Hrósaði meirihlutanum og sendi þeim gamla pillu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 11:33 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins þótti fulltrúar gömlu ríkisstjórnarinnar heldur fámennir í nótt. Vísir/Vilhelm Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins hrósaði þingmönnum meirihlutans í gær fyrir þolinmæði sína í umræðum um innleiðingu bókunar 35 sem stóð fram yfir klukkan tvö um nótt. Hún sendi í leiðinni fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar væna pillu. Eins og fram hefur komið ræddu þingmenn stjórnarandstöðunnar bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Umræðan hófst um hálfþrjúleytið og stóð til þangað til að klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Sjá einnig: Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni alveg frá byrjun og ræddu málið langt fram á nótt. Það voru þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig virkan þátt í umræðunum en svo virðist sem að Nanna Margrét hafi orðið vör við að það fækkaði í hópi Sjálfstæðismanna eftir því sem kvöldið leið. „Eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna“ Hún byrjaði ræðu sína á því að biðja forseta afsökunar á því að hafa verið ósanngjörn í garð meirihlutans. Fulltrúar hans hafi verið viðstaddir umræðuna og tekið þátt í henni og hún sagði það mikið betra að ræða bókun 35 vel og lengi í stað þess að keyra í gegn önnur mál sem hún segir enga samstöðu ríkja um. „Af því að það fær svona góða umfjöllun trúi ég því að þrátt fyrir að, eins og háttvirtur þingmaður María Rut Kristinsdóttir sagði áðan, maður telji að maður viti hvernig endirinn fer, eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna, þá stundum kemur endirinn á óvart,“ sagði Nanna Margrét. Sjálfstæðismenn farnir í felur Hún sagði að leyfa ætti nýjum þingmönnum að kynna sér málið betur og fresta þinglegri umfjöllun um það fram á haust eða fram að atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. „Svo mál líka hrósa meirihlutanum fyrir að vera hér. Því að flokkarnir sem voru í gömlu ríkisstjórninni eru bara farnir, held ég. Þeir eru bara farnir í felur. Þeir virðast einhvern veginn búnir með þessa umræðu en núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki að fara í felur hér í kvöld. Það eru allavega fulltrúar frá henni í salnum,“ sagði Nanna. Bókun 35 Alþingi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Eins og fram hefur komið ræddu þingmenn stjórnarandstöðunnar bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Umræðan hófst um hálfþrjúleytið og stóð til þangað til að klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Sjá einnig: Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni alveg frá byrjun og ræddu málið langt fram á nótt. Það voru þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig virkan þátt í umræðunum en svo virðist sem að Nanna Margrét hafi orðið vör við að það fækkaði í hópi Sjálfstæðismanna eftir því sem kvöldið leið. „Eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna“ Hún byrjaði ræðu sína á því að biðja forseta afsökunar á því að hafa verið ósanngjörn í garð meirihlutans. Fulltrúar hans hafi verið viðstaddir umræðuna og tekið þátt í henni og hún sagði það mikið betra að ræða bókun 35 vel og lengi í stað þess að keyra í gegn önnur mál sem hún segir enga samstöðu ríkja um. „Af því að það fær svona góða umfjöllun trúi ég því að þrátt fyrir að, eins og háttvirtur þingmaður María Rut Kristinsdóttir sagði áðan, maður telji að maður viti hvernig endirinn fer, eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna, þá stundum kemur endirinn á óvart,“ sagði Nanna Margrét. Sjálfstæðismenn farnir í felur Hún sagði að leyfa ætti nýjum þingmönnum að kynna sér málið betur og fresta þinglegri umfjöllun um það fram á haust eða fram að atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. „Svo mál líka hrósa meirihlutanum fyrir að vera hér. Því að flokkarnir sem voru í gömlu ríkisstjórninni eru bara farnir, held ég. Þeir eru bara farnir í felur. Þeir virðast einhvern veginn búnir með þessa umræðu en núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki að fara í felur hér í kvöld. Það eru allavega fulltrúar frá henni í salnum,“ sagði Nanna.
Bókun 35 Alþingi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira