Ísland, þvert á flokka boðar til annarra mótmæla Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 18:11 Til stimpinga kom á milli einstakra mótmælenda síðasta laugardag. Vísir/Viktor Freyr Hópurinn Ísland, þvert á flokka hefur boðað til annars mótmælafundar á Austurvelli gegn stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Til stimpinga kom á milli mótmælenda og gagnmótmælenda síðastliðinn laugardag. Sigfús Aðalsteinsson stjórnandi boðar til mótmælafundarins í færslu á hópnum. Hann fer fram klukkan tvö síðdegis laugardaginn 14. júní næstkomandi. Hann segir ekki eftir neinu að bíða. „Nú fylkjum við öll með öllum sem við þekkjum á Austurvöll,“ segir Sigfús. Laugardaginn 31. maí síðastliðinn voru hundruð mótmælenda samankomnir á Austurvöll og báru þeir margir íslenska fána. Þeir kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, að fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. Meðal ræðumanna á fundinum síðasta var Brynjar Barkarson tónlistamaður en hann skipaði helming tvíeykisins Club Dub þangað til að Aron Kristinn Jónasson hætti í sveitinni í kjölfar mótmælanna. „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ sagði hann meðal annars. Meðal þess sem hann snerti á í ræðu sinni var að múslimar væru blóðsugur sem bæru enga virðingu fyrir íslenskum siðum og menningu. Hann vísaði til þekktra samsæriskenninga og þuldi nokkurn veginn samhengislaust upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Sigfús Aðalsteinsson skipuleggjandinn tók í sama streng og kvaðst misskilinn. Hópurinn samanstandi ekkert af neinum rasistum heldur hugsi hann um framtíð unga fólksins. Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51 Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Sigfús Aðalsteinsson stjórnandi boðar til mótmælafundarins í færslu á hópnum. Hann fer fram klukkan tvö síðdegis laugardaginn 14. júní næstkomandi. Hann segir ekki eftir neinu að bíða. „Nú fylkjum við öll með öllum sem við þekkjum á Austurvöll,“ segir Sigfús. Laugardaginn 31. maí síðastliðinn voru hundruð mótmælenda samankomnir á Austurvöll og báru þeir margir íslenska fána. Þeir kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, að fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. Meðal ræðumanna á fundinum síðasta var Brynjar Barkarson tónlistamaður en hann skipaði helming tvíeykisins Club Dub þangað til að Aron Kristinn Jónasson hætti í sveitinni í kjölfar mótmælanna. „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ sagði hann meðal annars. Meðal þess sem hann snerti á í ræðu sinni var að múslimar væru blóðsugur sem bæru enga virðingu fyrir íslenskum siðum og menningu. Hann vísaði til þekktra samsæriskenninga og þuldi nokkurn veginn samhengislaust upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Sigfús Aðalsteinsson skipuleggjandinn tók í sama streng og kvaðst misskilinn. Hópurinn samanstandi ekkert af neinum rasistum heldur hugsi hann um framtíð unga fólksins.
Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51 Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14
Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. 2. júní 2025 09:51
Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. 3. júní 2025 21:03