Jón Gnarr heiðursgestur á Breiðholtsslag í fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 16:00 Jón Gnarr verður á meðal stuðningsmanna ÍR í kvöld. VÍSIR/VILHELM Nýjasti stuðningsmaður ÍR í fótbolta, ekki knattspyrnu, er alþingismaðurinn og skemmtikrafturinn Jón Gnarr. Af því tilefni verður hann heiðursgestur á Breiðholtsslagnum í Lengjudeild karla í kvöld. ÍR-ingar hafa blásið á spár sérfræðinga, sem settu þá í 7. sæti, og eru á toppi Lengjudeildarinnar eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins fengið á sig fjögur mörk, og safnað fimmtán stigum. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík og fjórum fyrir ofan HK, Þór og Þrótt. Liðinu bættist svo stuðningur á dögunum þegar Jón, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti á Facebook að hann væri orðinn ÍR-ingur. Áríðandi tilkynning um fótbolta !Posted by Jón Gnarr on Miðvikudagur, 4. júní 2025 „Ég hef í nokkurn tíma verið að leita mér að íslensku fótboltafélagi til að halda með. Hingað til hef ég haldið með öllum og engum en nú ætla ég að breyta því. Ég er búinn að velja mér lið,“ sagði Jón í tilkynningu sinni þar sem hann ítrekaði jafnframt óánægju sína með orðið „knattspyrna“. „Það sem hefur helst truflað mig varðandi fótbolta er þessi tilhneiging Íslendinga til að kalla fótbolta knattspyrnu. Þetta orð er komið frá Bjarna Jónssyni frá Vogi sem fann upp þetta nýyrði 1910 og mér leiðist þetta. Þetta knattþeytispyrnutal… Þetta er bara fótbolti fyrir mér. Mér finnst það bara eðlilegt mál og hitt eitthvað skrýtið,“ segir Jón sem af þessum sökum gat ekki haldið með sumum öðrum liðum í Reykjavík: „Ég er fæddur og uppalinn í Fossvoginum og eina fótboltaliðið sem ég hef nokkurn tímann æft með er Víkingur. Þess vegna væri eðlilegt kannski fyrir mig að halda með Víkingum en ég get það ekki vegna þess að þó Víkingur sé töff nafn þá heitir það „Knattspyrnufélagið Víkingur“. Það gengur ekki fyrir mig,“ sagði Jón. Hann hefði einnig getað orðið Valsari eftir að hafa leikið gríðarmikinn Valsara í Íslenska Draumnum á sínum tíma og þá hefði hann búið í Vesturbænum í um þrjátíu ár og því lægi kannski beinast við að hann yrði KR-ingur. En Valur og KR eru „knattspyrnufélög“. „Ég er búinn að finna eitt lið sem ég get sannarlega haldið með og það er ÍR! Ég get haldið með ÍR vegna þess að ÍR heitir bara „Íþróttafélag Reykjavíkur“. Ekkert knattspyrnu neitt. Hér með tilkynnist það að ég er ÍR-ingur. Áfram ÍR!“ sagði Jón. Þetta hefur vakið ánægju annarra ÍR-inga sem nú hafa fengið Jón sem heiðursgest í kvöld og minna fólk jafnframt á að leikið sé í fótbolta en ekki knattspyrnu. ÍR-ingar mæta Leiknismönnum sem hafa verið að komast á flug eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu og unnið tvo leiki í röð. Þeir sitja í 9. sæti með sjö stig. Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
ÍR-ingar hafa blásið á spár sérfræðinga, sem settu þá í 7. sæti, og eru á toppi Lengjudeildarinnar eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins fengið á sig fjögur mörk, og safnað fimmtán stigum. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík og fjórum fyrir ofan HK, Þór og Þrótt. Liðinu bættist svo stuðningur á dögunum þegar Jón, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti á Facebook að hann væri orðinn ÍR-ingur. Áríðandi tilkynning um fótbolta !Posted by Jón Gnarr on Miðvikudagur, 4. júní 2025 „Ég hef í nokkurn tíma verið að leita mér að íslensku fótboltafélagi til að halda með. Hingað til hef ég haldið með öllum og engum en nú ætla ég að breyta því. Ég er búinn að velja mér lið,“ sagði Jón í tilkynningu sinni þar sem hann ítrekaði jafnframt óánægju sína með orðið „knattspyrna“. „Það sem hefur helst truflað mig varðandi fótbolta er þessi tilhneiging Íslendinga til að kalla fótbolta knattspyrnu. Þetta orð er komið frá Bjarna Jónssyni frá Vogi sem fann upp þetta nýyrði 1910 og mér leiðist þetta. Þetta knattþeytispyrnutal… Þetta er bara fótbolti fyrir mér. Mér finnst það bara eðlilegt mál og hitt eitthvað skrýtið,“ segir Jón sem af þessum sökum gat ekki haldið með sumum öðrum liðum í Reykjavík: „Ég er fæddur og uppalinn í Fossvoginum og eina fótboltaliðið sem ég hef nokkurn tímann æft með er Víkingur. Þess vegna væri eðlilegt kannski fyrir mig að halda með Víkingum en ég get það ekki vegna þess að þó Víkingur sé töff nafn þá heitir það „Knattspyrnufélagið Víkingur“. Það gengur ekki fyrir mig,“ sagði Jón. Hann hefði einnig getað orðið Valsari eftir að hafa leikið gríðarmikinn Valsara í Íslenska Draumnum á sínum tíma og þá hefði hann búið í Vesturbænum í um þrjátíu ár og því lægi kannski beinast við að hann yrði KR-ingur. En Valur og KR eru „knattspyrnufélög“. „Ég er búinn að finna eitt lið sem ég get sannarlega haldið með og það er ÍR! Ég get haldið með ÍR vegna þess að ÍR heitir bara „Íþróttafélag Reykjavíkur“. Ekkert knattspyrnu neitt. Hér með tilkynnist það að ég er ÍR-ingur. Áfram ÍR!“ sagði Jón. Þetta hefur vakið ánægju annarra ÍR-inga sem nú hafa fengið Jón sem heiðursgest í kvöld og minna fólk jafnframt á að leikið sé í fótbolta en ekki knattspyrnu. ÍR-ingar mæta Leiknismönnum sem hafa verið að komast á flug eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu og unnið tvo leiki í röð. Þeir sitja í 9. sæti með sjö stig.
Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira