Rekinn frá Tottenham Aron Guðmundsson skrifar 6. júní 2025 15:50 Undir stjórn Postecoglou vann Tottenham Evrópudeildina á nýafstöðnu tímabili Vísir/Getty Ange Postecoglou hefur verið rekinn úr starfi þjálfara enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham. Þetta fullyrða breskir miðlar rétt í þessu en búist er við tilkynningu frá Tottenham innan skamms varðandi þetta. Uppfært 16:08 - Tottenham hefur nú gefið út yfirlýsingu þar sem brotthvarf Ange Postecoglou er staðfest. Í yfirlýsingu Tottenham segir að eftir yfirferð á árangri og frammistöðu liðsins á síðasta tímabili sé ákvörðunin sú að láta Postecoglou fara. Ákvörðunin sé tekin með hag félagsins að leiðarljósi. Ekki sé hægt að líta fram hjá döprum árangri í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili Undir stjórn Postecoglou vann Tottenham Evrópudeildina á nýafstöðnu tímabili og batt þar með enda á sautján ára titlalausa göngu en gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni var á sama tíma hins vegar alls ekki gott. Tottenham lauk þar leik í 17.sæti og hefur aldrei í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sótt eins fá stig (38) og á síðasta tímabili. Forráðamenn Tottenham segja að þrátt fyrir sigurinn í Evrópudeildinni sé ekki hægt að láta góðu tilfinningarnar tengdum þeim árangri ráða för inn í framtíðina. Sigurinn í Evrópudeildinni sér til þess að Tottenham mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, það sem og aðrir þættir virðast hafa ýtt forráðamönnum félagsins í þá átt að betra væri að fá inn nýjan þjálfara til þess að leiða liðið áfram inn í það tímabil. Akkúrat tvö ár hafa liðið upp á dag síðan að Postecoglou tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham en þar áður hafði hann verið þjálfari skoska liðsins Celtic. Þjálfari Hákonar þykir líklegastur í starfið Nú þegar eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum hjá Tottenham. Þar þykir Daninn Thomas Frank, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford vera líklegastur til þess að vera ráðinn inn. Thomas Frank á hliðarlínunniVísir/Getty Undir stjórn Frank tryggði Brentford sér sæti í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og hefur síðan þá fest sig í sessi í deildinni og spilað afar heillandi fótbolta á köflum. Frank hefur stýrt Brentford síðan árið 2018 en þar áður var hann þjálfari Bröndby ásamt því að hafa fyrir það þjálfað yngri landslið Danmerkur. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er leikmaður Brentford. Aðrir þjálfarar sem eru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá Tottenham eru Marco Silva þjálfari Fulham og Oliver Glasner þjálfari ensku bikarmeistaranna í Crystal Palace. Fréttin verður uppfærð Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Þetta fullyrða breskir miðlar rétt í þessu en búist er við tilkynningu frá Tottenham innan skamms varðandi þetta. Uppfært 16:08 - Tottenham hefur nú gefið út yfirlýsingu þar sem brotthvarf Ange Postecoglou er staðfest. Í yfirlýsingu Tottenham segir að eftir yfirferð á árangri og frammistöðu liðsins á síðasta tímabili sé ákvörðunin sú að láta Postecoglou fara. Ákvörðunin sé tekin með hag félagsins að leiðarljósi. Ekki sé hægt að líta fram hjá döprum árangri í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili Undir stjórn Postecoglou vann Tottenham Evrópudeildina á nýafstöðnu tímabili og batt þar með enda á sautján ára titlalausa göngu en gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni var á sama tíma hins vegar alls ekki gott. Tottenham lauk þar leik í 17.sæti og hefur aldrei í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sótt eins fá stig (38) og á síðasta tímabili. Forráðamenn Tottenham segja að þrátt fyrir sigurinn í Evrópudeildinni sé ekki hægt að láta góðu tilfinningarnar tengdum þeim árangri ráða för inn í framtíðina. Sigurinn í Evrópudeildinni sér til þess að Tottenham mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, það sem og aðrir þættir virðast hafa ýtt forráðamönnum félagsins í þá átt að betra væri að fá inn nýjan þjálfara til þess að leiða liðið áfram inn í það tímabil. Akkúrat tvö ár hafa liðið upp á dag síðan að Postecoglou tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham en þar áður hafði hann verið þjálfari skoska liðsins Celtic. Þjálfari Hákonar þykir líklegastur í starfið Nú þegar eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum hjá Tottenham. Þar þykir Daninn Thomas Frank, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford vera líklegastur til þess að vera ráðinn inn. Thomas Frank á hliðarlínunniVísir/Getty Undir stjórn Frank tryggði Brentford sér sæti í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og hefur síðan þá fest sig í sessi í deildinni og spilað afar heillandi fótbolta á köflum. Frank hefur stýrt Brentford síðan árið 2018 en þar áður var hann þjálfari Bröndby ásamt því að hafa fyrir það þjálfað yngri landslið Danmerkur. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er leikmaður Brentford. Aðrir þjálfarar sem eru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá Tottenham eru Marco Silva þjálfari Fulham og Oliver Glasner þjálfari ensku bikarmeistaranna í Crystal Palace. Fréttin verður uppfærð
Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira