Þegar ég fékk séns Heiða Ingimarsdóttir skrifar 5. júní 2025 07:02 „Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér en mig langaði að senda þér smá skilaboð og þakka þér fyrir að vera sú sem þú ert og fyrir að greinilega sjá eitthvað í fólki og hafa mannlega hlið sem er ekki ferhyrnd og setur fólk í kassa :) Málið er að 2012 sótti ég um nám í Keili. Ég stóð á tímamótum, allt í einu einstæð með eina 3 ára snúllu og 1 árs snúð. Ég var ekki í vinnu og ég var ómenntuð að kalla. Við mér blasti hark, peninga- og tímaleysi sem myndi bitna á mér og krílunum mínum. Til þess eins að eiga fyrir reikningunum. Frænka mín hvatti mig til að sækja um í Keili og ég sótti því um og beið svars en endaði svo á að hringja og fylgja eftir umsókninni og fékk samband við þig. Ég sagði þér að að ég hefði sótt um og hvaða hvatar lægju að baki. Ég sagðist líka vita að ég væri ekki búin með þá stærðfræði sem þyrfti til að uppfylla inntökuskilyrði en lofaði að ég myndi leggja extra hart að mér í því fagi. Mig vantaði einnig nokkrar almennar einingar í viðbót. Við spjölluðum í smá tíma og allt í einu sagðiðu: ,,Til hamingju, þú ert komin inn í Keili!“ Ég fór næstum að skæla. Ég stóð mig með eindæmum vel, þó ég segi sjálf frá. Útskrifaðist með rúmlega 9 í meðaleinkun þrátt fyrir að vera ein með þessi kríli mín og það að strákurinn minn var mikið lasinn vegna myglu í íbúð. Í dag er ég að klára Bachelor í miðlun og almannatengslum á Bifröst. Það er búið að bjóða mér í starfsviðtal sem almannatengill og ég er að sækja um nám í Leeds sem heitir Corporate Communications, Marketing and Public Realtions. Ég trúi því að vissir atburðir og fólk breyti lífi okkar og stefnu og ég trúi því að þú sért ein af þeim manneskjum í mínu lífi. Þú sást eitthvað í þessari örvæntingafullu einstæðu móður og gafst henni séns og nú trúi ég því að mér séu allir vegir færir J Strax á meðan námi stóð í Keili fann ég sjálfstraustið aukast á ótrúlegustu sviðum og áframhaldandi skólaganga og lífið hefur svo styrkt það. Takk fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi og gefa mér lykilinn að frekara námi! <3“ Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið. Þarna fékk mennskan að ráða. Þarna fékk önnur mælistika en hreinar einkunnir að hafa áhrif á ákvarðannatöku. Svarið sem ég fékk var að við hverja inntöku hefði verið samkomulag um að þær sem sáu um innritun mættu samþykkja einn nemenda sem ekki uppfyllti skilyrði. Ég var sá nemandi þessa önn. Í skólanum voru einnig nemendur með háar einkunnir, sem komust inn á þeim og því að uppfylla skilyrðin. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp sem heimilar framhaldsskólum að horfa til fleiri þátta en bara einkunna við inntöku. Enginn skóli verður skyldaður til þess, en heimildin verður til staðar. Það er svo þeirra að meta hvernig og hvort þeir noti slíkt jöfnunartól, hvort þeir gefi fleirum tækifæri en bara þeim einkunnahæstu. Það tækifæri var mér dýrmætt. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér en mig langaði að senda þér smá skilaboð og þakka þér fyrir að vera sú sem þú ert og fyrir að greinilega sjá eitthvað í fólki og hafa mannlega hlið sem er ekki ferhyrnd og setur fólk í kassa :) Málið er að 2012 sótti ég um nám í Keili. Ég stóð á tímamótum, allt í einu einstæð með eina 3 ára snúllu og 1 árs snúð. Ég var ekki í vinnu og ég var ómenntuð að kalla. Við mér blasti hark, peninga- og tímaleysi sem myndi bitna á mér og krílunum mínum. Til þess eins að eiga fyrir reikningunum. Frænka mín hvatti mig til að sækja um í Keili og ég sótti því um og beið svars en endaði svo á að hringja og fylgja eftir umsókninni og fékk samband við þig. Ég sagði þér að að ég hefði sótt um og hvaða hvatar lægju að baki. Ég sagðist líka vita að ég væri ekki búin með þá stærðfræði sem þyrfti til að uppfylla inntökuskilyrði en lofaði að ég myndi leggja extra hart að mér í því fagi. Mig vantaði einnig nokkrar almennar einingar í viðbót. Við spjölluðum í smá tíma og allt í einu sagðiðu: ,,Til hamingju, þú ert komin inn í Keili!“ Ég fór næstum að skæla. Ég stóð mig með eindæmum vel, þó ég segi sjálf frá. Útskrifaðist með rúmlega 9 í meðaleinkun þrátt fyrir að vera ein með þessi kríli mín og það að strákurinn minn var mikið lasinn vegna myglu í íbúð. Í dag er ég að klára Bachelor í miðlun og almannatengslum á Bifröst. Það er búið að bjóða mér í starfsviðtal sem almannatengill og ég er að sækja um nám í Leeds sem heitir Corporate Communications, Marketing and Public Realtions. Ég trúi því að vissir atburðir og fólk breyti lífi okkar og stefnu og ég trúi því að þú sért ein af þeim manneskjum í mínu lífi. Þú sást eitthvað í þessari örvæntingafullu einstæðu móður og gafst henni séns og nú trúi ég því að mér séu allir vegir færir J Strax á meðan námi stóð í Keili fann ég sjálfstraustið aukast á ótrúlegustu sviðum og áframhaldandi skólaganga og lífið hefur svo styrkt það. Takk fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi og gefa mér lykilinn að frekara námi! <3“ Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið. Þarna fékk mennskan að ráða. Þarna fékk önnur mælistika en hreinar einkunnir að hafa áhrif á ákvarðannatöku. Svarið sem ég fékk var að við hverja inntöku hefði verið samkomulag um að þær sem sáu um innritun mættu samþykkja einn nemenda sem ekki uppfyllti skilyrði. Ég var sá nemandi þessa önn. Í skólanum voru einnig nemendur með háar einkunnir, sem komust inn á þeim og því að uppfylla skilyrðin. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp sem heimilar framhaldsskólum að horfa til fleiri þátta en bara einkunna við inntöku. Enginn skóli verður skyldaður til þess, en heimildin verður til staðar. Það er svo þeirra að meta hvernig og hvort þeir noti slíkt jöfnunartól, hvort þeir gefi fleirum tækifæri en bara þeim einkunnahæstu. Það tækifæri var mér dýrmætt. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun