Nýliðar KR semja við landsliðskonu sem er dóttir fyrrum fyrirliða karlaliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 17:00 Kristrún Ríkey Ólafsdóttir er komin í KR þar sem faðir hennar gerði garðinn frægan á sínum tíma. @krbasket/Antonio Otto Rabasca Nýliðar KR í Bónus deild kvenna í körfubolta eru byrjaðir að styrja liðið sitt fyrir komandi tímabil. KR tryggði sér sæti í Bónus deildinni með því að vinna umspil 1. deildar kvenna. KR hafði verið utan efstu deildar í nokkur ár en ætla nú að stimpla sig inn í deildina á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú samið við Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur en hún gerir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Kristrún er fædd árið 2004 og leikur í stöðu framherja. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór Akureyri tímabilið 2018-19 þá aðeins fjórtán ára gömul. Kristrún lék svo einnig með Haukum og nú síðast Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna á liðnu tímabili. Fyrr á þessu ári var Kristrún valin í tólf manna landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir útileiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna. Þess má til gamans geta að með komu sinni til félagsins fetar Kristrún í fótspor föður síns en hún er dóttir KR-ingsins og fyrrum landsliðsmannsins Ólafs Jóns Ormssonar. Ólafur gerði garðinn frægan með liði KR á árunum 1996-2002, en það ber auðvitað hæst árið 2000 þegar hann leiddi Íslandsmeistaralið KR sem fyrirliði. Ólafur var jafnframt valinn körfuboltamaður ársins það sama ár. „Mér líst mjög vel á að koma loksins í KR. Það eru spennandi tímar og mikil áskorun framundan sem ég hlakka til að takast á við með stelpunum og Danna,“ sagði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, nýr leikmaður KR, við miðla KR. „Ég er gríðarlega ánægður að Kristrún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur leikmaður með reynslu í efstu deild sem mun nýtast vel í ungan og efnilegan hóp KR-inga sem stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í haust,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR-liðsins. View this post on Instagram A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
KR tryggði sér sæti í Bónus deildinni með því að vinna umspil 1. deildar kvenna. KR hafði verið utan efstu deildar í nokkur ár en ætla nú að stimpla sig inn í deildina á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú samið við Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur en hún gerir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Kristrún er fædd árið 2004 og leikur í stöðu framherja. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór Akureyri tímabilið 2018-19 þá aðeins fjórtán ára gömul. Kristrún lék svo einnig með Haukum og nú síðast Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna á liðnu tímabili. Fyrr á þessu ári var Kristrún valin í tólf manna landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir útileiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna. Þess má til gamans geta að með komu sinni til félagsins fetar Kristrún í fótspor föður síns en hún er dóttir KR-ingsins og fyrrum landsliðsmannsins Ólafs Jóns Ormssonar. Ólafur gerði garðinn frægan með liði KR á árunum 1996-2002, en það ber auðvitað hæst árið 2000 þegar hann leiddi Íslandsmeistaralið KR sem fyrirliði. Ólafur var jafnframt valinn körfuboltamaður ársins það sama ár. „Mér líst mjög vel á að koma loksins í KR. Það eru spennandi tímar og mikil áskorun framundan sem ég hlakka til að takast á við með stelpunum og Danna,“ sagði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, nýr leikmaður KR, við miðla KR. „Ég er gríðarlega ánægður að Kristrún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur leikmaður með reynslu í efstu deild sem mun nýtast vel í ungan og efnilegan hóp KR-inga sem stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í haust,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR-liðsins. View this post on Instagram A post shared by KR Körfubolti (@krbasket)
Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira