Var ekki rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun: Ég fór sjálf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 08:30 Luana Alonso er búin að setja sundhettuna upp á hillu þrátt fyrir að vera bara tvítug. Hún náði þó að keppa á tveimur Ólympíuleikum. @luanalonsom Paragvæska sundkonan Luana Alonso kom sér í fréttirnar á Ólympíuleikunum í París í fyrra en þó ekki fyrir góðan árangur í sundlauginni heldur vegna þess sem gerðist utan hennar. Alonso hefur nú stigið fram, næstum því ári eftir leikana, og segir að fréttir um brottrekstur sinn úr Ólympíuþorpinu hafi verið tilbúningur og falskar fréttir. Alonso átti að hafa verið rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun og að búa til óheppilegt andrúmsloft innan paragvæska Ólympíuhópsins. Hin 21 árs gamla Alonso keppti í 100 metra flugsundi á leikunum en komst ekki í undanúrslit. Strax eftir sundið þá tilkynnti hún að hún væri hætt að synda. Hún beið í ellefu mánuði eftir að skýra sitt mál. „Við skulum hafa eitt á hreinu. Ég fór sjálf og sjálfviljug úr Ólympíuþorpinu. Ég var ekki rekin þaðan,“ skrifaði Alonso á samfélagsmiðla. Aftonbladet segir frá. Alonso átti að hafa verið til vandræða eftir að henni mistókst að komst áfram og þátttöku hennar var lokið á leikunum. Hún fór meðal annars í dagsferð í Disneyland í stað þessa að styðja við bakið á liðfélögum sínum í lauginni. Forráðamenn paragvæska Ólympíuhópsins voru ósáttir með það ekki síst þar sem hún sýndi mikið frá ævintýrum sínum á samfélagmiðlum. Alonso er ekki sátt með þá mynd sem var máluð af henni eftir brottför hennar úr Ólympíuþorpinu. „Paragvæska Ólympíunefndin hélt því fram að ég hefði búið til óviðunandi andrúmsloft vegna þess að ég vildi ekki synda lengur. Þeir reyndu að taka af mér aðganginn að þorpinu en þeir höfðu engan rétt til þess. Ég ákvað að láta hann af hendi og að þeirra mati þá var það óviðeigandi,“ skrifaði Alonso. Framkoma hennar og klæðaburður ásamt samskiptum hennar við annað íþróttafólk, þótti líka hafa truflandi áhrif í Ólympíuþorpinu. Alonso var líka með mörg augu fjölmiðla á sér enda með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Alonso er íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. „Ég er að hugsa um það að leita til lögfræðinga og lögsækja þau tímarit og þá fjölmiðla sem dreifðu ósönnum sögusögnum um mig eins og það að ég hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu. Virkilega? Hverjum datt svona vitleysa eiginlega í hug? Það er ekki satt,“ skrifaði Alonso. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Alonso hefur nú stigið fram, næstum því ári eftir leikana, og segir að fréttir um brottrekstur sinn úr Ólympíuþorpinu hafi verið tilbúningur og falskar fréttir. Alonso átti að hafa verið rekin úr Ólympíuþorpinu fyrir óviðeigandi hegðun og að búa til óheppilegt andrúmsloft innan paragvæska Ólympíuhópsins. Hin 21 árs gamla Alonso keppti í 100 metra flugsundi á leikunum en komst ekki í undanúrslit. Strax eftir sundið þá tilkynnti hún að hún væri hætt að synda. Hún beið í ellefu mánuði eftir að skýra sitt mál. „Við skulum hafa eitt á hreinu. Ég fór sjálf og sjálfviljug úr Ólympíuþorpinu. Ég var ekki rekin þaðan,“ skrifaði Alonso á samfélagsmiðla. Aftonbladet segir frá. Alonso átti að hafa verið til vandræða eftir að henni mistókst að komst áfram og þátttöku hennar var lokið á leikunum. Hún fór meðal annars í dagsferð í Disneyland í stað þessa að styðja við bakið á liðfélögum sínum í lauginni. Forráðamenn paragvæska Ólympíuhópsins voru ósáttir með það ekki síst þar sem hún sýndi mikið frá ævintýrum sínum á samfélagmiðlum. Alonso er ekki sátt með þá mynd sem var máluð af henni eftir brottför hennar úr Ólympíuþorpinu. „Paragvæska Ólympíunefndin hélt því fram að ég hefði búið til óviðunandi andrúmsloft vegna þess að ég vildi ekki synda lengur. Þeir reyndu að taka af mér aðganginn að þorpinu en þeir höfðu engan rétt til þess. Ég ákvað að láta hann af hendi og að þeirra mati þá var það óviðeigandi,“ skrifaði Alonso. Framkoma hennar og klæðaburður ásamt samskiptum hennar við annað íþróttafólk, þótti líka hafa truflandi áhrif í Ólympíuþorpinu. Alonso var líka með mörg augu fjölmiðla á sér enda með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum. Alonso er íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. „Ég er að hugsa um það að leita til lögfræðinga og lögsækja þau tímarit og þá fjölmiðla sem dreifðu ósönnum sögusögnum um mig eins og það að ég hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu. Virkilega? Hverjum datt svona vitleysa eiginlega í hug? Það er ekki satt,“ skrifaði Alonso.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira