Björgunarleiðangur fyrir Heimsmarkmiðin Antonio Guterres skrifar 11. júní 2025 11:32 Í þessum mánuði munu leiðtogar koma saman í Sevilla á Spáni til að taka þátt í björgunarleiðangri. Honum er ætlað að að hjálpa til við að lagfæra fjárfestingar heimsins í sjálfbærri þróun. Meira gæti ekki verið í veði. Áratugur er liðinn frá því að Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Þótt ríki heims hafi margsinnis undirgengist skuldbindingar um fjármögnun þeirra, eru tveir þriðju hlutar þeirra á eftir áætlun. Og heimurinn er að bregðast þróunarríkjum sem skortir fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári til þess að hrinda þessum fyrirheitum í framkvæmd fyrir 2030. Fordæmalaus andspyrna Á sama tíma hefur hægst á hjólum efnahagslífsins í heiminum. Viðskiptadeilur færast í vöxt, þróunaraðstoð hefur verið skorin niður en útgjöld til hermála aukist. Á sama tíma sætir alþjóðleg samvinna fordæmalausu mótlæti. Kreppa alþjóðlegrar þróunar er áþreifanleg. Hún mælist í því að fjölskyldur leggjast soltnar til svefns, börn eru ekki bólusett, stúlkur hætta í skóla og heilu samfélögin eru án grundvallarþjónustu. Við verðum að rétta af kúrsinn. Tækifæri til slíks gefst á fjórðu ráðstefnunni um fjármögnun þróunar í Sevilla. Verkefni hennar er að samþykkja metnaðarfulla áætlun með víðtækum alheimsstuðningi við Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Skjótra aðgerða er þörf Slík áætlun þarf að taka á þremur grundvallaratriðum. Í fyrsta lagi þarf Sevilla-ráðstefnan að greiða fyrir fjárstuðningi við þau ríki sem mest þurfa á því að halda. Með hraði. Einstökum ríkjum ber að vera við stjórnvölinn til að leysa úr læðingi fjármagn með þvi að efla tekjuöflun og taka á skattsvikum, peningaþvætti og ólöglegu fjárstreymi. Til þessa þurfa þau að njóta alþjóðlegrar samvinnu. Með þessum hætti fengju þau fjármagn, sem þau þurfa sárlega á að halda til að fjármagna forgangsmál, þar sem áhrifin eru mest. Þau eru menntun, heilsugæsla, atvinna, félagsleg vernd, fæðuöryggi og endurnýjanleg orka. Auka ber fé til útlána Á sama tíma ber þróunarbönkum hvort heldur sem þeir starfa innanlands, í einstökum heimshlutum eða á milliríkja-vettvangi að taka höndum saman til að standa straum af umtalsverðum fjárfestingum. Til þess að svo megi verða þarf að þrefalda getu þeirra til útlána til þess að þróunarríki hafi aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum til lengri tíma. Þessu þurfa að fylgja endurráðstafanir óskilyrtra varasjóða eða sérstakra dráttarréttinda þróunarríkjum til handa helst hjá fjölþjóðabönkum, til að auka áhrifin. Fjárfestingar einkageirans eru einnig þýðingarmiklar. Hægt er afla fjár með því að auðvelda einkafjármagni að styðja þróunarverkefni banka og með því að vinna að lausnum sem milda gjaldeyriskreppur og blanda saman opinberu og einkafjármagn á skilvirkari hátt. Að standa við loforð Einkum og sér í lagi verða fjárveitendur að standa svið loforð sín í þróunarmálum. Í öðru lagi þarf að laga alþjóðlega skuldakerfið. Það er óréttlátt og úr sér gengið. Núverandi lánafyrirkomulag er ósjálfbært og þróunarríki treysta því ekki. Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Afborganir af lánum eru myllusteinn um háls þróunarríkja og gera framþróun að engu. Þær nema 1.4 trilljón dala á ári. Margar ríkisstjórnir verja meira fé til að borga af skuldum en því sem þær verja til nauðsynja á borð við heilbrigðis og menntunar. Í Sevilla ber að stíga áþreifanleg skref til að draga úr lánakostnaði, auðvelda tímabæra endurskipulagningu lána ríkja, sem burðast með ósjálfbærar skuldir. Hindra þarf að skuldakreppa brjótist út. Létta skuldabyrði Í aðdraganda ráðstefnunnar þarf fjöldi ríkja að leggja fram tillögur til að létta á skuldabyrði þróunarríkja. Meðal annars þarf að auðvelda að gera hlé á greiðslum þegar hamfarir ganga yfir. Koma þarf upp heildstæðri lánaskráningu til að tryggja gegnsæi. Betrumbæta þarf aðferðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóðbankans og lánshæfnisfyrirtækja við að meta lánshæfni þróunarríkja. Að lokum þarf fundurinn í Sevilla að efla raddir og auka áhrif þróunarríkja innan alþjóðlega fjármálakerfisins með það fyrir augum að koma betur til móts við þarfir þeirra. Alþjóðlegum fjármálstofunum ber að umbreyta stjórnunar-uppbygginu sinni til að leyfa röddum þróunarlanda að heyrast og greiða fyrir þátttöku þeirra í stjórnun þeirra stofnana sem þeira þurfa á að halda. Réttlátara skattakerfi Veröldin þarf einnig á réttlátara skattakerfi að halda. Allar ríkisstjórnir heims þurfa að koma að hönnun slíks kerfis ekki aðeins þær ríkustu og valdamestu. Einnig væri stofnun félagsskapar lántökuríkja jákvætt skref. Það væri þarfur vettvangur til að stilla saman strengi og miðla reynslu. Þetta myndi vera skref í þá átt að draga úr valda-ójafnvægi.Fundurinn í Sevilla snýst ekki um góðgerðastarf. Hann snýst um réttlæti og að byggja framtíð þar sem ríki geta þrifist, byggt, stundað viðskipti og blómstrað í sameiningu. Heimur okkar er sífellt tengdari innbyrðis. Að skipta honum upp í auðuga og snauða hluta er uppskrift að enn meira óöryggi, sem myndi draga úr framförum hvarvetna. Með endurnýjuðum skuldbindingum og aðgerðum á heimsvísu, getur ráðstefnan í Sevilla skipt sköpum og endurnýjað trú á alþjóðlega samvinnu og skilað árangri í sjálfbærri þróun í þágu fólksins og plánetunnar. Leiðtogar verða að grípa sameiginlega til aðgerða til þess að björgunarleiðangurinn skili árangri. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði munu leiðtogar koma saman í Sevilla á Spáni til að taka þátt í björgunarleiðangri. Honum er ætlað að að hjálpa til við að lagfæra fjárfestingar heimsins í sjálfbærri þróun. Meira gæti ekki verið í veði. Áratugur er liðinn frá því að Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Þótt ríki heims hafi margsinnis undirgengist skuldbindingar um fjármögnun þeirra, eru tveir þriðju hlutar þeirra á eftir áætlun. Og heimurinn er að bregðast þróunarríkjum sem skortir fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári til þess að hrinda þessum fyrirheitum í framkvæmd fyrir 2030. Fordæmalaus andspyrna Á sama tíma hefur hægst á hjólum efnahagslífsins í heiminum. Viðskiptadeilur færast í vöxt, þróunaraðstoð hefur verið skorin niður en útgjöld til hermála aukist. Á sama tíma sætir alþjóðleg samvinna fordæmalausu mótlæti. Kreppa alþjóðlegrar þróunar er áþreifanleg. Hún mælist í því að fjölskyldur leggjast soltnar til svefns, börn eru ekki bólusett, stúlkur hætta í skóla og heilu samfélögin eru án grundvallarþjónustu. Við verðum að rétta af kúrsinn. Tækifæri til slíks gefst á fjórðu ráðstefnunni um fjármögnun þróunar í Sevilla. Verkefni hennar er að samþykkja metnaðarfulla áætlun með víðtækum alheimsstuðningi við Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Skjótra aðgerða er þörf Slík áætlun þarf að taka á þremur grundvallaratriðum. Í fyrsta lagi þarf Sevilla-ráðstefnan að greiða fyrir fjárstuðningi við þau ríki sem mest þurfa á því að halda. Með hraði. Einstökum ríkjum ber að vera við stjórnvölinn til að leysa úr læðingi fjármagn með þvi að efla tekjuöflun og taka á skattsvikum, peningaþvætti og ólöglegu fjárstreymi. Til þessa þurfa þau að njóta alþjóðlegrar samvinnu. Með þessum hætti fengju þau fjármagn, sem þau þurfa sárlega á að halda til að fjármagna forgangsmál, þar sem áhrifin eru mest. Þau eru menntun, heilsugæsla, atvinna, félagsleg vernd, fæðuöryggi og endurnýjanleg orka. Auka ber fé til útlána Á sama tíma ber þróunarbönkum hvort heldur sem þeir starfa innanlands, í einstökum heimshlutum eða á milliríkja-vettvangi að taka höndum saman til að standa straum af umtalsverðum fjárfestingum. Til þess að svo megi verða þarf að þrefalda getu þeirra til útlána til þess að þróunarríki hafi aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum til lengri tíma. Þessu þurfa að fylgja endurráðstafanir óskilyrtra varasjóða eða sérstakra dráttarréttinda þróunarríkjum til handa helst hjá fjölþjóðabönkum, til að auka áhrifin. Fjárfestingar einkageirans eru einnig þýðingarmiklar. Hægt er afla fjár með því að auðvelda einkafjármagni að styðja þróunarverkefni banka og með því að vinna að lausnum sem milda gjaldeyriskreppur og blanda saman opinberu og einkafjármagn á skilvirkari hátt. Að standa við loforð Einkum og sér í lagi verða fjárveitendur að standa svið loforð sín í þróunarmálum. Í öðru lagi þarf að laga alþjóðlega skuldakerfið. Það er óréttlátt og úr sér gengið. Núverandi lánafyrirkomulag er ósjálfbært og þróunarríki treysta því ekki. Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Afborganir af lánum eru myllusteinn um háls þróunarríkja og gera framþróun að engu. Þær nema 1.4 trilljón dala á ári. Margar ríkisstjórnir verja meira fé til að borga af skuldum en því sem þær verja til nauðsynja á borð við heilbrigðis og menntunar. Í Sevilla ber að stíga áþreifanleg skref til að draga úr lánakostnaði, auðvelda tímabæra endurskipulagningu lána ríkja, sem burðast með ósjálfbærar skuldir. Hindra þarf að skuldakreppa brjótist út. Létta skuldabyrði Í aðdraganda ráðstefnunnar þarf fjöldi ríkja að leggja fram tillögur til að létta á skuldabyrði þróunarríkja. Meðal annars þarf að auðvelda að gera hlé á greiðslum þegar hamfarir ganga yfir. Koma þarf upp heildstæðri lánaskráningu til að tryggja gegnsæi. Betrumbæta þarf aðferðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóðbankans og lánshæfnisfyrirtækja við að meta lánshæfni þróunarríkja. Að lokum þarf fundurinn í Sevilla að efla raddir og auka áhrif þróunarríkja innan alþjóðlega fjármálakerfisins með það fyrir augum að koma betur til móts við þarfir þeirra. Alþjóðlegum fjármálstofunum ber að umbreyta stjórnunar-uppbygginu sinni til að leyfa röddum þróunarlanda að heyrast og greiða fyrir þátttöku þeirra í stjórnun þeirra stofnana sem þeira þurfa á að halda. Réttlátara skattakerfi Veröldin þarf einnig á réttlátara skattakerfi að halda. Allar ríkisstjórnir heims þurfa að koma að hönnun slíks kerfis ekki aðeins þær ríkustu og valdamestu. Einnig væri stofnun félagsskapar lántökuríkja jákvætt skref. Það væri þarfur vettvangur til að stilla saman strengi og miðla reynslu. Þetta myndi vera skref í þá átt að draga úr valda-ójafnvægi.Fundurinn í Sevilla snýst ekki um góðgerðastarf. Hann snýst um réttlæti og að byggja framtíð þar sem ríki geta þrifist, byggt, stundað viðskipti og blómstrað í sameiningu. Heimur okkar er sífellt tengdari innbyrðis. Að skipta honum upp í auðuga og snauða hluta er uppskrift að enn meira óöryggi, sem myndi draga úr framförum hvarvetna. Með endurnýjuðum skuldbindingum og aðgerðum á heimsvísu, getur ráðstefnan í Sevilla skipt sköpum og endurnýjað trú á alþjóðlega samvinnu og skilað árangri í sjálfbærri þróun í þágu fólksins og plánetunnar. Leiðtogar verða að grípa sameiginlega til aðgerða til þess að björgunarleiðangurinn skili árangri. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun