Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 14:02 Heimir Hallgrímsson var brosmildur á blaðmannafundi írska knattspyrnusambandsins. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra en hann gagnrýndi það að írska liðið sé að spila vináttulandsleik við afrískt landslið til að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM. Írar gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttulandsleik á föstudaginn en mæta svo Lúxemborg á þriðjudaginn. „Ég skil ekki af hverju liðið er að spila við Senegal vitandi að við erum að fara spila við Danmörku eða Portúgal,“ sagði Brian Kerr. „Næstu leikir okkar eru Ungverjaland, Danmörk, Portúgal og Armenía. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Kerr. Blaðamaður Irish Times rifjaði það líka upp að írska landsliðið hefði spilað við Ástralíu, Kanada, Brasilíu, Nígeríu, Jamaíka og Kína í vináttuleikjum í kringum leiki í undankeppni HM þegar Kerr var sjálfur landsliðsþjálfari. Ummæli Kerr voru borin undir Heimi. „Ég skal svara þessu enda lítið mál að gera það,“ sagði Heimir. „Í fyrsta lagi þá var það mjög erfitt að finna mótherja í þessum glugga af því að margar þjóðir eru að spila í undankeppni HM og aðrar voru búnir að skipuleggja vináttulandsleiki. Það var því ekki margt í boði,“ sagði Heimir. „Senegal var að spila við England og er heimsklassalið. Við viljum mæta sterku liði og þeir voru líklegast öflugasta landsliðið í boði fyrir okkur í þessum glugga,“ sagði Heimir. „Það hefði ekki verið gott fyrir okkur að mæta tveimur þjóðum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum. Það væri ekki sami undirbúningur,“ sagði Heimir en seinni leikurinn er á móti Lúxemborg. „Að mæta ólíkum mótherjum er líka heilbrigt og krefjandi fyrir okkar leikmenn enda öðruvísi ógnir inn á vellinum og við getum þróað okkar leik gegn þeim,“ sagði Heimir. „Ef við komust síðan á HM þá þurfum við að mæta þjóðum frá Afríku, Asíu þannig að þetta er góður undirbúningur,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra en hann gagnrýndi það að írska liðið sé að spila vináttulandsleik við afrískt landslið til að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM. Írar gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttulandsleik á föstudaginn en mæta svo Lúxemborg á þriðjudaginn. „Ég skil ekki af hverju liðið er að spila við Senegal vitandi að við erum að fara spila við Danmörku eða Portúgal,“ sagði Brian Kerr. „Næstu leikir okkar eru Ungverjaland, Danmörk, Portúgal og Armenía. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Kerr. Blaðamaður Irish Times rifjaði það líka upp að írska landsliðið hefði spilað við Ástralíu, Kanada, Brasilíu, Nígeríu, Jamaíka og Kína í vináttuleikjum í kringum leiki í undankeppni HM þegar Kerr var sjálfur landsliðsþjálfari. Ummæli Kerr voru borin undir Heimi. „Ég skal svara þessu enda lítið mál að gera það,“ sagði Heimir. „Í fyrsta lagi þá var það mjög erfitt að finna mótherja í þessum glugga af því að margar þjóðir eru að spila í undankeppni HM og aðrar voru búnir að skipuleggja vináttulandsleiki. Það var því ekki margt í boði,“ sagði Heimir. „Senegal var að spila við England og er heimsklassalið. Við viljum mæta sterku liði og þeir voru líklegast öflugasta landsliðið í boði fyrir okkur í þessum glugga,“ sagði Heimir. „Það hefði ekki verið gott fyrir okkur að mæta tveimur þjóðum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum. Það væri ekki sami undirbúningur,“ sagði Heimir en seinni leikurinn er á móti Lúxemborg. „Að mæta ólíkum mótherjum er líka heilbrigt og krefjandi fyrir okkar leikmenn enda öðruvísi ógnir inn á vellinum og við getum þróað okkar leik gegn þeim,“ sagði Heimir. „Ef við komust síðan á HM þá þurfum við að mæta þjóðum frá Afríku, Asíu þannig að þetta er góður undirbúningur,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00