Ásthildur Lóa skammar þingheim Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2025 11:44 Ásthildur Lóa og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Ásthildur Lóa sagðist ekki hafa fylgst með á þeim tíma sem hún var frá þinginu, en svo kveikti hún á þingrásinni og henni ofbauð. vísir/vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins skammaði stjórnarandstöðuna í sinni fyrstu ræðu eftir hlé frá þingstörfum. Ásthildur Lóa var á mælendaskrá í dagskrárliðnum Störf þingsins en þetta er fyrsta ræða þingræða hennar eftir að hún tók sér hlé í kjölfar þess að hún sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra. Hún notaði tækifærið og skammaði stjórnarandstöðuna. Ásthildur tók sæti á Alþingi á ný 26. maí en sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn eftir að greint hafi verið frá því að hún hefði eignast barn með sautján ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri. Daginn eftir var greint frá því á þingfundi að hún myndi ekki sinna þingstörfum á næstunni. „Ég hef yfirleitt frá því ég var kosin á þing verið stolt af því að vera alþingismaður, stolt af því trausti sem mér hefur verið sýnt af kjósendum hef bara verið stolt af störfum mínum og míns flokks í þinginu.“ Ásthildur Lóa tók sér stutt hlé en sagði þá það því miður svo að stjórnmálamenn njóti oft ekki trausts í samfélaginu. „Það er mjög miður því við erum að sinna mjög mikilvægum störfum. Og það skiptir máli að okkur sé treyst.“ En það sem fólk horfir til er framganga stjórnmálamanna og þar er pottur brotinn, að mati Ásthildar Lóu. Þingkonan sagði alla vita að hún hafi dregið sig frá þingstörfum í nokkrar vikur. Og fylgdist ekki mikið með. „En ég kveikti einn þriðjudag og horfði á þingið. Og mér bara ofbauð. Það fóru held ég tveir tímar í fundarstjórn, og svo sex tímar í umræðu um fríverslunarsamning við Tæland.“ Ásthildur Lóa sagði að þetta hefði fólk horft upp á ítrekað. Minnihlutar oft beiti oft því sem kallað er málþóf en er það bara til að tefja eða eru þar undir mál sem liggur fólki á hjarta? Ásthildur Lóa virtist vera komin úr æfingu í þingmennskunni því þarna var ræðutími hennar í þessum tiltekna dagskrárlið úti, hún sagðist hafa svo miklu meira að segja um þetta tiltekna efni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ásthildur Lóa var á mælendaskrá í dagskrárliðnum Störf þingsins en þetta er fyrsta ræða þingræða hennar eftir að hún tók sér hlé í kjölfar þess að hún sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra. Hún notaði tækifærið og skammaði stjórnarandstöðuna. Ásthildur tók sæti á Alþingi á ný 26. maí en sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn eftir að greint hafi verið frá því að hún hefði eignast barn með sautján ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri. Daginn eftir var greint frá því á þingfundi að hún myndi ekki sinna þingstörfum á næstunni. „Ég hef yfirleitt frá því ég var kosin á þing verið stolt af því að vera alþingismaður, stolt af því trausti sem mér hefur verið sýnt af kjósendum hef bara verið stolt af störfum mínum og míns flokks í þinginu.“ Ásthildur Lóa tók sér stutt hlé en sagði þá það því miður svo að stjórnmálamenn njóti oft ekki trausts í samfélaginu. „Það er mjög miður því við erum að sinna mjög mikilvægum störfum. Og það skiptir máli að okkur sé treyst.“ En það sem fólk horfir til er framganga stjórnmálamanna og þar er pottur brotinn, að mati Ásthildar Lóu. Þingkonan sagði alla vita að hún hafi dregið sig frá þingstörfum í nokkrar vikur. Og fylgdist ekki mikið með. „En ég kveikti einn þriðjudag og horfði á þingið. Og mér bara ofbauð. Það fóru held ég tveir tímar í fundarstjórn, og svo sex tímar í umræðu um fríverslunarsamning við Tæland.“ Ásthildur Lóa sagði að þetta hefði fólk horft upp á ítrekað. Minnihlutar oft beiti oft því sem kallað er málþóf en er það bara til að tefja eða eru þar undir mál sem liggur fólki á hjarta? Ásthildur Lóa virtist vera komin úr æfingu í þingmennskunni því þarna var ræðutími hennar í þessum tiltekna dagskrárlið úti, hún sagðist hafa svo miklu meira að segja um þetta tiltekna efni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels