann hafi dregið einn fyrir framan röðina? „Nú þekki ég ekki tölfræðina eða hvernig nákvæmlega stendur á þessu. En það er auðvitað þannig, bæði þegar verið er að veita ríkisborgararétt og þegar verið er að fara yfir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd að hvert mál er einstakt. Og staða þessa drengs er náttúrulega viðkvæm,“ svarar Sigmar. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála. Sigmar nefnir enn fremur að ríkisborgararéttur sé veittur fólki af margvíslegum ástæðum og nefnir hann í því samhengi skókmeistarann Bobby Fischer, liðskonur Pussy Riot og hina ýmsu íþróttamenn sem hingað flytja til landsins. Spurður hvort tilefni sé til að breyta lögunum svara hann neitandi. „Nei, ég geri engar athugasemdir við þetta verklag.“ Trúnaðarbrestur og pólitísk afskipti Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa margir sakað Víði um pólitísk afskipti af máli drengsins, þar sem undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í gær undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Alþingi Ríkisborgararéttur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels