Sló heimsmet og sagði annað vera tímasóun Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 21:32 Karsten Warholm gladdi norsku þjóðina með heimsmeti á heimavelli í kvöld og gaf sér góðan tíma í að sinna aðdáendum. Getty/Maja Hitij Norski grindahlauparinn Karsten Warholm naut sín á botn fyrir framan landa sína á Bislett-leikvanginum í kvöld og setti nýtt heimsmet. Annað hefði verið tímaeyðsla að hans eigin sögn. Warholm sló sitt eigið heimsmet í 300 metra grindahlaupi, sem vissulega hefur mun sjaldnar verið keppt í en 400 metra grindahlaupi sem Warholm hlaut silfur í á síðustu Ólympíuleikum og gull í Tókýó 2021. Hann hljóp á Demantamótinu í kvöld á 32,67 sekúndum og sló metið sitt frá því í Kína í vor um 62/100 úr sekúndu. Í ár er í fyrsta sinn keppt í 300 metra grindahlaupi á Demantamótaröðinni en heimsmet í greininni eru þó ekki skráð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það skemmtilegasta var að vinna og sjá gleðina hjá öllum áhorfendunum. Það toppar ekkert tilfinninguna við að vinna á heimavelli og setja heimsmet. Ef mér tekst ekki að koma mér í svona stöðu þá finnst mér ég vera að sóa tíma mínum,“ sagði Warholm við SVT Sport. The fastest 300m hurdles in history! 🔥 Karsten Warholm 🇳🇴 shatters his world best with 32.67 at the Bislett Games in Oslo!He takes 0.38 off his previous mark. 🥵#DiamondLeague pic.twitter.com/IM7eSeoRB9— European Athletics (@EuroAthletics) June 12, 2025 Warholm var þó ekki með forystuna framan af hlaupi því Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin byrjaði betur. Warholm nýtti hins vegar stuðninginn úr stúkunni og endaði rúmlega hálfri sekúndu á undan Benjamin sem kom í mark á 33,22 sekúndum. Alison dos Santos varð svo þriðji á 33,38 sekúndum. Benjamin hafði haft betur gegn Warholm á Ólympíuleikunum í fyrra og Dos Santos vann hann á Bislett-leikvanginum í fyrra, svo sigurinn var enn kærkomnari í kvöld. „Þetta hefur angrað mig mikið. En það verður að segjast að svona lagað er líka langbesta hvatningin og eitthvað sem ekkert annað getur fært þér,“ sagði Warholm um samkeppnina. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Warholm sló sitt eigið heimsmet í 300 metra grindahlaupi, sem vissulega hefur mun sjaldnar verið keppt í en 400 metra grindahlaupi sem Warholm hlaut silfur í á síðustu Ólympíuleikum og gull í Tókýó 2021. Hann hljóp á Demantamótinu í kvöld á 32,67 sekúndum og sló metið sitt frá því í Kína í vor um 62/100 úr sekúndu. Í ár er í fyrsta sinn keppt í 300 metra grindahlaupi á Demantamótaröðinni en heimsmet í greininni eru þó ekki skráð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það skemmtilegasta var að vinna og sjá gleðina hjá öllum áhorfendunum. Það toppar ekkert tilfinninguna við að vinna á heimavelli og setja heimsmet. Ef mér tekst ekki að koma mér í svona stöðu þá finnst mér ég vera að sóa tíma mínum,“ sagði Warholm við SVT Sport. The fastest 300m hurdles in history! 🔥 Karsten Warholm 🇳🇴 shatters his world best with 32.67 at the Bislett Games in Oslo!He takes 0.38 off his previous mark. 🥵#DiamondLeague pic.twitter.com/IM7eSeoRB9— European Athletics (@EuroAthletics) June 12, 2025 Warholm var þó ekki með forystuna framan af hlaupi því Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin byrjaði betur. Warholm nýtti hins vegar stuðninginn úr stúkunni og endaði rúmlega hálfri sekúndu á undan Benjamin sem kom í mark á 33,22 sekúndum. Alison dos Santos varð svo þriðji á 33,38 sekúndum. Benjamin hafði haft betur gegn Warholm á Ólympíuleikunum í fyrra og Dos Santos vann hann á Bislett-leikvanginum í fyrra, svo sigurinn var enn kærkomnari í kvöld. „Þetta hefur angrað mig mikið. En það verður að segjast að svona lagað er líka langbesta hvatningin og eitthvað sem ekkert annað getur fært þér,“ sagði Warholm um samkeppnina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira