Jón Gnarr heiðursgestur á Breiðholtsslag í fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 16:00 Jón Gnarr verður á meðal stuðningsmanna ÍR í kvöld. VÍSIR/VILHELM Nýjasti stuðningsmaður ÍR í fótbolta, ekki knattspyrnu, er alþingismaðurinn og skemmtikrafturinn Jón Gnarr. Af því tilefni verður hann heiðursgestur á Breiðholtsslagnum í Lengjudeild karla í kvöld. ÍR-ingar hafa blásið á spár sérfræðinga, sem settu þá í 7. sæti, og eru á toppi Lengjudeildarinnar eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins fengið á sig fjögur mörk, og safnað fimmtán stigum. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík og fjórum fyrir ofan HK, Þór og Þrótt. Liðinu bættist svo stuðningur á dögunum þegar Jón, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti á Facebook að hann væri orðinn ÍR-ingur. Áríðandi tilkynning um fótbolta !Posted by Jón Gnarr on Miðvikudagur, 4. júní 2025 „Ég hef í nokkurn tíma verið að leita mér að íslensku fótboltafélagi til að halda með. Hingað til hef ég haldið með öllum og engum en nú ætla ég að breyta því. Ég er búinn að velja mér lið,“ sagði Jón í tilkynningu sinni þar sem hann ítrekaði jafnframt óánægju sína með orðið „knattspyrna“. „Það sem hefur helst truflað mig varðandi fótbolta er þessi tilhneiging Íslendinga til að kalla fótbolta knattspyrnu. Þetta orð er komið frá Bjarna Jónssyni frá Vogi sem fann upp þetta nýyrði 1910 og mér leiðist þetta. Þetta knattþeytispyrnutal… Þetta er bara fótbolti fyrir mér. Mér finnst það bara eðlilegt mál og hitt eitthvað skrýtið,“ segir Jón sem af þessum sökum gat ekki haldið með sumum öðrum liðum í Reykjavík: „Ég er fæddur og uppalinn í Fossvoginum og eina fótboltaliðið sem ég hef nokkurn tímann æft með er Víkingur. Þess vegna væri eðlilegt kannski fyrir mig að halda með Víkingum en ég get það ekki vegna þess að þó Víkingur sé töff nafn þá heitir það „Knattspyrnufélagið Víkingur“. Það gengur ekki fyrir mig,“ sagði Jón. Hann hefði einnig getað orðið Valsari eftir að hafa leikið gríðarmikinn Valsara í Íslenska Draumnum á sínum tíma og þá hefði hann búið í Vesturbænum í um þrjátíu ár og því lægi kannski beinast við að hann yrði KR-ingur. En Valur og KR eru „knattspyrnufélög“. „Ég er búinn að finna eitt lið sem ég get sannarlega haldið með og það er ÍR! Ég get haldið með ÍR vegna þess að ÍR heitir bara „Íþróttafélag Reykjavíkur“. Ekkert knattspyrnu neitt. Hér með tilkynnist það að ég er ÍR-ingur. Áfram ÍR!“ sagði Jón. Þetta hefur vakið ánægju annarra ÍR-inga sem nú hafa fengið Jón sem heiðursgest í kvöld og minna fólk jafnframt á að leikið sé í fótbolta en ekki knattspyrnu. ÍR-ingar mæta Leiknismönnum sem hafa verið að komast á flug eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu og unnið tvo leiki í röð. Þeir sitja í 9. sæti með sjö stig. Lengjudeild karla ÍR Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
ÍR-ingar hafa blásið á spár sérfræðinga, sem settu þá í 7. sæti, og eru á toppi Lengjudeildarinnar eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins fengið á sig fjögur mörk, og safnað fimmtán stigum. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík og fjórum fyrir ofan HK, Þór og Þrótt. Liðinu bættist svo stuðningur á dögunum þegar Jón, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti á Facebook að hann væri orðinn ÍR-ingur. Áríðandi tilkynning um fótbolta !Posted by Jón Gnarr on Miðvikudagur, 4. júní 2025 „Ég hef í nokkurn tíma verið að leita mér að íslensku fótboltafélagi til að halda með. Hingað til hef ég haldið með öllum og engum en nú ætla ég að breyta því. Ég er búinn að velja mér lið,“ sagði Jón í tilkynningu sinni þar sem hann ítrekaði jafnframt óánægju sína með orðið „knattspyrna“. „Það sem hefur helst truflað mig varðandi fótbolta er þessi tilhneiging Íslendinga til að kalla fótbolta knattspyrnu. Þetta orð er komið frá Bjarna Jónssyni frá Vogi sem fann upp þetta nýyrði 1910 og mér leiðist þetta. Þetta knattþeytispyrnutal… Þetta er bara fótbolti fyrir mér. Mér finnst það bara eðlilegt mál og hitt eitthvað skrýtið,“ segir Jón sem af þessum sökum gat ekki haldið með sumum öðrum liðum í Reykjavík: „Ég er fæddur og uppalinn í Fossvoginum og eina fótboltaliðið sem ég hef nokkurn tímann æft með er Víkingur. Þess vegna væri eðlilegt kannski fyrir mig að halda með Víkingum en ég get það ekki vegna þess að þó Víkingur sé töff nafn þá heitir það „Knattspyrnufélagið Víkingur“. Það gengur ekki fyrir mig,“ sagði Jón. Hann hefði einnig getað orðið Valsari eftir að hafa leikið gríðarmikinn Valsara í Íslenska Draumnum á sínum tíma og þá hefði hann búið í Vesturbænum í um þrjátíu ár og því lægi kannski beinast við að hann yrði KR-ingur. En Valur og KR eru „knattspyrnufélög“. „Ég er búinn að finna eitt lið sem ég get sannarlega haldið með og það er ÍR! Ég get haldið með ÍR vegna þess að ÍR heitir bara „Íþróttafélag Reykjavíkur“. Ekkert knattspyrnu neitt. Hér með tilkynnist það að ég er ÍR-ingur. Áfram ÍR!“ sagði Jón. Þetta hefur vakið ánægju annarra ÍR-inga sem nú hafa fengið Jón sem heiðursgest í kvöld og minna fólk jafnframt á að leikið sé í fótbolta en ekki knattspyrnu. ÍR-ingar mæta Leiknismönnum sem hafa verið að komast á flug eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu og unnið tvo leiki í röð. Þeir sitja í 9. sæti með sjö stig.
Lengjudeild karla ÍR Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira