Stofnandi Viðreisnar segir Daða seilast í vasa almennings Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 14:31 Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar. vísir/sigurjón Stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir eignir ellilífeyrisþega færðar í vasa öryrkja með nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar snerti mest þá sem fá minnstu tekjurnar og vinna erfiðustu störfin. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, segir frumvarpið verulega vanhugsað og gagnrýnisvert. Benedikt skilaði á dögunum sex blaðsíðna umsögn um frumvarpið þar sem hann fullyrðir að um eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sé að ræða. „Ég hef nú orðað það þannig að þetta er óviljandi aðför gegn samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Það er færður peningur frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Þetta eru ekki peningar sem ríkið ræður yfir. Það er ákveðinn sjóður og ef það er einn hópur sem fær meira úr sjóðnum þá þurfum við að taka það frá hinum sem eru þarna. Það er í raun verið að seilast í vasa alls almennings því það er allur almenningur sem á lífeyrissjóðina,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. Varðar mest þá sem hafa minnstar tekjurnar Fyrirhuguð breyting bitni hvað verst á ellilífeyrisþegum og munu áhrif breytinganna gera vart við sig um leið. „Síðan eru þessu óbeinu áhrif sem munu hafa langtíma áhrif. En allt hefur þetta áhrif í sömu átt sem er að draga úr getu sjóðanna að borga ellilífeyri.“ Benedikt leggur frekar til að ríkið finni aðrar leiðir og nefndir sem dæmi að ríkissjóður greiði öllum öryrkjum ákveðna fjárhæð og lífeyrissjóðirnir tryggi þá það sem verður eftir umfram þá upphæð. Betra væri að halda núverandi kerfi. „Þetta lífeyriskerfi okkar er með þeim bestu í öllum heiminum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það. Við eigum að standa vörð um það og ekki skemma það. Þetta varðar mest þá sem minnstar tekjurnar hafa og eru að vinna erfiðustu störfin. Þetta kemur lítið við þá sem hafa mjög há laun.“ Komi á óvart að sjá fjármálaráðherra leggja þetta til Benedikt segir umrædda breytingu brjóta gegn grundvallarreglu um að enginn skuli betur settur fjárhagslega eftir örorku. Það hafi letjandi áhrif. „Þetta er mjög vont því lög sem er nú búið að samþykkja áttu einmitt að efla atvinnuþátttöku öryrkja en þetta vinnur alveg þvert á móti því. Þegar það er orðinn svona mikill munur á því að vera á bótum og vera í vinnu þá er það ekki hvetjandi.“ Kemur það þér á óvart að fjármálaráðherra Viðreisnar leggi fram þetta frumvarp? „Ég held það komi bara á óvart að sjá einhvern fjármálaráðherra leggja þetta fram. Ég held að menn hafi verið komnir í tímaþröng þegar var farið að huga að lausnum í málunum. Ég held að það snúi ekkert að því í hvaða flokki ráðherrann er að hverju sinni.“ Benedikt tekur fram að fyrirhugaðar breytingar bitni verst á sjóðum verkafólks þar sem örorkubyrðin er þyngri. Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, segir frumvarpið verulega vanhugsað og gagnrýnisvert. Benedikt skilaði á dögunum sex blaðsíðna umsögn um frumvarpið þar sem hann fullyrðir að um eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sé að ræða. „Ég hef nú orðað það þannig að þetta er óviljandi aðför gegn samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Það er færður peningur frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Þetta eru ekki peningar sem ríkið ræður yfir. Það er ákveðinn sjóður og ef það er einn hópur sem fær meira úr sjóðnum þá þurfum við að taka það frá hinum sem eru þarna. Það er í raun verið að seilast í vasa alls almennings því það er allur almenningur sem á lífeyrissjóðina,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. Varðar mest þá sem hafa minnstar tekjurnar Fyrirhuguð breyting bitni hvað verst á ellilífeyrisþegum og munu áhrif breytinganna gera vart við sig um leið. „Síðan eru þessu óbeinu áhrif sem munu hafa langtíma áhrif. En allt hefur þetta áhrif í sömu átt sem er að draga úr getu sjóðanna að borga ellilífeyri.“ Benedikt leggur frekar til að ríkið finni aðrar leiðir og nefndir sem dæmi að ríkissjóður greiði öllum öryrkjum ákveðna fjárhæð og lífeyrissjóðirnir tryggi þá það sem verður eftir umfram þá upphæð. Betra væri að halda núverandi kerfi. „Þetta lífeyriskerfi okkar er með þeim bestu í öllum heiminum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það. Við eigum að standa vörð um það og ekki skemma það. Þetta varðar mest þá sem minnstar tekjurnar hafa og eru að vinna erfiðustu störfin. Þetta kemur lítið við þá sem hafa mjög há laun.“ Komi á óvart að sjá fjármálaráðherra leggja þetta til Benedikt segir umrædda breytingu brjóta gegn grundvallarreglu um að enginn skuli betur settur fjárhagslega eftir örorku. Það hafi letjandi áhrif. „Þetta er mjög vont því lög sem er nú búið að samþykkja áttu einmitt að efla atvinnuþátttöku öryrkja en þetta vinnur alveg þvert á móti því. Þegar það er orðinn svona mikill munur á því að vera á bótum og vera í vinnu þá er það ekki hvetjandi.“ Kemur það þér á óvart að fjármálaráðherra Viðreisnar leggi fram þetta frumvarp? „Ég held það komi bara á óvart að sjá einhvern fjármálaráðherra leggja þetta fram. Ég held að menn hafi verið komnir í tímaþröng þegar var farið að huga að lausnum í málunum. Ég held að það snúi ekkert að því í hvaða flokki ráðherrann er að hverju sinni.“ Benedikt tekur fram að fyrirhugaðar breytingar bitni verst á sjóðum verkafólks þar sem örorkubyrðin er þyngri.
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum