Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2025 10:32 Flugmóðurskipið Shandong undan ströndm Taívan á mánudaginn. AP/Varnarmálaráðuneyti Taívan Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. Flugmóðurskipin tvö heita Liaoning og Shandong og var þeim báðum siglt að Iwo Jima, sem er um 1.200 kílómetra suður af Japan. Varnarmálaráðuneyti Japan sagði einnig að Liaoning hefði verið siglt inn í efnahagslögsögu Japan en þó ekki inn í lögsögu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína segja að um hefðbundnar æfingar sé að ræða. Verið sé að kanna getu flotans fjarri meginlandinu og segja þeir siglingarnar í takt við alþjóðalög. Kínverjar hafa gengist umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Í september gerðist það í fyrsta sinn að öll þrjú flugmóðurskip ríkisins voru á sjó í fyrsta sinn en rúm tólf ár eru síðan fyrsta flugmóðurskipið var tekið í notkun árið 2012. Liaoning var upprunalega frá Úkraínu en var keypt með af kínverskum körfuboltamanni, með því yfirlýsta markmiði að breyta því í spilavíti. Hins vegar átti alltaf að nota skipið í hernaði og var Shandong, sem tekið var í notkun 2019, síðan smíðað eftir teikningum Liaoning. Þriðja flugmóðurskip Kína, Fujian, er líkara þeim sem þekkjast á Vesturlöndum og var það sjósett árið 2022. Sjóher Kína er sá stærsti, þegar litið er til fjölda herskipa, en Kínverjar eiga eingöngu þrjú flugmóðurskip. Bandaríkjamenn eiga ellefu. Sjá einnig: Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Japanar hafa kvartað yfir því að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið óþægilega nærri japanskri eftirlitsvél sem notuð var til að vakta kínverska flotann. Þotunni mun hafa verið flogið innan um 45 metra frá P-3C eftirlitsvélinni. Japanar segja að kínverskri J-15 orrustuþotu hafi verið flogið innan við 45 metra að japanskri eftirlitsvél.AP/Varnarmálaráðuneyti Japan Mikil hernaðaruppbygging Hernaðaruppbygging Kína hefur vakið áhyggjur í Japan, Taívan, Bandaríkjunum og víðar. Eins og áður segir gera Kínverjar tilkall til Taívan og þá hafa þeir einnig gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Þegar kemur að sjóher Kína er markmið ráðamanna þar að koma upp sjóher sem getur starfað víða um heim og langt frá Kína. Á undanförnum árum hafa Japanar farið í eigin hernaðaruppbyggingu með sérstakri áherslu á langdrægar stýriflaugar með því markmiði að geta spornað gegn Kína. Kína Japan Taívan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Flugmóðurskipin tvö heita Liaoning og Shandong og var þeim báðum siglt að Iwo Jima, sem er um 1.200 kílómetra suður af Japan. Varnarmálaráðuneyti Japan sagði einnig að Liaoning hefði verið siglt inn í efnahagslögsögu Japan en þó ekki inn í lögsögu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína segja að um hefðbundnar æfingar sé að ræða. Verið sé að kanna getu flotans fjarri meginlandinu og segja þeir siglingarnar í takt við alþjóðalög. Kínverjar hafa gengist umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Í september gerðist það í fyrsta sinn að öll þrjú flugmóðurskip ríkisins voru á sjó í fyrsta sinn en rúm tólf ár eru síðan fyrsta flugmóðurskipið var tekið í notkun árið 2012. Liaoning var upprunalega frá Úkraínu en var keypt með af kínverskum körfuboltamanni, með því yfirlýsta markmiði að breyta því í spilavíti. Hins vegar átti alltaf að nota skipið í hernaði og var Shandong, sem tekið var í notkun 2019, síðan smíðað eftir teikningum Liaoning. Þriðja flugmóðurskip Kína, Fujian, er líkara þeim sem þekkjast á Vesturlöndum og var það sjósett árið 2022. Sjóher Kína er sá stærsti, þegar litið er til fjölda herskipa, en Kínverjar eiga eingöngu þrjú flugmóðurskip. Bandaríkjamenn eiga ellefu. Sjá einnig: Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Japanar hafa kvartað yfir því að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið óþægilega nærri japanskri eftirlitsvél sem notuð var til að vakta kínverska flotann. Þotunni mun hafa verið flogið innan um 45 metra frá P-3C eftirlitsvélinni. Japanar segja að kínverskri J-15 orrustuþotu hafi verið flogið innan við 45 metra að japanskri eftirlitsvél.AP/Varnarmálaráðuneyti Japan Mikil hernaðaruppbygging Hernaðaruppbygging Kína hefur vakið áhyggjur í Japan, Taívan, Bandaríkjunum og víðar. Eins og áður segir gera Kínverjar tilkall til Taívan og þá hafa þeir einnig gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Þegar kemur að sjóher Kína er markmið ráðamanna þar að koma upp sjóher sem getur starfað víða um heim og langt frá Kína. Á undanförnum árum hafa Japanar farið í eigin hernaðaruppbyggingu með sérstakri áherslu á langdrægar stýriflaugar með því markmiði að geta spornað gegn Kína.
Kína Japan Taívan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“