Grófu látin og særð börn upp úr rústum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2025 19:33 Fyrir utan hina látnu er áætlað að um tvær milljónir Palestínumanna á Gasa séu á flótta eða á vergangi, meðal annars þetta fólk sem í dag var myndað í Rafah. AP Photo/Jehad Alshrafi Minnst 95 eru sagðir látnir í árásum Ísraelshers á Gasa síðasta sólarhringinn. Aðstandendur ísraelskra gísla í haldi Hamas kalla eftir að ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum. Viðbragðsaðilar, aðstandendur og nágrannar leituðu í örvæntingu að börnum og öðrum ástvinum undir braki sundur sprengdra bygginga í dag, eftir enn eina árás Ísraelshers í Gasaborg í dag. Minnst sex, þar á meðal börn, eru sögð hafa látist í árásinni. Einu barni var bjargað á lífi en myndir frá vettvangi sýna föður hlaupa með barnið í hendur viðbragðsaðila. Lík tveggja barna til viðbótar voru dregin upp úr rústunum. Þá fór meðal annars einnig fram jarðarför móður og fimm barna hennar annars staðar í Gasa-borg í dag. Fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar í dag að sólarhringinn hafa hátt í hundrað verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas. Ísraelar segjast með árásum sínum vera að bregðast við villimannslegum árásum Hamas-liða. Þá greindi Ísraelsher frá því að tekist hafi að endurheimta lík tveggja taílenskra gísla, sem teknir voru til fanga í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael í október 2023. Aðstandendur gísla ósáttir við Netanjahú Talið er að 56 gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af aðeins helmingur á lífi. Aðstandendur gíslanna hafa sumir kallað eftir því að Ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum sínum. Einn þeirra er Zahiro Shahar Mor, en frændi hans Avraham Munder lést í haldi Hamas. „Það er öllum kunnugt að Hamas hefur verið sigrað hernaðarlega. Hvað á eftir að gera á Gasa sem ekki hefur verið gert? Við gætum fengið gíslana heim ef Netanjahú samþykkti einfaldlega að binda enda á stríðið. Því krefjumst við þess að Netanjahú leggi fram tillögu Ísraels um að ljúka stríðinu,“ sagði Zahiro Shahar Mor sem tók þátt í mótmælum aðstandenda ísraelskra gísla í dag. Áætlað er að Ísraelar hafi drepið um 54 þúsund Palestínumenn í hernaðaraðgerðum síðan í október 2023, en þar undir eru bæði hryðjuverkamenn Hamas og almennir borgarar. Dreifing matar og hjálpargangna hefur jafnframt verið í uppnámi að undanförnu, meðal annars þar sem Ísraelsher hefur heft aðgengi hjálparsamtaka inn á svæðið, auk þess sem dæmi eru um að Ísraelskir hermenn hafi skotið að fólki á dreifingarmiðstöð hjálpargagna. Fleiri hundruð biðu í röð eftir mat í súpueldhúsi á Gasa í dag, en nú stendur yfir Eid-hátíðin, ein sú mikilvægasta sem múslimar halda hátíðlega ár hvert. Íslenskir mótmælendur létu í sér heyra með þögn Félagið Ísland Palestína boðaði til þögullar mótmælagöngu í dag í þeim tilgangi að vekja athygli á því hörmulega ástandi sem nú ríkir á Gasa. Fólk safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem gengið var niður á Lækjartorg. Nokkrir þátttakenda gengu með hvíta böggla, sem eiga að tákna þann fjölda barna sem hafa verið drepin á Gasa. Hópurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Viðbragðsaðilar, aðstandendur og nágrannar leituðu í örvæntingu að börnum og öðrum ástvinum undir braki sundur sprengdra bygginga í dag, eftir enn eina árás Ísraelshers í Gasaborg í dag. Minnst sex, þar á meðal börn, eru sögð hafa látist í árásinni. Einu barni var bjargað á lífi en myndir frá vettvangi sýna föður hlaupa með barnið í hendur viðbragðsaðila. Lík tveggja barna til viðbótar voru dregin upp úr rústunum. Þá fór meðal annars einnig fram jarðarför móður og fimm barna hennar annars staðar í Gasa-borg í dag. Fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar í dag að sólarhringinn hafa hátt í hundrað verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas. Ísraelar segjast með árásum sínum vera að bregðast við villimannslegum árásum Hamas-liða. Þá greindi Ísraelsher frá því að tekist hafi að endurheimta lík tveggja taílenskra gísla, sem teknir voru til fanga í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael í október 2023. Aðstandendur gísla ósáttir við Netanjahú Talið er að 56 gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af aðeins helmingur á lífi. Aðstandendur gíslanna hafa sumir kallað eftir því að Ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum sínum. Einn þeirra er Zahiro Shahar Mor, en frændi hans Avraham Munder lést í haldi Hamas. „Það er öllum kunnugt að Hamas hefur verið sigrað hernaðarlega. Hvað á eftir að gera á Gasa sem ekki hefur verið gert? Við gætum fengið gíslana heim ef Netanjahú samþykkti einfaldlega að binda enda á stríðið. Því krefjumst við þess að Netanjahú leggi fram tillögu Ísraels um að ljúka stríðinu,“ sagði Zahiro Shahar Mor sem tók þátt í mótmælum aðstandenda ísraelskra gísla í dag. Áætlað er að Ísraelar hafi drepið um 54 þúsund Palestínumenn í hernaðaraðgerðum síðan í október 2023, en þar undir eru bæði hryðjuverkamenn Hamas og almennir borgarar. Dreifing matar og hjálpargangna hefur jafnframt verið í uppnámi að undanförnu, meðal annars þar sem Ísraelsher hefur heft aðgengi hjálparsamtaka inn á svæðið, auk þess sem dæmi eru um að Ísraelskir hermenn hafi skotið að fólki á dreifingarmiðstöð hjálpargagna. Fleiri hundruð biðu í röð eftir mat í súpueldhúsi á Gasa í dag, en nú stendur yfir Eid-hátíðin, ein sú mikilvægasta sem múslimar halda hátíðlega ár hvert. Íslenskir mótmælendur létu í sér heyra með þögn Félagið Ísland Palestína boðaði til þögullar mótmælagöngu í dag í þeim tilgangi að vekja athygli á því hörmulega ástandi sem nú ríkir á Gasa. Fólk safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem gengið var niður á Lækjartorg. Nokkrir þátttakenda gengu með hvíta böggla, sem eiga að tákna þann fjölda barna sem hafa verið drepin á Gasa. Hópurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira