Auðlindarentan heim í hérað Arna Lára Jónsdóttir skrifar 6. júní 2025 12:31 Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Verkefnin sem fengu styrk í ár eru fjölbreytt innviðaverkefni í þessum samfélögum á sviði brunavarna, skóla- og íþróttamannvirkja, vatns- og fráveituverkefni svo dæmi séu tekin. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að innheimta eigi réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Úthlutun fiskeldissjóðs er fyrirtaksdæmi um slíkt. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar fiskeldissjóðs í þá átt að sveitarfélögin þurfi ekki að skrifa umsóknir til sjóðsins heldur fái fullt vald yfir því að ákveða sjálf hvaða verkefni eru mikilvæg í þeirra samfélagi. Við verðum þó að gera meira. Ríkisstjórnin hyggur á frekari aðgerðir í þessum anda. Í því tilliti má nefna áform innviðaráðherra um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga sem eru til umsagnar í samráðsgátt. Þau fjalla um skattlagningu orkumannvirkja og afnám á undanþágu rafveitna frá fasteignamati. Auknar skatttekjur vegna orkumannvirkja munu styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og gera þeim kleift að veita íbúum öfluga þjónustu og byggja upp innviði til framtíðar. Þar er markmiðið að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. orkuframleiðslu, geti skilað sér í ríkari mæli til nærsamfélagsins. Í undirbúningi er jafnframt frumvarp um auðlindagjald í ferðaþjónustu, sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. Mikilvægt er að þær tekjur skili sér í uppbyggingu ferðamannastaða, til að styrkja innviði og þjónustu í greininni. Það er ekki hægt að tala um auðlindagjöld og nærsamfélög án þess að nefna hækkun veiðigjalda sem nú er til umræðu í þinginu. Skýrar fyrirætlanir eru um að þær tekjur sem koma vegna hækkunar veiðigjalda skili sér í bættum innviðum, og nú þegar hefur verið tilkynnt um þriggja milljarða króna aukafjárveitingu í viðhald vega strax á þessu ári og í fjármálaáætlun en gert ráð fyrir sjö milljörðum króna til viðbótar í vegbætur á árinu 2026 og svo aukum við í. Það skiptir máli hvaða sögu við ætlum að segja. Samfélög verða að fá að njóta auðlinda sinna í ríkari mæli. Mörg þessara svæða hafa glímt við fábreytt atvinnulíf, lélega innviði og þverrandi þjónustu í heimabyggð í gegnum árin. Með því að nærsamfélög njóti af auðlindum sínum er hægt að byggja upp sterk samfélög með öfluga og samkeppnishæfa innviði um land allt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingin Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Verkefnin sem fengu styrk í ár eru fjölbreytt innviðaverkefni í þessum samfélögum á sviði brunavarna, skóla- og íþróttamannvirkja, vatns- og fráveituverkefni svo dæmi séu tekin. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að innheimta eigi réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Úthlutun fiskeldissjóðs er fyrirtaksdæmi um slíkt. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar fiskeldissjóðs í þá átt að sveitarfélögin þurfi ekki að skrifa umsóknir til sjóðsins heldur fái fullt vald yfir því að ákveða sjálf hvaða verkefni eru mikilvæg í þeirra samfélagi. Við verðum þó að gera meira. Ríkisstjórnin hyggur á frekari aðgerðir í þessum anda. Í því tilliti má nefna áform innviðaráðherra um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga sem eru til umsagnar í samráðsgátt. Þau fjalla um skattlagningu orkumannvirkja og afnám á undanþágu rafveitna frá fasteignamati. Auknar skatttekjur vegna orkumannvirkja munu styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og gera þeim kleift að veita íbúum öfluga þjónustu og byggja upp innviði til framtíðar. Þar er markmiðið að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. orkuframleiðslu, geti skilað sér í ríkari mæli til nærsamfélagsins. Í undirbúningi er jafnframt frumvarp um auðlindagjald í ferðaþjónustu, sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. Mikilvægt er að þær tekjur skili sér í uppbyggingu ferðamannastaða, til að styrkja innviði og þjónustu í greininni. Það er ekki hægt að tala um auðlindagjöld og nærsamfélög án þess að nefna hækkun veiðigjalda sem nú er til umræðu í þinginu. Skýrar fyrirætlanir eru um að þær tekjur sem koma vegna hækkunar veiðigjalda skili sér í bættum innviðum, og nú þegar hefur verið tilkynnt um þriggja milljarða króna aukafjárveitingu í viðhald vega strax á þessu ári og í fjármálaáætlun en gert ráð fyrir sjö milljörðum króna til viðbótar í vegbætur á árinu 2026 og svo aukum við í. Það skiptir máli hvaða sögu við ætlum að segja. Samfélög verða að fá að njóta auðlinda sinna í ríkari mæli. Mörg þessara svæða hafa glímt við fábreytt atvinnulíf, lélega innviði og þverrandi þjónustu í heimabyggð í gegnum árin. Með því að nærsamfélög njóti af auðlindum sínum er hægt að byggja upp sterk samfélög með öfluga og samkeppnishæfa innviði um land allt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun