Íslendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa foreldra“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 23:24 Fjöldi fólks mætti á minningarathöfn í miðborg Grenz í kvöld. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Austurríki. EPA Íslensk kona búsett í Graz segir borgina alla í áfalli eftir atburði dagsins en ellefu eru látnir og tugir særðir eftir skotárás á menntaskóla í borginni í morgun. Sjálf á hún tvö börn sem ganga í aðra menntaskóla í borginni. Hún segir árásina ýfa upp gömul sár en tíu ár eru síðan þrír létust í annarri árás í Graz. „Þetta er rosalegt áfall, maður trúir þessu ekki. Þetta er raunveruleiki sem maður nær ekki utan um,“ segir Þóra Margrét Guðmundsdóttir, sem búsett er í Graz í Austurríki, í samtali við fréttastofu. Tvö af þremur börnum hennar ganga í aðra menntaskóla í borginni. Fékk skilaboð frá vinnufélaga Þóra Margrét var að vinna heima hjá sér í morgun þegar hún fékk skilaboð frá vinnufélaga hún er spurð hvort börnin hennar séu nokkuð í BORG-menntaskólanum við Dreierschützengasse. Þegar hún opnaði vefmiðlana áttaði hún sig á því hvað gengi á. „Það voru margir sem höfðu samband við mig, fólk veit náttúrlega ekki nákvæmlega í hvaða skóla börnin mín eru,“ segir Þóra Margrét. Stúdentspróf standa nú yfir í menntaskólum Graz þannig að í einhverjum skólum var frídagur í dag en öðrum ekki. Dóttir hennar var til að mynda í fríi en ekki sonur hennar. Sonurinn kom fyrr heim úr skólanum vegna árásarinnar. Þóra Margrét Guðmundsdóttir er búsett í Graz. EPA „Þegar maður er sjálfur með börn á þessum aldri getum við sett okkur í spor foreldra sem komu að ná í börnin sín og þurftu að bíða eftir upplýsingum um þau,“ segir Þóra. „Maður brotnar niður við að hugsa um þessa foreldra.“ Árásarmaðurinn er meðal ellefu látinna eftir skotárásina. Hann er sagður fyrrverandi nemandi við skólann sem taldi sig þolanda eineltis í skólanum. Þýskir miðlar segja að hann hafi svipt lífi í kjölfar árásarinnar og fundist látinn inni á salerni skólans. Þóra telur líklegt að árásin muni hafa áhrif á bæði öryggismál og vopnalög í landinu en einnig mál tengd einelti. „Ef það kemur í ljós að einelti hefur komið þessu af stað verður líklegast líka reynt að passa upp á hvernig krökkunum líður í skólanum ef einelti er ástæða fyrir því að hann gerir þetta.“ Hún segir árásina jafnframt ýfa upp gömul sár, en nærri slétt tíu ár eru síðan maður ók bíl á hóp fólks í miðbæ Graz með þeim afleiðingum að þrír létust og tugir særðust. Sú árás var gerð þann 20. júní 2015. „Maður er hvergi óhultur þó maður sé í svona öruggri borg.“ Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
„Þetta er rosalegt áfall, maður trúir þessu ekki. Þetta er raunveruleiki sem maður nær ekki utan um,“ segir Þóra Margrét Guðmundsdóttir, sem búsett er í Graz í Austurríki, í samtali við fréttastofu. Tvö af þremur börnum hennar ganga í aðra menntaskóla í borginni. Fékk skilaboð frá vinnufélaga Þóra Margrét var að vinna heima hjá sér í morgun þegar hún fékk skilaboð frá vinnufélaga hún er spurð hvort börnin hennar séu nokkuð í BORG-menntaskólanum við Dreierschützengasse. Þegar hún opnaði vefmiðlana áttaði hún sig á því hvað gengi á. „Það voru margir sem höfðu samband við mig, fólk veit náttúrlega ekki nákvæmlega í hvaða skóla börnin mín eru,“ segir Þóra Margrét. Stúdentspróf standa nú yfir í menntaskólum Graz þannig að í einhverjum skólum var frídagur í dag en öðrum ekki. Dóttir hennar var til að mynda í fríi en ekki sonur hennar. Sonurinn kom fyrr heim úr skólanum vegna árásarinnar. Þóra Margrét Guðmundsdóttir er búsett í Graz. EPA „Þegar maður er sjálfur með börn á þessum aldri getum við sett okkur í spor foreldra sem komu að ná í börnin sín og þurftu að bíða eftir upplýsingum um þau,“ segir Þóra. „Maður brotnar niður við að hugsa um þessa foreldra.“ Árásarmaðurinn er meðal ellefu látinna eftir skotárásina. Hann er sagður fyrrverandi nemandi við skólann sem taldi sig þolanda eineltis í skólanum. Þýskir miðlar segja að hann hafi svipt lífi í kjölfar árásarinnar og fundist látinn inni á salerni skólans. Þóra telur líklegt að árásin muni hafa áhrif á bæði öryggismál og vopnalög í landinu en einnig mál tengd einelti. „Ef það kemur í ljós að einelti hefur komið þessu af stað verður líklegast líka reynt að passa upp á hvernig krökkunum líður í skólanum ef einelti er ástæða fyrir því að hann gerir þetta.“ Hún segir árásina jafnframt ýfa upp gömul sár, en nærri slétt tíu ár eru síðan maður ók bíl á hóp fólks í miðbæ Graz með þeim afleiðingum að þrír létust og tugir særðust. Sú árás var gerð þann 20. júní 2015. „Maður er hvergi óhultur þó maður sé í svona öruggri borg.“
Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira