Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2025 18:00 Ómar Ingi Magnússon var markahæsti maður vallarins með ellefu mörk. EPA-EFE/Christopher Neundorf Ómar Ingi Magnússon sýndi hetjulega frammistöðu og Gísli Þorgeir Kristjánsson harkaði af sér axlarmeiðsli í 31-30 sigri Magdeburg gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Ómar var markahæsti maður vallarins og Gísli lagði upp sigurmarkið á lokasekúndunni. Barcelona byrjaði leikinn betur, skoraði fyrstu tvö mörkin og tóku síðan fjögurra marka forystu þegar líða fór á fyrri hálfleik. Magdeburg átti hins vegar gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks eftir að besti varnarmaður Barcelona, Thiagus Petrus, fékk beint rautt spjald. Staðan jöfn 18-18 í hálfleik. Aftur byrjaði Barcelona betur í seinni hálfleik og vann sér upp þriggja marka forystu, en þá fór Ómar Ingi Magnússon í algjöran ham. Ómar skoraði fjögur mörk í röð, Magdeburg náði forystunni eftir þriðja markið þegar hann stal boltanum og fór í hraðaupphlaup. Á sama tíma og það gerðist missti Barcelona annan mikilvægan mann, Dika Mem var borinn meiddur af velli. Magdeburg fór illa með forystuna og missti hana fljótt. Barcelona jafnaði og komst svo tveimur mörkum yfir eftir tapaða bolta hjá Magdeburg og skot yfir allan völlinn í autt markið. Magdeburg sýndi hins vegar mikla seiglu og tókst að jafna leikinn aftur. Barcelona fékk svo tvö rauð spjöld til viðbótar þegar aðeins tvær mínútur voru eftir, Jonathan Carlsbogard og Hampus Wanne voru reknir af velli. Tveimur mönnum fleiri á lokastundum leiksins tókst Magdeburg að vinna leikinn með einu marki, Tim Hornke setti sigurmarkið á lokasekúndunni eftir stoðsendingu Gísla Þorgeirs. Magdeburg er þar með komið í úrslitaleikinn gegn Fucshe Berlin. Leikurinn fer fram klukkan fjögur á morgun en fyrr um daginn, klukkan eitt, mætast Barcelona og Nantes í bronsleiknum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Füchse Berlin vann afar öruggan 34-24 sigur gegn Nantes í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Lanxess leikvanginum í Köln, þrátt fyrir að spila meirihluta leiks án Mathias Gidsel. 14. júní 2025 14:51 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira
Barcelona byrjaði leikinn betur, skoraði fyrstu tvö mörkin og tóku síðan fjögurra marka forystu þegar líða fór á fyrri hálfleik. Magdeburg átti hins vegar gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks eftir að besti varnarmaður Barcelona, Thiagus Petrus, fékk beint rautt spjald. Staðan jöfn 18-18 í hálfleik. Aftur byrjaði Barcelona betur í seinni hálfleik og vann sér upp þriggja marka forystu, en þá fór Ómar Ingi Magnússon í algjöran ham. Ómar skoraði fjögur mörk í röð, Magdeburg náði forystunni eftir þriðja markið þegar hann stal boltanum og fór í hraðaupphlaup. Á sama tíma og það gerðist missti Barcelona annan mikilvægan mann, Dika Mem var borinn meiddur af velli. Magdeburg fór illa með forystuna og missti hana fljótt. Barcelona jafnaði og komst svo tveimur mörkum yfir eftir tapaða bolta hjá Magdeburg og skot yfir allan völlinn í autt markið. Magdeburg sýndi hins vegar mikla seiglu og tókst að jafna leikinn aftur. Barcelona fékk svo tvö rauð spjöld til viðbótar þegar aðeins tvær mínútur voru eftir, Jonathan Carlsbogard og Hampus Wanne voru reknir af velli. Tveimur mönnum fleiri á lokastundum leiksins tókst Magdeburg að vinna leikinn með einu marki, Tim Hornke setti sigurmarkið á lokasekúndunni eftir stoðsendingu Gísla Þorgeirs. Magdeburg er þar með komið í úrslitaleikinn gegn Fucshe Berlin. Leikurinn fer fram klukkan fjögur á morgun en fyrr um daginn, klukkan eitt, mætast Barcelona og Nantes í bronsleiknum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Füchse Berlin vann afar öruggan 34-24 sigur gegn Nantes í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Lanxess leikvanginum í Köln, þrátt fyrir að spila meirihluta leiks án Mathias Gidsel. 14. júní 2025 14:51 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira
Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Füchse Berlin vann afar öruggan 34-24 sigur gegn Nantes í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Lanxess leikvanginum í Köln, þrátt fyrir að spila meirihluta leiks án Mathias Gidsel. 14. júní 2025 14:51