Nú horfir Real Madríd til Argentínu í leit að undrabörnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 17:47 Táningurinn Franco Mastantuono í sínum fyrsta A-landsleik. Marcelo Hernandez/Getty Images Undanfarin ár hefur Real Madríd horft til Brasilíu í leit að næstu stórstjörnu sinni. Nú horfir liðið til Argentínu og hefur hinn 17 ára gamli Franco Mastantuono samið um kaup og kjör við spænska stórveldið. Hann kostar þó skildinginn þrátt fyrir ungan aldur. Real hefur gert vel þegar kemur að því að kaupa unga og efnilega leikmenn frá Suður-Ameríku. Til þessa hafa þeir þó nær allir komið frá Brasilíu. Má nefna Vinícius Júnior, Rodrygo og nú síðast Endrick í því samhengi. Éder Militão gekk svo í raðir Real eftir eitt tímabil með Porto í Portúgal. Þar áður hafði hann leikið allan sinn feril með São Paulo í heimalandinu. Nú virðist sem Real hafi ákveðið að horfa til annarra landa í Suður-Ameríku en nýjasta vonarstjarna félagsins kemur frá Argentínu. Sá heitir Franco Mastantuono og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið einn A-landsleik fyrir þjóð sína. Sá leikur kom í 1-0 sigri á Síle í undankeppni HM. Er Mastantuono yngsti leikmaður í sögu argentíska A-landsliðsins. Miðjumaðurinn Mastantuono skrifar undir sex ára samning við Real. Tekur samningurinn gildi 14. ágúst næstkomandi þegar Mastantuono fagnar 18 ára afmæli sínu. Táningurinn kemur frá River Plate og mun kosta Real 45 milljónir evra eða rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna. 🚀 ¡Mastantuono, nuevo jugador del Real Madrid!#WelcomeMastantuono pic.twitter.com/o95654A9St— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 13, 2025 Eru þetta þriðju kaup Real í sumar en áður hafði liðið sótt Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool og miðvörðinn Dean Huijsen frá Bournemouth. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Real hefur gert vel þegar kemur að því að kaupa unga og efnilega leikmenn frá Suður-Ameríku. Til þessa hafa þeir þó nær allir komið frá Brasilíu. Má nefna Vinícius Júnior, Rodrygo og nú síðast Endrick í því samhengi. Éder Militão gekk svo í raðir Real eftir eitt tímabil með Porto í Portúgal. Þar áður hafði hann leikið allan sinn feril með São Paulo í heimalandinu. Nú virðist sem Real hafi ákveðið að horfa til annarra landa í Suður-Ameríku en nýjasta vonarstjarna félagsins kemur frá Argentínu. Sá heitir Franco Mastantuono og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið einn A-landsleik fyrir þjóð sína. Sá leikur kom í 1-0 sigri á Síle í undankeppni HM. Er Mastantuono yngsti leikmaður í sögu argentíska A-landsliðsins. Miðjumaðurinn Mastantuono skrifar undir sex ára samning við Real. Tekur samningurinn gildi 14. ágúst næstkomandi þegar Mastantuono fagnar 18 ára afmæli sínu. Táningurinn kemur frá River Plate og mun kosta Real 45 milljónir evra eða rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna. 🚀 ¡Mastantuono, nuevo jugador del Real Madrid!#WelcomeMastantuono pic.twitter.com/o95654A9St— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 13, 2025 Eru þetta þriðju kaup Real í sumar en áður hafði liðið sótt Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool og miðvörðinn Dean Huijsen frá Bournemouth.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira