Fjölmiðlafrumvarpið „ein allsherjarhefndarför gegn Morgunblaðinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 21:34 SIgríður Á Andersen skaut föstum skotum á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðra hagræðingartillagna. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir frumvarp Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem felur í sér breytingar á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla hefndarför gegn Morgunblaðinu. Frumvarpið sé ekki til þess fallið að skila fé til skattgreiðenda heldur til að „smyrja því“ til annarra einkarekinna fjölmiðla. Í eldhúsdagsræðu sinni kom Sigríður inn á að ríkisstjórnin hafi kynnt sig til sögunnar sem verkstjórn sem ætli að láta til sín taka á sínum fyrstu mánuðum. Í því ljósi hafi ríkisstjórnin „hrúgað inn á þingið“ hátt í hundrað lagafrumvörpum á þeim stutta tíma sem hún hefur verið að störfum. „En ríkisstjórn vill vera meira en verkstjórn, hún vill líka hagræða og í þeim efnum segist hún vilja samráð við þjóðina og kallaði eftir tillögum. Og fékk mjög margar tillögur.“ Hún spyr hvort sjónarmið um hagræðingu hafi ratað inn í þann fjölda lagafrumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á þinginu og nefnir frumvarp Ingu Sæland félags og- húsnæðismálaráðherra um tengingu greiðslu almannatrygginga við launavísitölu. „Kveður á um sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda óháð efni og aðstæðum í ríkisfjármálum að öðru leyti. Kostnaðurinn? Þrír til fjórir milljarðar í viðbótarútgjöld á hverju einasta ári um alla framtíð.“ Þá nefnir hún þriðju fjáraukalögin sem lögð voru fram í gær, með tillögur um ríkisútgjöld upp á 5,2 milljarða króna, „meðal annars milljarða viðbótar fjárframlags til erlends ríkis,“ og frumvarp um útvíkkun fæðingar og foreldraorlofs. „Allt eru þetta þingmál sem kalla á mörg hundruð milljónir í aukin ríkisútgjöld á ári,“ segir Sigríður. „Styrkjabíóið“ kosti hálfan milljarð „Þá liggur fyrir frumvarp hæstvirts menningarmálaráðherra um að breyta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Skyldi það vera hagræðing? Nei, aldeilis ekki. Því frumvarpið er ein allsherjarhefndarför gagnvart Morgunblaðinu sem hefur leyft sér að fjalla með gagnrýnum hætti um mál ríkisstjórnarflokkanna. Með frumvarpinu er þannig lagt til að draga úr styrkveitingum til stóru fjölmiðlanna tveggja, Morgunblaðsins og fjölmiðla Sýnar. Ekki til að skila því fé til skattgreiðenda heldur til að smyrja því til annarra einkarekinna fjölmiðla. Þetta styrkjabíó kostar allt um 500 milljónir á ári.“ Loks segir Sigríður ríkisstjórninni hafa færst of mikið í fang, flest þingmál hennar séu enn til umfjöllunar í nefndum þrátt fyrir að nokkrir dagar eru til þingloka. Það sé óheppilegt að ríkisstjórnin hafi lofað að kynna þingmálin með þeim formerkjum að þau yrðu afgreidd sem lög á núlíðandi þingi. „En Miðflokkurinn hefur rétt út hjálparhönd. Miðflokkurinn leggst eindregið gegn afgreiðslu flestra þessara mála að óbreyttu, ekki af því að Miðflokkurinn sé endilega á móti öllum þessum málum heldur af því að þau þurfa hreinlega betri þinglega meðferð og sum þeirra þurfa í sannleika sagt meiri yfirlegu hjá frumvarpshöfundum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Miðflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Í eldhúsdagsræðu sinni kom Sigríður inn á að ríkisstjórnin hafi kynnt sig til sögunnar sem verkstjórn sem ætli að láta til sín taka á sínum fyrstu mánuðum. Í því ljósi hafi ríkisstjórnin „hrúgað inn á þingið“ hátt í hundrað lagafrumvörpum á þeim stutta tíma sem hún hefur verið að störfum. „En ríkisstjórn vill vera meira en verkstjórn, hún vill líka hagræða og í þeim efnum segist hún vilja samráð við þjóðina og kallaði eftir tillögum. Og fékk mjög margar tillögur.“ Hún spyr hvort sjónarmið um hagræðingu hafi ratað inn í þann fjölda lagafrumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á þinginu og nefnir frumvarp Ingu Sæland félags og- húsnæðismálaráðherra um tengingu greiðslu almannatrygginga við launavísitölu. „Kveður á um sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda óháð efni og aðstæðum í ríkisfjármálum að öðru leyti. Kostnaðurinn? Þrír til fjórir milljarðar í viðbótarútgjöld á hverju einasta ári um alla framtíð.“ Þá nefnir hún þriðju fjáraukalögin sem lögð voru fram í gær, með tillögur um ríkisútgjöld upp á 5,2 milljarða króna, „meðal annars milljarða viðbótar fjárframlags til erlends ríkis,“ og frumvarp um útvíkkun fæðingar og foreldraorlofs. „Allt eru þetta þingmál sem kalla á mörg hundruð milljónir í aukin ríkisútgjöld á ári,“ segir Sigríður. „Styrkjabíóið“ kosti hálfan milljarð „Þá liggur fyrir frumvarp hæstvirts menningarmálaráðherra um að breyta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Skyldi það vera hagræðing? Nei, aldeilis ekki. Því frumvarpið er ein allsherjarhefndarför gagnvart Morgunblaðinu sem hefur leyft sér að fjalla með gagnrýnum hætti um mál ríkisstjórnarflokkanna. Með frumvarpinu er þannig lagt til að draga úr styrkveitingum til stóru fjölmiðlanna tveggja, Morgunblaðsins og fjölmiðla Sýnar. Ekki til að skila því fé til skattgreiðenda heldur til að smyrja því til annarra einkarekinna fjölmiðla. Þetta styrkjabíó kostar allt um 500 milljónir á ári.“ Loks segir Sigríður ríkisstjórninni hafa færst of mikið í fang, flest þingmál hennar séu enn til umfjöllunar í nefndum þrátt fyrir að nokkrir dagar eru til þingloka. Það sé óheppilegt að ríkisstjórnin hafi lofað að kynna þingmálin með þeim formerkjum að þau yrðu afgreidd sem lög á núlíðandi þingi. „En Miðflokkurinn hefur rétt út hjálparhönd. Miðflokkurinn leggst eindregið gegn afgreiðslu flestra þessara mála að óbreyttu, ekki af því að Miðflokkurinn sé endilega á móti öllum þessum málum heldur af því að þau þurfa hreinlega betri þinglega meðferð og sum þeirra þurfa í sannleika sagt meiri yfirlegu hjá frumvarpshöfundum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Miðflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira