Ósnertanlegir eineltisseggir og óhæfir starfsmenn Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. júní 2025 09:03 Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi. Uppflettingar um fyrrverandi maka Í umfjöllun Viðskiptaráðs eru rifjuð upp nokkur íslensk dómsmál sem varða uppsagnir opinberra starfsmanna, m.a. vegna eineltistilburða, slakrar frammistöðu og brota á trúnaðarskyldu. Við þekkjum öll til svona dæma og hvernig þau hafa farið vegna gríðarlega strangra málsmeðferðareglna sem gilda um áminningar og uppsagnir opinberra starfsmanna. Þessar reglur og meðferð þeirra í stjórnsýslunni og dómskerfinu hafa leitt til þess að opinberir starfsmenn eru sjaldnast áminntir, hvað þá að þeim sé sagt upp. Opinberir starfsmenn eru því í raun æviráðnir, en lögmæt uppsögn verður að fara fram í kjölfar áminningar og endurtekins og eðlislíks brots í starfi. Það var ánægjulegt að sjá Viðskiptaráð leggja það til að frumvarpið, sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi í hópi góðra sjálfstæðismanna og varðar afnám áminningarskyldu í lögum um ríkisstarfsmenn, yrði samþykkt. Málið var eitt það fyrsta sem ég lagði áherslu á sem kjörinn fulltrúi á þingi, enda gríðarlega mikilvægt. Lög um ríkisstarfsmenn eru úrelt Í frumvarpinu eru færð rök fyrir því að lög um ríkisstarfsmenn séu úrelt, en þau voru upphaflega sett vegna lakari réttarstöðu opinberra starfsmanna. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreyst og styrkst, opinberum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega og kjör þeirra batnað mikið. Það ætti að vera óumdeilt að það þurfi nauðsynlega að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Það er hagsmunamál fyrir ríkið sem atvinnurekanda og fyrir fjölmarga starfsmenn þess. Breytum þessu! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi. Uppflettingar um fyrrverandi maka Í umfjöllun Viðskiptaráðs eru rifjuð upp nokkur íslensk dómsmál sem varða uppsagnir opinberra starfsmanna, m.a. vegna eineltistilburða, slakrar frammistöðu og brota á trúnaðarskyldu. Við þekkjum öll til svona dæma og hvernig þau hafa farið vegna gríðarlega strangra málsmeðferðareglna sem gilda um áminningar og uppsagnir opinberra starfsmanna. Þessar reglur og meðferð þeirra í stjórnsýslunni og dómskerfinu hafa leitt til þess að opinberir starfsmenn eru sjaldnast áminntir, hvað þá að þeim sé sagt upp. Opinberir starfsmenn eru því í raun æviráðnir, en lögmæt uppsögn verður að fara fram í kjölfar áminningar og endurtekins og eðlislíks brots í starfi. Það var ánægjulegt að sjá Viðskiptaráð leggja það til að frumvarpið, sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi í hópi góðra sjálfstæðismanna og varðar afnám áminningarskyldu í lögum um ríkisstarfsmenn, yrði samþykkt. Málið var eitt það fyrsta sem ég lagði áherslu á sem kjörinn fulltrúi á þingi, enda gríðarlega mikilvægt. Lög um ríkisstarfsmenn eru úrelt Í frumvarpinu eru færð rök fyrir því að lög um ríkisstarfsmenn séu úrelt, en þau voru upphaflega sett vegna lakari réttarstöðu opinberra starfsmanna. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreyst og styrkst, opinberum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega og kjör þeirra batnað mikið. Það ætti að vera óumdeilt að það þurfi nauðsynlega að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Það er hagsmunamál fyrir ríkið sem atvinnurekanda og fyrir fjölmarga starfsmenn þess. Breytum þessu! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun