„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2025 13:35 Michael O'Neill fagnar því að Eiður Smári spili ekki með Íslandi á morgun en hann var magnaður í leik á þessum velli fyrir 19 árum. Samsett/Getty Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Michael O‘Neill sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Windsor Park eftir hádegisæfingu norður-írska liðsins á vellinum í dag. O‘Neill kveðst meðvitaður um hættuna sem stafar af íslenska liðinu eftir góðan sigur Íslands á Skotum á föstudagskvöldið var. Liðin tvö eru að mætast í fyrsta skipti í tæp 20 ár en Ísland mætti Norður-Írum hér á Windsor Park árið 2006 í fyrsta leik í undankeppni EM 2008. Ísland vann leikinn 3-0 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea og hafði unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð þegar kom að leiknum við Norður-Íra haustið 2006. Hann var lang besti leikmaður vallarins í þessum örugga sigri. O‘Neill var spurður af heimamanni á fundi dagsins hvort hann gæti lofað því að Norður-Írar myndu ekki endurtaka leikinn frá því fyrir 19 árum síðan. „Ég get aldrei lofað einu eða neinu. En ég er glaður að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki til staðar í þessari ferð, sagði O'Neill og uppskar hlátur blaðamanna. „Að öðru leyti skal ég lofa því að við gerum allt til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig,“ bætti hann við. O'Neill mun þó þurfa að glíma við einn Guðjohnsen en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, er í íslenska hópnum. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Hampden Park á föstudaginn var. Hugrakkt pressulið Íslands Aðspurður um íslenska liðið og góðan 3-1 sigur á Skotum á föstudaginn var segir O'Neill: „Þeir voru aggressívir í pressunni á útivelli, sem var hugrakkt af þeim. Það kom ef til vill smá á óvart. Leikurinn var erfiður fyrir Skotland. Þeir voru sýndu hugrekki með pressuna og voru verðlaunaðir fyrir það,“ „Það er einnig sterkt hvað þeir geta verið hreyfanlegir og sveigjanlegir með liðið sitt. Þeir stækka völlinn, vilja spila frá markmanni. Við þurfum að glíma við það. En þegar lið spila svona eru einnig möguleikar. Þetta ætti að verða góður leikur,“ sagði O'Neill á blaðamannafundi dagsins. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Michael O‘Neill sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Windsor Park eftir hádegisæfingu norður-írska liðsins á vellinum í dag. O‘Neill kveðst meðvitaður um hættuna sem stafar af íslenska liðinu eftir góðan sigur Íslands á Skotum á föstudagskvöldið var. Liðin tvö eru að mætast í fyrsta skipti í tæp 20 ár en Ísland mætti Norður-Írum hér á Windsor Park árið 2006 í fyrsta leik í undankeppni EM 2008. Ísland vann leikinn 3-0 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea og hafði unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð þegar kom að leiknum við Norður-Íra haustið 2006. Hann var lang besti leikmaður vallarins í þessum örugga sigri. O‘Neill var spurður af heimamanni á fundi dagsins hvort hann gæti lofað því að Norður-Írar myndu ekki endurtaka leikinn frá því fyrir 19 árum síðan. „Ég get aldrei lofað einu eða neinu. En ég er glaður að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki til staðar í þessari ferð, sagði O'Neill og uppskar hlátur blaðamanna. „Að öðru leyti skal ég lofa því að við gerum allt til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig,“ bætti hann við. O'Neill mun þó þurfa að glíma við einn Guðjohnsen en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, er í íslenska hópnum. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Hampden Park á föstudaginn var. Hugrakkt pressulið Íslands Aðspurður um íslenska liðið og góðan 3-1 sigur á Skotum á föstudaginn var segir O'Neill: „Þeir voru aggressívir í pressunni á útivelli, sem var hugrakkt af þeim. Það kom ef til vill smá á óvart. Leikurinn var erfiður fyrir Skotland. Þeir voru sýndu hugrekki með pressuna og voru verðlaunaðir fyrir það,“ „Það er einnig sterkt hvað þeir geta verið hreyfanlegir og sveigjanlegir með liðið sitt. Þeir stækka völlinn, vilja spila frá markmanni. Við þurfum að glíma við það. En þegar lið spila svona eru einnig möguleikar. Þetta ætti að verða góður leikur,“ sagði O'Neill á blaðamannafundi dagsins. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira