Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 09:02 Andrea Bergsdóttir hefur verið einu höggi frá sigurvegaranum á tveimur síðustu mótum LET Access mótaraðarinnar. Getty/Patrick Bolger Andrea Bergsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti á LET Access mótaröðinni í golfi, næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, og hreinlega flogið upp stigalista mótaraðarinnar. Hún jafnaði besta árangur Íslendings um helgina. Andrea hefur á tveimur mótum í röð verið afar nálægt sigri og er núna komin upp í 9. sæti á stigalistanum, úr 55. sæti. Efstu sjö kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og ljóst að Andrea er núna komin af fullum þunga í baráttu um þessi sjö sæti. Andrea hafnaði í þriðja sæti á Montauban mótinu í Frakklandi um helgina og jafnaði þar með besta árangur Íslendings á mótaröðinni því Valdís Þóra Jónsdóttir náði einnig þriðja sæti á móti árið 2016. Andrea var aðeins einu höggi frá efstu tveimur kylfingunum; Reina Fujikawa frá Japan og Amalie Leth-Nissen frá Danmörku. Hún lék hringina þrjá samtals á -6 höggum og fékk 3.375 evrur fyrir að ná 3. sætinu, eða tæplega hálfa milljón króna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Bergsdóttir (@andreabergsdottir) Andrea hafði áður náð 4. sæti á á Santander Golf Tour mótinu í lok maí og var þá einnig aðeins einu höggi frá efstu kylfingum. „Tvær vikur í röð vantaði eitt högg upp á en leikurinn er að batna og gaman að vera aftur í baráttunn! Núna tekur við tími heima til að hvílast og hlaða batteríin,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. Samkvæmt síðu LET Access mótaraðarinnar er Andrea næst skráð á mót í Svíþjóð sem fram fer 25.-28. júní. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Andrea hefur á tveimur mótum í röð verið afar nálægt sigri og er núna komin upp í 9. sæti á stigalistanum, úr 55. sæti. Efstu sjö kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og ljóst að Andrea er núna komin af fullum þunga í baráttu um þessi sjö sæti. Andrea hafnaði í þriðja sæti á Montauban mótinu í Frakklandi um helgina og jafnaði þar með besta árangur Íslendings á mótaröðinni því Valdís Þóra Jónsdóttir náði einnig þriðja sæti á móti árið 2016. Andrea var aðeins einu höggi frá efstu tveimur kylfingunum; Reina Fujikawa frá Japan og Amalie Leth-Nissen frá Danmörku. Hún lék hringina þrjá samtals á -6 höggum og fékk 3.375 evrur fyrir að ná 3. sætinu, eða tæplega hálfa milljón króna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Bergsdóttir (@andreabergsdottir) Andrea hafði áður náð 4. sæti á á Santander Golf Tour mótinu í lok maí og var þá einnig aðeins einu höggi frá efstu kylfingum. „Tvær vikur í röð vantaði eitt högg upp á en leikurinn er að batna og gaman að vera aftur í baráttunn! Núna tekur við tími heima til að hvílast og hlaða batteríin,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. Samkvæmt síðu LET Access mótaraðarinnar er Andrea næst skráð á mót í Svíþjóð sem fram fer 25.-28. júní.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira