Nýtt slagorð Ísland Duty Free: „Ég er á leiðinni“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2025 22:02 Víðast hvar má sjá tómar hillur og samskonar skilti í fríhafnarverslun komufarþega. Vísir Tómar hillur blasa við komufarþegum Leifsstöðvar og virðist frasinn „I'm on my way“ eða „Ég er á leiðinni“ standa á öðru hverju skilti. Framkvæmdastjórinn segir að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. Þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí. Í tilkynningu frá eigendum segir að aukin áhersla verði lögð á íslensk vörumerki. Í kjölfar breytinganna sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að Heinemann hefði krafið íslenska framleiðendur um að lækka verð sín verulega. Framleiðendurnir þurfi að lækka verðin vilji þeir að vörur sínar standi enn til boða í verslunum fríhafnarinnar. Einhverjar hillur standa tómar.Vísir Ástæða verðlækkananna væri ekki til að lækka verð neytenda heldur til að auka hagnað Heinemann að sögn Ólafs. Sjá nánar: Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Hér hefur flöskum verið raðað í eina röð fremst í hillurnar svo ekki líti út fyrir að hillan sé tóm.Vísir Á ljósmyndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun í verslun komufarþega má sjá að þónokkrar hillur stóðu hálftómar. Það á ekki einungis við um áfengishillurnar heldur einnig hillur fyrir sælgæti. Þá greindi mbl frá því um helgina að ekkert hvítvín væri til sölu í versluninni. „Eins og áður hefur komið fram þá höfum við á síðustu dögum verið að leysa ákveðin birgða- og flutningsvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir. Það hefur falið í sér skammtímaskort í einstaka vöruflokkum á miklum álagstímum,“ er haft eftir Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland Duty Free, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er einungis skortur á áfengi heldur eru sælgætishillurnar einnig hálftómar.Vísir „Við höfum unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál.“ Ástæða neftóbaksskortsins á reiki Greint var frá fyrr í vikunni að ekkert neftóbak væri til sölu í Leifsstöð. Í svari frá Hansen sagði hann að skorturinn væri vegna flutnings- og aðfangamála sem hafði þá þegar verið leyst. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR sem framleiðir íslenska tóbakið, sagði hins vegar að ekkert vandamál hafi verið í framleiðslukeðjunni. Heinemann hafi verið að biðja um afslætti. Svona var hillan sem ætluð er fyrir nikótínvörur fyrr í vikunni.Vísir „Við erum einfaldlega ekkert í afsláttarbransanum,“ sagði Sveinn Víkingur. Í svari Hansen segist hann ekki geta tjáð sig um samskipti við einstaka viðskiptamenn. Vert er að segja frá því að íslenska tóbakið stendur nú aftur til boða fyrir þá sem hyggjast yfirgefa Ísland. Þá má einnig taka fram að stjórn Isavia tók þá ákvörðun árið 2023 að öll skilti á flugvellinum ættu að vera fyrst á íslensku, svo á ensku. Sú breyting tók gildi árslok 2024 en skilti Heinemann eru þó enn á ensku líkt og sést á fyrstu mynd. Keflavíkurflugvöllur Áfengi Nikótínpúðar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí. Í tilkynningu frá eigendum segir að aukin áhersla verði lögð á íslensk vörumerki. Í kjölfar breytinganna sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að Heinemann hefði krafið íslenska framleiðendur um að lækka verð sín verulega. Framleiðendurnir þurfi að lækka verðin vilji þeir að vörur sínar standi enn til boða í verslunum fríhafnarinnar. Einhverjar hillur standa tómar.Vísir Ástæða verðlækkananna væri ekki til að lækka verð neytenda heldur til að auka hagnað Heinemann að sögn Ólafs. Sjá nánar: Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Hér hefur flöskum verið raðað í eina röð fremst í hillurnar svo ekki líti út fyrir að hillan sé tóm.Vísir Á ljósmyndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun í verslun komufarþega má sjá að þónokkrar hillur stóðu hálftómar. Það á ekki einungis við um áfengishillurnar heldur einnig hillur fyrir sælgæti. Þá greindi mbl frá því um helgina að ekkert hvítvín væri til sölu í versluninni. „Eins og áður hefur komið fram þá höfum við á síðustu dögum verið að leysa ákveðin birgða- og flutningsvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir. Það hefur falið í sér skammtímaskort í einstaka vöruflokkum á miklum álagstímum,“ er haft eftir Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland Duty Free, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er einungis skortur á áfengi heldur eru sælgætishillurnar einnig hálftómar.Vísir „Við höfum unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál.“ Ástæða neftóbaksskortsins á reiki Greint var frá fyrr í vikunni að ekkert neftóbak væri til sölu í Leifsstöð. Í svari frá Hansen sagði hann að skorturinn væri vegna flutnings- og aðfangamála sem hafði þá þegar verið leyst. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR sem framleiðir íslenska tóbakið, sagði hins vegar að ekkert vandamál hafi verið í framleiðslukeðjunni. Heinemann hafi verið að biðja um afslætti. Svona var hillan sem ætluð er fyrir nikótínvörur fyrr í vikunni.Vísir „Við erum einfaldlega ekkert í afsláttarbransanum,“ sagði Sveinn Víkingur. Í svari Hansen segist hann ekki geta tjáð sig um samskipti við einstaka viðskiptamenn. Vert er að segja frá því að íslenska tóbakið stendur nú aftur til boða fyrir þá sem hyggjast yfirgefa Ísland. Þá má einnig taka fram að stjórn Isavia tók þá ákvörðun árið 2023 að öll skilti á flugvellinum ættu að vera fyrst á íslensku, svo á ensku. Sú breyting tók gildi árslok 2024 en skilti Heinemann eru þó enn á ensku líkt og sést á fyrstu mynd.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi Nikótínpúðar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira