Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2025 08:56 Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Fljótagöngum er ætlað að leysa af þennan veg. Skjáskot/Stöð 2. „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ Þetta segir alþingismaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, nú ritstjóri Bæjarins besta, í grein í vestfirska miðlinum. Tilefni greinarinnar er auglýsing Skipulagsstofnunar í fyrradag á matsáætlun fyrir Siglufjarðarveg og Fljótagöng sem Vegagerðin hefur lagt fram. Jafnframt opnaði Vegagerðin nýlega tilboð í rannsóknarboranir vegna Fljótaganga. Bora á þrjár kjarnaholur í sumar í áætlaðri jarðgangalínu milli Fljóta og Siglufjarðar og á borunum að vera lokið fyrir 1. október í haust. Kristinn H. Gunnarsson sat á Alþingi á árunum 1991 til 2009 sem þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis.Vísir Með átján ára þingreynslu að baki fyrir þrjá stjórnmálaflokka, og sem þingflokksformaður tveggja þeirra, þekkir Kristinn vel hvernig kaupin geirast á eyrinni í pólitíkinni og ætti að teljast vel læs í þau teikn sem birtast. Kristinn segir Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra ítrekað hafa neitað að svara til um hver forgangsröðun ríkisstjórnarinnar væri í jarðgangagerð. Hann hafi vísað til nýrrar samgönguáætlunar sem lögð verði fram í haust. „Nú þýðir ekki lengur að dyljast í þessu máli, ríkisstjórnin er búin að taka sína ákvörðun, fjórðu jarðgöngin til Siglufjarðar eru á undan næstu jarðgöngum á Vestfjörðum,“ segir Kristinn. Á Vestfjörðum er meðal annars kallað eftir jarðgöngum til að leysa af veginn um Súðavíkurhlíð.Stöð 2 Eins og búast mátti við af fyrrum þingmanni Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis og núverandi ritstjóra héraðsmiðils Vestfirðinga er kjarninn í málflutningi Kristins í jarðgangakapphlaupi landshlutanna að draga fram brýnni þörf á jarðgöngum fyrir vestan. Um leið segir hann enga þörf á Fljótagöngum. „Rök Vegagerðarinnar um ástand vegarins um Almenninga eru veigalítil. Þótt sá vegur sígi og jafnvel í framtíðinni verði ónothæfur er hann ekki brýnn, hvorki fyrir Siglfirðinga né þá fáu sem búa í Fljótunum. Siglfirðingar sækja alla sína þjónustu, að eigin ósk, í Eyjafjörðinn um Héðinsfjarðargöng og Fljótamenn búa við láglendisveg til Skagafjarðar. Það þarf því engin jarðgöng. Þessi málflutningur Vegagerðarinnar er frekar pólitískur en faglegur. Þörf fyrir jarðgöng eru víða brýn á landinu og miklu mun brýnni en í Fljótunum. Það seinkar öðrum brýnni jarðgöngum að verja 21 milljarði króna í þessi lítt nauðsynlegu göng,“ segir Kristinn í grein sinni í BB. Teikning Vegagerðarinnar af fyrirhuguðum jarðgöngum milli Fljóta og Siglufjarðar. Tveir möguleikar, táknaðir með blárri og rauðri punktalínu, eru sýndir á legu ganganna og vegtengingum.Vegagerðin Í viðtali á Stöð 2 í byrjun ársins vildi Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ekki svara því hvort Fjarðarheiðargöng milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða yrðu áfram efst á forgangslista nýrrar jarðgangaáætlunar, tók raunar sérstaklega fram að hann væri óbundinn af fyrri áætlun. Hann sagði einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. Allt væri uppi á borðinu hvað þetta varðar. Hér má rifja upp hvað ráðherrann sagði í janúar: Í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2022 heyrðum við óskir Fljótamanna: Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Skagafjörður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þetta segir alþingismaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, nú ritstjóri Bæjarins besta, í grein í vestfirska miðlinum. Tilefni greinarinnar er auglýsing Skipulagsstofnunar í fyrradag á matsáætlun fyrir Siglufjarðarveg og Fljótagöng sem Vegagerðin hefur lagt fram. Jafnframt opnaði Vegagerðin nýlega tilboð í rannsóknarboranir vegna Fljótaganga. Bora á þrjár kjarnaholur í sumar í áætlaðri jarðgangalínu milli Fljóta og Siglufjarðar og á borunum að vera lokið fyrir 1. október í haust. Kristinn H. Gunnarsson sat á Alþingi á árunum 1991 til 2009 sem þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis.Vísir Með átján ára þingreynslu að baki fyrir þrjá stjórnmálaflokka, og sem þingflokksformaður tveggja þeirra, þekkir Kristinn vel hvernig kaupin geirast á eyrinni í pólitíkinni og ætti að teljast vel læs í þau teikn sem birtast. Kristinn segir Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra ítrekað hafa neitað að svara til um hver forgangsröðun ríkisstjórnarinnar væri í jarðgangagerð. Hann hafi vísað til nýrrar samgönguáætlunar sem lögð verði fram í haust. „Nú þýðir ekki lengur að dyljast í þessu máli, ríkisstjórnin er búin að taka sína ákvörðun, fjórðu jarðgöngin til Siglufjarðar eru á undan næstu jarðgöngum á Vestfjörðum,“ segir Kristinn. Á Vestfjörðum er meðal annars kallað eftir jarðgöngum til að leysa af veginn um Súðavíkurhlíð.Stöð 2 Eins og búast mátti við af fyrrum þingmanni Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis og núverandi ritstjóra héraðsmiðils Vestfirðinga er kjarninn í málflutningi Kristins í jarðgangakapphlaupi landshlutanna að draga fram brýnni þörf á jarðgöngum fyrir vestan. Um leið segir hann enga þörf á Fljótagöngum. „Rök Vegagerðarinnar um ástand vegarins um Almenninga eru veigalítil. Þótt sá vegur sígi og jafnvel í framtíðinni verði ónothæfur er hann ekki brýnn, hvorki fyrir Siglfirðinga né þá fáu sem búa í Fljótunum. Siglfirðingar sækja alla sína þjónustu, að eigin ósk, í Eyjafjörðinn um Héðinsfjarðargöng og Fljótamenn búa við láglendisveg til Skagafjarðar. Það þarf því engin jarðgöng. Þessi málflutningur Vegagerðarinnar er frekar pólitískur en faglegur. Þörf fyrir jarðgöng eru víða brýn á landinu og miklu mun brýnni en í Fljótunum. Það seinkar öðrum brýnni jarðgöngum að verja 21 milljarði króna í þessi lítt nauðsynlegu göng,“ segir Kristinn í grein sinni í BB. Teikning Vegagerðarinnar af fyrirhuguðum jarðgöngum milli Fljóta og Siglufjarðar. Tveir möguleikar, táknaðir með blárri og rauðri punktalínu, eru sýndir á legu ganganna og vegtengingum.Vegagerðin Í viðtali á Stöð 2 í byrjun ársins vildi Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ekki svara því hvort Fjarðarheiðargöng milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða yrðu áfram efst á forgangslista nýrrar jarðgangaáætlunar, tók raunar sérstaklega fram að hann væri óbundinn af fyrri áætlun. Hann sagði einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. Allt væri uppi á borðinu hvað þetta varðar. Hér má rifja upp hvað ráðherrann sagði í janúar: Í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2022 heyrðum við óskir Fljótamanna:
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Skagafjörður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21
Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01
Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45