Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2025 10:32 Flugmóðurskipið Shandong undan ströndm Taívan á mánudaginn. AP/Varnarmálaráðuneyti Taívan Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. Flugmóðurskipin tvö heita Liaoning og Shandong og var þeim báðum siglt að Iwo Jima, sem er um 1.200 kílómetra suður af Japan. Varnarmálaráðuneyti Japan sagði einnig að Liaoning hefði verið siglt inn í efnahagslögsögu Japan en þó ekki inn í lögsögu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína segja að um hefðbundnar æfingar sé að ræða. Verið sé að kanna getu flotans fjarri meginlandinu og segja þeir siglingarnar í takt við alþjóðalög. Kínverjar hafa gengist umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Í september gerðist það í fyrsta sinn að öll þrjú flugmóðurskip ríkisins voru á sjó í fyrsta sinn en rúm tólf ár eru síðan fyrsta flugmóðurskipið var tekið í notkun árið 2012. Liaoning var upprunalega frá Úkraínu en var keypt með af kínverskum körfuboltamanni, með því yfirlýsta markmiði að breyta því í spilavíti. Hins vegar átti alltaf að nota skipið í hernaði og var Shandong, sem tekið var í notkun 2019, síðan smíðað eftir teikningum Liaoning. Þriðja flugmóðurskip Kína, Fujian, er líkara þeim sem þekkjast á Vesturlöndum og var það sjósett árið 2022. Sjóher Kína er sá stærsti, þegar litið er til fjölda herskipa, en Kínverjar eiga eingöngu þrjú flugmóðurskip. Bandaríkjamenn eiga ellefu. Sjá einnig: Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Japanar hafa kvartað yfir því að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið óþægilega nærri japanskri eftirlitsvél sem notuð var til að vakta kínverska flotann. Þotunni mun hafa verið flogið innan um 45 metra frá P-3C eftirlitsvélinni. Japanar segja að kínverskri J-15 orrustuþotu hafi verið flogið innan við 45 metra að japanskri eftirlitsvél.AP/Varnarmálaráðuneyti Japan Mikil hernaðaruppbygging Hernaðaruppbygging Kína hefur vakið áhyggjur í Japan, Taívan, Bandaríkjunum og víðar. Eins og áður segir gera Kínverjar tilkall til Taívan og þá hafa þeir einnig gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Þegar kemur að sjóher Kína er markmið ráðamanna þar að koma upp sjóher sem getur starfað víða um heim og langt frá Kína. Á undanförnum árum hafa Japanar farið í eigin hernaðaruppbyggingu með sérstakri áherslu á langdrægar stýriflaugar með því markmiði að geta spornað gegn Kína. Kína Japan Taívan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Flugmóðurskipin tvö heita Liaoning og Shandong og var þeim báðum siglt að Iwo Jima, sem er um 1.200 kílómetra suður af Japan. Varnarmálaráðuneyti Japan sagði einnig að Liaoning hefði verið siglt inn í efnahagslögsögu Japan en þó ekki inn í lögsögu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína segja að um hefðbundnar æfingar sé að ræða. Verið sé að kanna getu flotans fjarri meginlandinu og segja þeir siglingarnar í takt við alþjóðalög. Kínverjar hafa gengist umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Í september gerðist það í fyrsta sinn að öll þrjú flugmóðurskip ríkisins voru á sjó í fyrsta sinn en rúm tólf ár eru síðan fyrsta flugmóðurskipið var tekið í notkun árið 2012. Liaoning var upprunalega frá Úkraínu en var keypt með af kínverskum körfuboltamanni, með því yfirlýsta markmiði að breyta því í spilavíti. Hins vegar átti alltaf að nota skipið í hernaði og var Shandong, sem tekið var í notkun 2019, síðan smíðað eftir teikningum Liaoning. Þriðja flugmóðurskip Kína, Fujian, er líkara þeim sem þekkjast á Vesturlöndum og var það sjósett árið 2022. Sjóher Kína er sá stærsti, þegar litið er til fjölda herskipa, en Kínverjar eiga eingöngu þrjú flugmóðurskip. Bandaríkjamenn eiga ellefu. Sjá einnig: Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Japanar hafa kvartað yfir því að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið óþægilega nærri japanskri eftirlitsvél sem notuð var til að vakta kínverska flotann. Þotunni mun hafa verið flogið innan um 45 metra frá P-3C eftirlitsvélinni. Japanar segja að kínverskri J-15 orrustuþotu hafi verið flogið innan við 45 metra að japanskri eftirlitsvél.AP/Varnarmálaráðuneyti Japan Mikil hernaðaruppbygging Hernaðaruppbygging Kína hefur vakið áhyggjur í Japan, Taívan, Bandaríkjunum og víðar. Eins og áður segir gera Kínverjar tilkall til Taívan og þá hafa þeir einnig gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Þegar kemur að sjóher Kína er markmið ráðamanna þar að koma upp sjóher sem getur starfað víða um heim og langt frá Kína. Á undanförnum árum hafa Japanar farið í eigin hernaðaruppbyggingu með sérstakri áherslu á langdrægar stýriflaugar með því markmiði að geta spornað gegn Kína.
Kína Japan Taívan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira