Myndir þú hætta að flokka ruslið? – Sjálfbærni er ekki tíska Helga Björg Steinþórsdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa 13. júní 2025 07:02 Fyrirtæki þurfa að uppfylla væntingar nútímans – sjálfbærni er ekki valkostur heldur forsenda samkeppnishæfni, trausts og verðmætasköpunar til framtíðar. Myndir þú hætta að flokka ruslið – bara af því að enginn væri að fylgjast með?Myndir þú henda öllu í sama poka, þótt þú vissir að áhrifin lentu á afkomendum þínum síðar? Líkindin við sjálfbærni í atvinnulífinu eru sláandi. Við sem einstaklingar höfum innleitt sjálfbærar venjur: við flokkum, förum sparlega með vatn, reynum að velja vistvænt. Þetta hefur orðið hluti af daglegu lífi – jafnvel þótt enginn sé að telja stig eða verðlauna okkur fyrir það. Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að það skiptir máli. En þegar kemur að fyrirtækjum virðist sami skilningur oft gleymast. Þar er sjálfbærni enn of oft sett í aukahlutverk – sem hluti af markaðsefni eða ársskýrslu – ekki sem kjarninn í stefnu og ákvörðunum. Við trúum því að þetta sé stærsta vanmetna viðskiptatækifæri samtímans. Fyrirtæki eru undir smásjá – og kröfurnar aukast Fyrirtæki eru hluti af vistkerfi Fyrirtæki í dag starfa ekki í tómarúmi. Þau eru hluti af vistkerfi þar sem viðskiptavinir, fjárfestar, starfsmenn og stjórnvöld gera auknar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og sjálfbærni. Að bregðast við þessum væntingum er ekki valkostur – það er spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtæki hætta að flokka, mæla, stýra og skýra sjálfbærni sína – þá taka aðrir eftir því. Og þeir velja kannski eitthvað annað. Ábyrg sjálfbærnivegferð er ekki bara samviskuspurning – hún er samningsatriði. Viðskiptasamningar, fjármögnunarskilmálar og birgjarásir eru sífellt meira mótaðar af sjálfbærnimati. Fyrirtæki sem slaka á í þessum efnum geta staðið frammi fyrir því að vera útilokuð – ekki af því að þau séu vond, heldur af því að þau standast ekki væntingar. Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár. Sjálfbærni er að taka ákvarðanir sem endurspegla veruleikann – ekki bara bókhaldið. Hún er að skapa verðmæti sem endast. Hún er að hugsa út fyrir fjórðungsuppgjör og inn í framtíð sem fólk vill vera hluti af. Við höfum unnið með fjölmörgum konum í atvinnulífinu sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í að móta nýja hugsun, að verða „áhrifavaldar í sjálfbærni". Við sjáum að það sem þarf er hvorki fleiri skýrslur né fögur fyrirheit – heldur fólk með hugrekki til þess að láta sjálfbærni móta stefnu í stað þess að vera í fylgd með henni. Svo við spyrjum aftur: Myndir þú hætta að flokka ruslið ef það væri ekki lengur „vænt“? Þá spyrjum við líka: Af hverju ætti fyrirtæki þitt að slaka á sjálfbærnivegferðinni – þegar framtíðin liggur í gegnum hana? Höfundar eru Helga Björg Steinþórsdóttir –FKA kona og meðstofnandi AwareGO og Eva Magnúsdóttir – FKA kona og framkvæmdastjóri Podium. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Sjálfbærni Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki þurfa að uppfylla væntingar nútímans – sjálfbærni er ekki valkostur heldur forsenda samkeppnishæfni, trausts og verðmætasköpunar til framtíðar. Myndir þú hætta að flokka ruslið – bara af því að enginn væri að fylgjast með?Myndir þú henda öllu í sama poka, þótt þú vissir að áhrifin lentu á afkomendum þínum síðar? Líkindin við sjálfbærni í atvinnulífinu eru sláandi. Við sem einstaklingar höfum innleitt sjálfbærar venjur: við flokkum, förum sparlega með vatn, reynum að velja vistvænt. Þetta hefur orðið hluti af daglegu lífi – jafnvel þótt enginn sé að telja stig eða verðlauna okkur fyrir það. Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að það skiptir máli. En þegar kemur að fyrirtækjum virðist sami skilningur oft gleymast. Þar er sjálfbærni enn of oft sett í aukahlutverk – sem hluti af markaðsefni eða ársskýrslu – ekki sem kjarninn í stefnu og ákvörðunum. Við trúum því að þetta sé stærsta vanmetna viðskiptatækifæri samtímans. Fyrirtæki eru undir smásjá – og kröfurnar aukast Fyrirtæki eru hluti af vistkerfi Fyrirtæki í dag starfa ekki í tómarúmi. Þau eru hluti af vistkerfi þar sem viðskiptavinir, fjárfestar, starfsmenn og stjórnvöld gera auknar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og sjálfbærni. Að bregðast við þessum væntingum er ekki valkostur – það er spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtæki hætta að flokka, mæla, stýra og skýra sjálfbærni sína – þá taka aðrir eftir því. Og þeir velja kannski eitthvað annað. Ábyrg sjálfbærnivegferð er ekki bara samviskuspurning – hún er samningsatriði. Viðskiptasamningar, fjármögnunarskilmálar og birgjarásir eru sífellt meira mótaðar af sjálfbærnimati. Fyrirtæki sem slaka á í þessum efnum geta staðið frammi fyrir því að vera útilokuð – ekki af því að þau séu vond, heldur af því að þau standast ekki væntingar. Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár. Sjálfbærni er að taka ákvarðanir sem endurspegla veruleikann – ekki bara bókhaldið. Hún er að skapa verðmæti sem endast. Hún er að hugsa út fyrir fjórðungsuppgjör og inn í framtíð sem fólk vill vera hluti af. Við höfum unnið með fjölmörgum konum í atvinnulífinu sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í að móta nýja hugsun, að verða „áhrifavaldar í sjálfbærni". Við sjáum að það sem þarf er hvorki fleiri skýrslur né fögur fyrirheit – heldur fólk með hugrekki til þess að láta sjálfbærni móta stefnu í stað þess að vera í fylgd með henni. Svo við spyrjum aftur: Myndir þú hætta að flokka ruslið ef það væri ekki lengur „vænt“? Þá spyrjum við líka: Af hverju ætti fyrirtæki þitt að slaka á sjálfbærnivegferðinni – þegar framtíðin liggur í gegnum hana? Höfundar eru Helga Björg Steinþórsdóttir –FKA kona og meðstofnandi AwareGO og Eva Magnúsdóttir – FKA kona og framkvæmdastjóri Podium.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun