Íslandsmeistarasystkinin með bikara sem hafa litið betur út Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2025 11:00 Himar Smári og Lovísa yrðu bæði Íslandsmeistarar með sínum liðum á dögunum. Þau eru systkini og börn Hennings Henningssonar sem varð einnig Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. Vísir/Sigurjón Systkinin Lovísa og Hilmar Smári urðu bæði Íslandsmeistarar í körfubolta á dögunum. Faðir þeirra gerði slíkt hið sama árið 1988. Lovísa Henningsdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum eftir oddaleik um titilinn gegn Njarðvík. Hún meiddist alvarlega snemma á tímabilinu en tók virkan þátt í öllum tímabilinu utan vallar, sem fyrirliði liðsins. Bróðir hennar Hilmar Smári Henningsson varð einnig meistari eftir að hafa lagt Tindastól í oddaleik um titilinn. Hann spilaði aftur á móti allt tímabilið og var einn besti leikmaður Bónus-deildarinnar. Henning Henningsson varð síðan Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. „Þetta fór eiginlega eins vel og hægt var hjá okkur og gaman að við gátum klárað þann stóra á sama ári,“ segir Lovísa. Hilmar segir að ástandið á fjölskyldunni í apríl og maí þegar úrslitakeppninnar stóðu yfir hafi verið nokkuð gott. Stress í kringum heimilið „Við vorum ekkert mikið heima og ég var alltaf að æfa, spila eða í endurhæfingu, pabbi var úti og flaug heim í síðustu tvo leikina. Það var samt auðvitað mikið stress í kringum heimilið okkar,“ segir Hilmar. Þau reyndu að mæta á leiki hjá hvort öðru í úrslitakeppninni en það var erfiðara fyrir Hilmar.„Ég átti erfiðara með það heldur en Lovísa. Við vorum mikið á æfingum og sjálfur að keppa í kringum leikina þeirra. Hún var sjálf komin í frí aðeins á undan og gat mætt og mætti held ég bara á alla leikina,“ segir Hilmar. „Þetta var verra fyrir hann. Þeir fóru alltaf á Krókinn deginum áður og við spiluðum alltaf það kvöld. Hann missti af síðasta leiknum hjá okkur en ég fór bara daginn eftir að við urðum Íslandsmeistarar á Krókinn.“ Systkinin leika bæði í búningi númer fimm, sem Henning var einmitt alltaf á á sínum tíma. „Við fylgjum þeim gamla, hann Henning pabbi okkar var alltaf númer fimm og það kom bara aldrei neitt annað til greina. Ég hef aldrei pælt í því að vera í einhverju öðru númeri en fimm,“ segir Lovísa og tekur Hilmar undir. Gulllitaðir í 25 mínútur „Í yngri flokkum voru reglur. Ég er fæddur árið 2000 og varð þá að vera í sléttri tölu, en það gerðist aldrei. Ég gat aldrei skráð mig númer fimm en pabbi fór þá alltaf bara niður á Ásvelli og talaði við nokkra einstaklinga og síðan kom bara búningurinn og hann var númer fimm og Henningsson að aftan,“ segir Hilmar léttur. Íslandsmeistarabikararnir eru eftirsóttir en hafa munað sinn fífil fegurri í dag. „Þeir eru búnir að fara í gegnum alls konar og þetta gerðist mjög fljótlega. Ég vissi ekki af þessari hefð að litlu kallarnir sem eru að framan og aftan, að taka þá af. Ég fékk allavega að eiga einn og það eru þrír aðrir með aðra kalla. Þeir eru búnir að fara í gegnum nokkrar kampavínssturtur og venjulegar sturtur líka. Þeir lifa enn þá af og eru enn þá standandi,“ segir Hilmar. „Þeir fengu að vera gulllitaðir í góðar tuttugu og fimm mínútur og síðan var farið í sturtu með þá með vatni og kampavíni og þá svona aðeins skolaðist þetta af,“ segir Lovísa. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Lovísa Henningsdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum eftir oddaleik um titilinn gegn Njarðvík. Hún meiddist alvarlega snemma á tímabilinu en tók virkan þátt í öllum tímabilinu utan vallar, sem fyrirliði liðsins. Bróðir hennar Hilmar Smári Henningsson varð einnig meistari eftir að hafa lagt Tindastól í oddaleik um titilinn. Hann spilaði aftur á móti allt tímabilið og var einn besti leikmaður Bónus-deildarinnar. Henning Henningsson varð síðan Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. „Þetta fór eiginlega eins vel og hægt var hjá okkur og gaman að við gátum klárað þann stóra á sama ári,“ segir Lovísa. Hilmar segir að ástandið á fjölskyldunni í apríl og maí þegar úrslitakeppninnar stóðu yfir hafi verið nokkuð gott. Stress í kringum heimilið „Við vorum ekkert mikið heima og ég var alltaf að æfa, spila eða í endurhæfingu, pabbi var úti og flaug heim í síðustu tvo leikina. Það var samt auðvitað mikið stress í kringum heimilið okkar,“ segir Hilmar. Þau reyndu að mæta á leiki hjá hvort öðru í úrslitakeppninni en það var erfiðara fyrir Hilmar.„Ég átti erfiðara með það heldur en Lovísa. Við vorum mikið á æfingum og sjálfur að keppa í kringum leikina þeirra. Hún var sjálf komin í frí aðeins á undan og gat mætt og mætti held ég bara á alla leikina,“ segir Hilmar. „Þetta var verra fyrir hann. Þeir fóru alltaf á Krókinn deginum áður og við spiluðum alltaf það kvöld. Hann missti af síðasta leiknum hjá okkur en ég fór bara daginn eftir að við urðum Íslandsmeistarar á Krókinn.“ Systkinin leika bæði í búningi númer fimm, sem Henning var einmitt alltaf á á sínum tíma. „Við fylgjum þeim gamla, hann Henning pabbi okkar var alltaf númer fimm og það kom bara aldrei neitt annað til greina. Ég hef aldrei pælt í því að vera í einhverju öðru númeri en fimm,“ segir Lovísa og tekur Hilmar undir. Gulllitaðir í 25 mínútur „Í yngri flokkum voru reglur. Ég er fæddur árið 2000 og varð þá að vera í sléttri tölu, en það gerðist aldrei. Ég gat aldrei skráð mig númer fimm en pabbi fór þá alltaf bara niður á Ásvelli og talaði við nokkra einstaklinga og síðan kom bara búningurinn og hann var númer fimm og Henningsson að aftan,“ segir Hilmar léttur. Íslandsmeistarabikararnir eru eftirsóttir en hafa munað sinn fífil fegurri í dag. „Þeir eru búnir að fara í gegnum alls konar og þetta gerðist mjög fljótlega. Ég vissi ekki af þessari hefð að litlu kallarnir sem eru að framan og aftan, að taka þá af. Ég fékk allavega að eiga einn og það eru þrír aðrir með aðra kalla. Þeir eru búnir að fara í gegnum nokkrar kampavínssturtur og venjulegar sturtur líka. Þeir lifa enn þá af og eru enn þá standandi,“ segir Hilmar. „Þeir fengu að vera gulllitaðir í góðar tuttugu og fimm mínútur og síðan var farið í sturtu með þá með vatni og kampavíni og þá svona aðeins skolaðist þetta af,“ segir Lovísa.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira