Bras á breska Umbótaflokknum þrátt fyrir velgengnina Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2025 09:18 Zia Yusuf (t.h.) með Nigel Farage (t.v.) þegar allt lék í lyndi í febrúar. Yusuf sagði af sér sem formaður Umbótaflokksins í gær. Vísir/EPA Formaður breska Umbótaflokksins sagði skyndilega af sér í gær eftir deilur við nýjan þingmann flokksins um mögulegt búrkubann. Hann segist ekki lengur telja að tíma sínum sé vel varið í að reyna að koma Umbótaflokknum í ríkisstjórn. Umbótaflokkurinn fer nú með himinskautum í skoðanakönnunum og mælist reglulega stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands á landsvísu. Hann er aðeins með fimm þingmenn á breska þinginu en gæti komist í ríkisstjórn haldi hann sínu striki. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur gengið á ýmsu í forystusveit flokksins, nú síðast í gær þegar Zia Yusuf, formaður flokksins, sagði skyndilega af sér. Yusuf er ekki þingmaður sjálfur en Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk hann til starfa í fyrra. „Ég tel ekki lengur að það sé góð nýting á tíma mínum að vinna að því að Umbótaflokkurinn nái kjöri og ég segi hér með af mér,“ sagði Yusuf sem gaf ekki frekari skýringar á brotthvarfi sínu. „Heimskulegt“ að spyrja um búrkubann sem flokkurinn aðhyllist ekki sjálfur Afsögnin kom þó beint í kjölfar opinberra deilna Yusuf við Söruh Pochin, þingmann flokksins, eftir að hún spurði Keir Starmer, forsætisráðherra, á þingi hvort að hann væri tilbúinn að banna konum að klæðast búrkum. Margar múslimakonur klæðast búrkum. Starmer sagðist ekki tilbúinn að fylgja Pochin þangað. Skömmu eftir orðaskiptin á þingi gaf Umbótaflokkurinn það út að búrkubann væri ekki á stefnuskrá hans. Yusuf sagði síðan á samfélagsmiðli að hann teldi „heimskulegt“ að stjórnmálaflokkur spyrði forsætisráðherra á þingi út í eitthvað sem flokkurinn hygðist ekki gera sjálfur. Hann er sjálfur múslimi og lýsir sjálfum sér sem „breskum íslömskum föðurlandsvini“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Farage sagðist harma brotthvarf Yusuf. Hann hefði greinilega verið kominn með nóg af streitu stjórnmálanna. Brotthvarf Yusuf er enn ein uppákoman í forystusveitinni á undanförnum mánuðum. Ben Habib, varaleiðtogi flokksins, sagði af sér vegna ágreinings við Farage í nóvember. Flokkurinn kærði Rupert Lowe, einn þingmanna sinna, til lögreglu fyrir ofbeldishótanir í garð Yusuf. Lowe var ekki ákærður fyrir hótanirnar en var settur í bann af flokknum. Bretland Trúmál Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Umbótaflokkurinn fer nú með himinskautum í skoðanakönnunum og mælist reglulega stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands á landsvísu. Hann er aðeins með fimm þingmenn á breska þinginu en gæti komist í ríkisstjórn haldi hann sínu striki. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur gengið á ýmsu í forystusveit flokksins, nú síðast í gær þegar Zia Yusuf, formaður flokksins, sagði skyndilega af sér. Yusuf er ekki þingmaður sjálfur en Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk hann til starfa í fyrra. „Ég tel ekki lengur að það sé góð nýting á tíma mínum að vinna að því að Umbótaflokkurinn nái kjöri og ég segi hér með af mér,“ sagði Yusuf sem gaf ekki frekari skýringar á brotthvarfi sínu. „Heimskulegt“ að spyrja um búrkubann sem flokkurinn aðhyllist ekki sjálfur Afsögnin kom þó beint í kjölfar opinberra deilna Yusuf við Söruh Pochin, þingmann flokksins, eftir að hún spurði Keir Starmer, forsætisráðherra, á þingi hvort að hann væri tilbúinn að banna konum að klæðast búrkum. Margar múslimakonur klæðast búrkum. Starmer sagðist ekki tilbúinn að fylgja Pochin þangað. Skömmu eftir orðaskiptin á þingi gaf Umbótaflokkurinn það út að búrkubann væri ekki á stefnuskrá hans. Yusuf sagði síðan á samfélagsmiðli að hann teldi „heimskulegt“ að stjórnmálaflokkur spyrði forsætisráðherra á þingi út í eitthvað sem flokkurinn hygðist ekki gera sjálfur. Hann er sjálfur múslimi og lýsir sjálfum sér sem „breskum íslömskum föðurlandsvini“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Farage sagðist harma brotthvarf Yusuf. Hann hefði greinilega verið kominn með nóg af streitu stjórnmálanna. Brotthvarf Yusuf er enn ein uppákoman í forystusveitinni á undanförnum mánuðum. Ben Habib, varaleiðtogi flokksins, sagði af sér vegna ágreinings við Farage í nóvember. Flokkurinn kærði Rupert Lowe, einn þingmanna sinna, til lögreglu fyrir ofbeldishótanir í garð Yusuf. Lowe var ekki ákærður fyrir hótanirnar en var settur í bann af flokknum.
Bretland Trúmál Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“