Auðlindin er sameign – en verðmætasköpunin er ekki sjálfgefin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. júní 2025 11:02 Það er vinsælt í íslenskri umræðu að tala um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar. Það er rétt. Enginn á fiskinn í sjónum. En það virðist stundum gleymast að fiskurinn veiðir sig ekki sjálfur, frystir sig ekki sjálfur og selur sig ekki sjálfur á mörkuðum erlendis. Það þarf fólk, skip, tæki, hugvit og fjármagn. Það þarf vinnu – og það kostar. Það er hægt að vera sammála um að þjóðin eigi auðlindina og samt viðurkenna að það er ekki sjálfgefið að verðmæti verði til. Það er nefnilega mikill munur á auðlind og verðmætasköpun. Auðlindin er hrá – verðmætin verða til í gegnum vinnu, þekkingu og áhættu. Þeir sem leggja á sig að veiða, vinna og selja fiskinn eiga ekki auðlindina – en þeir skapa verðmætin. Og það skiptir máli. Í umræðunni um sjávarútveginn er stundum talað eins og arður fyrirtækja í greininni sé stuldur frá þjóðinni. Eins og það sé einhver ósvífni að sjávarútvegsfyrirtæki skili hagnaði. En þetta er einföldun sem þjónar litlu nema reiði. Hagnaður er ekki afbrot – hann er merki um að verðmætasköpun hafi átt sér stað. Og sú verðmætasköpun er ekki sjálfgefin, ekki ókeypis og ekki áhættulaus. Það þýðir ekki að ekki megi ræða veiðigjöld, sanngjörn arðsemismörk eða félagslega ábyrgð greinarinnar. Það þarf að gera það. En það verður að gera það af sanngirni og með raunsæi. Það er engin dyggð að gagnrýna atvinnugrein á grundvelli upplýsingaóreiðu og pólitískrar sófaspeki. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að sætta sig við stöðuga vanþóknun úr öllum áttum þegar þau eru að skapa störf, útflutningstekjur og verðmæti sem við öll njótum góðs af. Við getum krafist þess að sjávarútvegurinn greiði sanngjörn gjöld og sýni samfélagslega ábyrgð – en við verðum líka að viðurkenna að hann skapar verðmæti sem ekki verða til með því einu að fiskur syndi í sjó. Þessi tvíhyggja – að annaðhvort sé greinin arðræningjar eða þjóðhetjur – þjónar engum tilgangi. Hún dregur úr trausti og gerir málefnalega umræðu ómögulega. Sjávarútvegurinn þarf gagnsæi, réttlæti og ábyrgð. En hann á líka skilið virðingu fyrir því sem hann gerir rétt. Það er ekki ósanngjarnt – það er bara heiðarlegt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er vinsælt í íslenskri umræðu að tala um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar. Það er rétt. Enginn á fiskinn í sjónum. En það virðist stundum gleymast að fiskurinn veiðir sig ekki sjálfur, frystir sig ekki sjálfur og selur sig ekki sjálfur á mörkuðum erlendis. Það þarf fólk, skip, tæki, hugvit og fjármagn. Það þarf vinnu – og það kostar. Það er hægt að vera sammála um að þjóðin eigi auðlindina og samt viðurkenna að það er ekki sjálfgefið að verðmæti verði til. Það er nefnilega mikill munur á auðlind og verðmætasköpun. Auðlindin er hrá – verðmætin verða til í gegnum vinnu, þekkingu og áhættu. Þeir sem leggja á sig að veiða, vinna og selja fiskinn eiga ekki auðlindina – en þeir skapa verðmætin. Og það skiptir máli. Í umræðunni um sjávarútveginn er stundum talað eins og arður fyrirtækja í greininni sé stuldur frá þjóðinni. Eins og það sé einhver ósvífni að sjávarútvegsfyrirtæki skili hagnaði. En þetta er einföldun sem þjónar litlu nema reiði. Hagnaður er ekki afbrot – hann er merki um að verðmætasköpun hafi átt sér stað. Og sú verðmætasköpun er ekki sjálfgefin, ekki ókeypis og ekki áhættulaus. Það þýðir ekki að ekki megi ræða veiðigjöld, sanngjörn arðsemismörk eða félagslega ábyrgð greinarinnar. Það þarf að gera það. En það verður að gera það af sanngirni og með raunsæi. Það er engin dyggð að gagnrýna atvinnugrein á grundvelli upplýsingaóreiðu og pólitískrar sófaspeki. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að sætta sig við stöðuga vanþóknun úr öllum áttum þegar þau eru að skapa störf, útflutningstekjur og verðmæti sem við öll njótum góðs af. Við getum krafist þess að sjávarútvegurinn greiði sanngjörn gjöld og sýni samfélagslega ábyrgð – en við verðum líka að viðurkenna að hann skapar verðmæti sem ekki verða til með því einu að fiskur syndi í sjó. Þessi tvíhyggja – að annaðhvort sé greinin arðræningjar eða þjóðhetjur – þjónar engum tilgangi. Hún dregur úr trausti og gerir málefnalega umræðu ómögulega. Sjávarútvegurinn þarf gagnsæi, réttlæti og ábyrgð. En hann á líka skilið virðingu fyrir því sem hann gerir rétt. Það er ekki ósanngjarnt – það er bara heiðarlegt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun