Örvæntingafullir endó-sjúklingar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. júní 2025 08:32 Það var átakanlegt að hlusta á viðtal Ríkisútvarpsins við unga konu með endómetríósu, endó. Konan er þjökuð af verkjum en fékk ekki sjúkdómsgreiningu fyrr en eftir að hafa gengið á milli lækna í sex ár og verið send heim ítrekað með verkjalyf. Greiningin fékkst loksins á Klíníkinni, en talið er að allt að tíu prósent kvenna þjáist af endó. Í umfjöllun RÚV um málið kom fram að verið sé að semja um greiðsluþátttöku fyrir 100 aðgerðir sem þegar hafa verið framkvæmdar á Klíníkinni. Þegar eru um 100 konur til viðbótar á biðlista eftir aðgerð þar. Því er útlit fyrir að þær þurfi að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna úr eigin vasa, vilji þær fá lausn sinna mála á þessu ári. Endósamtökin, samtök sjúklinga með sjúkdóminn, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessari stöðu. Aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu háð efnahag Á dögunum tók ég upp stöðu þessa viðkvæma sjúklingahóps í sérstakri umræðu um heilbrigðismál í þinginu. Þrautarganga sjúklinga með endó hefur verið með slíkum ólíkindum. Sjúkdómurinn getur valdið hryllilegum verkjum og ófrjósemi og þar til á síðasta kjörtímabili biðu konur lengi – sárþjáðar - eftir opinberri heilbrigðisþjónustu. Langt umfram viðmiðunarmörk landlæknis. Þær sem höfðu efni á, og reyndar líka þær sem höfðu það ekki, gáfust upp á biðinni og greiddu einkaaðilum háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu. Í ákalli til stjórnvalda sögðu Endósamtökin það vera nöturlega staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á Íslandi færi eftir efnahag. Heilbrigðisráðherra Viðreisnar prófaður Mikil bót varð á málum á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra samdi við einkaaðila um þjónustu endó-sjúklinga. Með því styttust biðlistar og endó-sjúklingar urðu jafnsettir í íslensku heilbrigðiskerfi, óháð efnahag. Stjórnmálamenn segjast gjarnan leggja áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og því er staðan sem nú er komin upp mikill prófsteinn á störf nýs heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller. Staðan er sömuleiðis prófsteinn á Samfylkinguna sem hefur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið í sínum málflutningi, en ekki síður á Viðreisn sem ber ábyrgð á setu Ölmu í þessari ríkisstjórn. Mun nýr heilbrigðisráðherra hugsa um hag endó-sjúklinga? Eða munu gamaldags hugsun og fordómar í garð einkaaðila byrgja henni sýn? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Kvenheilsa Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það var átakanlegt að hlusta á viðtal Ríkisútvarpsins við unga konu með endómetríósu, endó. Konan er þjökuð af verkjum en fékk ekki sjúkdómsgreiningu fyrr en eftir að hafa gengið á milli lækna í sex ár og verið send heim ítrekað með verkjalyf. Greiningin fékkst loksins á Klíníkinni, en talið er að allt að tíu prósent kvenna þjáist af endó. Í umfjöllun RÚV um málið kom fram að verið sé að semja um greiðsluþátttöku fyrir 100 aðgerðir sem þegar hafa verið framkvæmdar á Klíníkinni. Þegar eru um 100 konur til viðbótar á biðlista eftir aðgerð þar. Því er útlit fyrir að þær þurfi að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna úr eigin vasa, vilji þær fá lausn sinna mála á þessu ári. Endósamtökin, samtök sjúklinga með sjúkdóminn, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessari stöðu. Aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu háð efnahag Á dögunum tók ég upp stöðu þessa viðkvæma sjúklingahóps í sérstakri umræðu um heilbrigðismál í þinginu. Þrautarganga sjúklinga með endó hefur verið með slíkum ólíkindum. Sjúkdómurinn getur valdið hryllilegum verkjum og ófrjósemi og þar til á síðasta kjörtímabili biðu konur lengi – sárþjáðar - eftir opinberri heilbrigðisþjónustu. Langt umfram viðmiðunarmörk landlæknis. Þær sem höfðu efni á, og reyndar líka þær sem höfðu það ekki, gáfust upp á biðinni og greiddu einkaaðilum háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu. Í ákalli til stjórnvalda sögðu Endósamtökin það vera nöturlega staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á Íslandi færi eftir efnahag. Heilbrigðisráðherra Viðreisnar prófaður Mikil bót varð á málum á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra samdi við einkaaðila um þjónustu endó-sjúklinga. Með því styttust biðlistar og endó-sjúklingar urðu jafnsettir í íslensku heilbrigðiskerfi, óháð efnahag. Stjórnmálamenn segjast gjarnan leggja áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og því er staðan sem nú er komin upp mikill prófsteinn á störf nýs heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller. Staðan er sömuleiðis prófsteinn á Samfylkinguna sem hefur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið í sínum málflutningi, en ekki síður á Viðreisn sem ber ábyrgð á setu Ölmu í þessari ríkisstjórn. Mun nýr heilbrigðisráðherra hugsa um hag endó-sjúklinga? Eða munu gamaldags hugsun og fordómar í garð einkaaðila byrgja henni sýn? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun