Þorði ekki í mikilvægan landsleik af ótta við stefnu Trumps Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 07:02 Raiko Arozarena vildi ekki taka áhættuna á að fara til Kúbu og missti af afar mikilvægum landsleik. Getty/Megan Briggs Kúbverjar eru úr leik í undankeppni HM karla í fótbolta en kannski ættu þeir enn von ef að markvörður þeirra og fyrirliði hefði þorað að yfirgefa Bandaríkin til að spila lykilleik gegn Bermúda. Áhyggjur hafa verið af því hvaða áhrif hörð innflytjendastefna ríkisstjórnar Donald Trump muni hafa á heimsmeistaramótið á næsta ári, ekki síst eftir að tólf þjóðir voru settar á bannlista á mánudaginn. Ferðabannið er að minnsta kosti þegar farið að hafa áhrif á undankeppni HM því markvörður Kúbu, Raiko Arozarena sem spilar með Las Vegas Lights í Bandaríkjunum, vildi ekki taka sénsinn á að spila gegn Bermúda á Kúbu á þriðjudaginn. Kúba er ekki í hópi landanna tólf sem sett voru á bannlista en er eitt af sjö öðrum löndum sem nú þurfa að lúta strangari reglum um komu til Bandaríkjanna. Arozarena er búsettur í Bandaríkjunum og hefði samkvæmt reglunum ekki átt að þurfa að óttast að mega ekki snúa aftur heim eftir leik á Kúbu en gerði það þó samt, samkvæmt yfirlýsingu kúbverska knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína aðeins nokkrum klukkutímum fyrir flug frá Antígva og Barbúda, þar sem hann hafði staðið í markinu og borið fyrirliðabandið í 1-0 útisigri Kúbverja. Gáfu leik gegn Kúbu „Leikmaðurinn útskýrði að hann hefði áhyggjur af nýjustu innflytjendareglunum sem bandarísk stjórnvöld eru að innleiða. Hann býr í Bandaríkjunum og reglurnar takmarka ferðalög til landsins frá Kúbu og fleiri löndum, svo hann taldi félagsliðaferli sínum ógnað,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. Án Arozarena tapaði Kúba gegn Bermúda, 2-1, missti þar með Bermúda upp fyrir sig í riðlinum og þar með er HM-draumurinn úti. Bermúda komst hins vegar á næsta stig ásamt Hondúras sem vann riðilinn. Fyrr í þessum landsleikjaglugga ákváðu Cayman-eyjar að gefa leik sinn gegn Kúbverjum vegna ótta um að hópur leikmanna liðsins myndi ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna eftir leikinn. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Áhyggjur hafa verið af því hvaða áhrif hörð innflytjendastefna ríkisstjórnar Donald Trump muni hafa á heimsmeistaramótið á næsta ári, ekki síst eftir að tólf þjóðir voru settar á bannlista á mánudaginn. Ferðabannið er að minnsta kosti þegar farið að hafa áhrif á undankeppni HM því markvörður Kúbu, Raiko Arozarena sem spilar með Las Vegas Lights í Bandaríkjunum, vildi ekki taka sénsinn á að spila gegn Bermúda á Kúbu á þriðjudaginn. Kúba er ekki í hópi landanna tólf sem sett voru á bannlista en er eitt af sjö öðrum löndum sem nú þurfa að lúta strangari reglum um komu til Bandaríkjanna. Arozarena er búsettur í Bandaríkjunum og hefði samkvæmt reglunum ekki átt að þurfa að óttast að mega ekki snúa aftur heim eftir leik á Kúbu en gerði það þó samt, samkvæmt yfirlýsingu kúbverska knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína aðeins nokkrum klukkutímum fyrir flug frá Antígva og Barbúda, þar sem hann hafði staðið í markinu og borið fyrirliðabandið í 1-0 útisigri Kúbverja. Gáfu leik gegn Kúbu „Leikmaðurinn útskýrði að hann hefði áhyggjur af nýjustu innflytjendareglunum sem bandarísk stjórnvöld eru að innleiða. Hann býr í Bandaríkjunum og reglurnar takmarka ferðalög til landsins frá Kúbu og fleiri löndum, svo hann taldi félagsliðaferli sínum ógnað,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins. Án Arozarena tapaði Kúba gegn Bermúda, 2-1, missti þar með Bermúda upp fyrir sig í riðlinum og þar með er HM-draumurinn úti. Bermúda komst hins vegar á næsta stig ásamt Hondúras sem vann riðilinn. Fyrr í þessum landsleikjaglugga ákváðu Cayman-eyjar að gefa leik sinn gegn Kúbverjum vegna ótta um að hópur leikmanna liðsins myndi ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna eftir leikinn.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira