Verkin sem ekki tala Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. júní 2025 08:00 Það veldur greinilega óþægindum hjá ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar hve virk stjórnarandstaðan hefur verið á Alþingi að undanförnu. Umræðan er sögð of mikil, of gagnrýnin, og að þeirra mati, helst til bagaleg. Það ætti að segja sitt. Þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi – það eru vanhugsuð frumvörp ríkisstjórnarinnar sem skila sér seint og illa unnin í þingsal. Við sjáum mál eftir mál sem ekki eru tilbúin. Frumvörp eru lögð fram án samráðs, án kostnaðarmats, án innbyrðis samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Sum þeirra beinlínis stangast á við stefnu flokkanna sem standa að þeim. Samhliða er reynt að mála upp þá mynd að andstaðan við þessi frumvörp sé einungis pólitískir leikir. En það er fjarri lagi. Þetta snýst um gæði, ábyrgð og gegnsæi. Það er ekki hlutverk okkar að klappa þessum málum í gegn þegjandi. Það er ekki af ástæðulausu að Alþingi sé vettvangur lýðræðislegrar umræðu – í stað stimpilpúða. Við ræðum málin vegna þess að fólkið í landinu á það skilið að frumvörp sem snerta líf þess, afkomu og velferð, séu vönduð. Og við eigum ekki að biðjast afsökunar á því að gera kröfur til framkvæmdavaldsins. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin, sem sagðist ætla að láta verkin tala, skuli nú vilja láta umræðuna þagna. Kannski er það af því að verk hennar eru fá, illa undirbúin og oft í andstöðu við eigin stefnu og yfirlýsingar. Þá er auðveldara að beina spjótum sínum að þeim sem spyrja í stað þess að svara fyrir eigin stefnu. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að spyrja, ræða og gagnrýna. Ekki vegna þess að við séum á móti breytingum – heldur vegna þess að við viljum að þær séu skynsamar, ábyrgar og farsælar fyrir þjóðina. Það er hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það veldur greinilega óþægindum hjá ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar hve virk stjórnarandstaðan hefur verið á Alþingi að undanförnu. Umræðan er sögð of mikil, of gagnrýnin, og að þeirra mati, helst til bagaleg. Það ætti að segja sitt. Þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi – það eru vanhugsuð frumvörp ríkisstjórnarinnar sem skila sér seint og illa unnin í þingsal. Við sjáum mál eftir mál sem ekki eru tilbúin. Frumvörp eru lögð fram án samráðs, án kostnaðarmats, án innbyrðis samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Sum þeirra beinlínis stangast á við stefnu flokkanna sem standa að þeim. Samhliða er reynt að mála upp þá mynd að andstaðan við þessi frumvörp sé einungis pólitískir leikir. En það er fjarri lagi. Þetta snýst um gæði, ábyrgð og gegnsæi. Það er ekki hlutverk okkar að klappa þessum málum í gegn þegjandi. Það er ekki af ástæðulausu að Alþingi sé vettvangur lýðræðislegrar umræðu – í stað stimpilpúða. Við ræðum málin vegna þess að fólkið í landinu á það skilið að frumvörp sem snerta líf þess, afkomu og velferð, séu vönduð. Og við eigum ekki að biðjast afsökunar á því að gera kröfur til framkvæmdavaldsins. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin, sem sagðist ætla að láta verkin tala, skuli nú vilja láta umræðuna þagna. Kannski er það af því að verk hennar eru fá, illa undirbúin og oft í andstöðu við eigin stefnu og yfirlýsingar. Þá er auðveldara að beina spjótum sínum að þeim sem spyrja í stað þess að svara fyrir eigin stefnu. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að spyrja, ræða og gagnrýna. Ekki vegna þess að við séum á móti breytingum – heldur vegna þess að við viljum að þær séu skynsamar, ábyrgar og farsælar fyrir þjóðina. Það er hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun