Ný nálgun fyrir börn með fjölþættan vanda Guðmundur Ingi Þóroddsson og Guðbjörg Sveinsdóttir skrifa 5. júní 2025 16:02 Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru yfir þrjú þúsund börn á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu, greiningum og talmeinaþjónustu. Biðtími getur verið margir mánuðir, jafnvel ár, og þessi staða veldur mikilli vanlíðan, námsörðugleikum og félagslegri einangrun hjá börnunum og fjölskyldum þeirra. Má jafnvel líkja því við að ekki sé brugðist við bruna í húsi fyrr en það er nánast brunnið til grunna. Það er ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar börn hafa beðið til 18 ára aldurs, alla sína bernsku og æsku, öll sín helstu mótunarár, án forvarna og úrræða á vegum félagsþjónustu og annarra aðila. Það endurspeglar hversu mikil örvænting ríkir og hversu fá úrræði eru til staðar þegar fjölskyldur og jafnvel fagstofnanir fara að leita til félagasamtaka eins og Afstöðu, sem þó sérhæfir sig ekki í þjónustu við börn nema þau séu komin í fangelsi. Þetta ráðaleysi er óþarft, við höfum ýmsar fyrirmyndir og jafnvel eigin reynslu og fordæmi sem má nýta. Í öðrum löndum hafa verið sett á laggirnar skapandi og árangursrík úrræði sem hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram jákvæðum breytingum hjá börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Gott dæmi er „Guttas Campus“ í Noregi og Danmörku, þar sem ungmenni fá tveggja vikna skólabúðir með einstaklingsmiðuðu námi, persónulegri eftirfylgd og félagslegri styrkingu sem hefur reynst afar árangursríkt. Þá hefur meðferð sem byggist á skapandi starfi og samskiptum meðal annars við dýr einnig sýnt mikla möguleika erlendis, þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að byggja upp sjálfstraust, félagslega færni og tilfinningatengsl við annað fólk, dýr og umhverfið. Við eigum íslenskt fordæmi í fangelsinu Kvíabryggju, þar sem vistmenn fá að tengjast dýrum og lifa í umhverfi sem styður við heilbrigð tengsl og sjálfsstyrkingu. Þótt hér sé aðeins um dæmi frá fangelsi að ræða þá er grunnþörfin sú sama og hjá börnum sem glíma við fjölþættan vanda, þörfin fyrir ást, umhyggju, styrkingu fjölskyldutengsla og heilbrigð tengsl við umhverfi sitt. Það er tímabært að við á Íslandi innleiðum nýjar leiðir til að mæta þessum börnum og ungmennum. Við þurfum meðferðarsetur sem byggja á reynslu annarra landa og nýta ýmsar leiðir svo sem dýratengda meðferð, listsköpun, tónlist og einstaklingsmiðað verknám. Þar sem ekki er einblínt á veikleikana heldur leitað eftir styrk og hæfileikum hvers einstaklings. Þá þarf aukið samstarf milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og félagasamtaka um að koma á fót slíkum úrræðum og tryggja þjálfun fagfólks til að vinna með þessum hópum. Við getum og verðum að gera betur. Samfélagið okkar hefur allt að vinna á því að börn og ungmenni fái þá hjálp sem þau þurfa áður en vandinn verður óyfirstíganlegur með enn meiri kostnaði samfélagsins að ekki sé talað um ónýtt líf þeirra sem fæddust með sama rétti til góðs lífs og önnur börn. Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál Guðbjörg er geðhjúkrunarfræðingur Afstöðu og faglegur ráðgjafi félagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagsmál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru yfir þrjú þúsund börn á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu, greiningum og talmeinaþjónustu. Biðtími getur verið margir mánuðir, jafnvel ár, og þessi staða veldur mikilli vanlíðan, námsörðugleikum og félagslegri einangrun hjá börnunum og fjölskyldum þeirra. Má jafnvel líkja því við að ekki sé brugðist við bruna í húsi fyrr en það er nánast brunnið til grunna. Það er ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar börn hafa beðið til 18 ára aldurs, alla sína bernsku og æsku, öll sín helstu mótunarár, án forvarna og úrræða á vegum félagsþjónustu og annarra aðila. Það endurspeglar hversu mikil örvænting ríkir og hversu fá úrræði eru til staðar þegar fjölskyldur og jafnvel fagstofnanir fara að leita til félagasamtaka eins og Afstöðu, sem þó sérhæfir sig ekki í þjónustu við börn nema þau séu komin í fangelsi. Þetta ráðaleysi er óþarft, við höfum ýmsar fyrirmyndir og jafnvel eigin reynslu og fordæmi sem má nýta. Í öðrum löndum hafa verið sett á laggirnar skapandi og árangursrík úrræði sem hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram jákvæðum breytingum hjá börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Gott dæmi er „Guttas Campus“ í Noregi og Danmörku, þar sem ungmenni fá tveggja vikna skólabúðir með einstaklingsmiðuðu námi, persónulegri eftirfylgd og félagslegri styrkingu sem hefur reynst afar árangursríkt. Þá hefur meðferð sem byggist á skapandi starfi og samskiptum meðal annars við dýr einnig sýnt mikla möguleika erlendis, þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að byggja upp sjálfstraust, félagslega færni og tilfinningatengsl við annað fólk, dýr og umhverfið. Við eigum íslenskt fordæmi í fangelsinu Kvíabryggju, þar sem vistmenn fá að tengjast dýrum og lifa í umhverfi sem styður við heilbrigð tengsl og sjálfsstyrkingu. Þótt hér sé aðeins um dæmi frá fangelsi að ræða þá er grunnþörfin sú sama og hjá börnum sem glíma við fjölþættan vanda, þörfin fyrir ást, umhyggju, styrkingu fjölskyldutengsla og heilbrigð tengsl við umhverfi sitt. Það er tímabært að við á Íslandi innleiðum nýjar leiðir til að mæta þessum börnum og ungmennum. Við þurfum meðferðarsetur sem byggja á reynslu annarra landa og nýta ýmsar leiðir svo sem dýratengda meðferð, listsköpun, tónlist og einstaklingsmiðað verknám. Þar sem ekki er einblínt á veikleikana heldur leitað eftir styrk og hæfileikum hvers einstaklings. Þá þarf aukið samstarf milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og félagasamtaka um að koma á fót slíkum úrræðum og tryggja þjálfun fagfólks til að vinna með þessum hópum. Við getum og verðum að gera betur. Samfélagið okkar hefur allt að vinna á því að börn og ungmenni fái þá hjálp sem þau þurfa áður en vandinn verður óyfirstíganlegur með enn meiri kostnaði samfélagsins að ekki sé talað um ónýtt líf þeirra sem fæddust með sama rétti til góðs lífs og önnur börn. Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál Guðbjörg er geðhjúkrunarfræðingur Afstöðu og faglegur ráðgjafi félagsins
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun