Lengdist um níu sentímetra og lærði að ganga upp á nýtt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2025 20:00 Svona var bak Brynju fyrir aðgerðina en hún þurfti að læra að ganga upp á nýtt að henni lokinni. Aðsend Kona á þrítugsaldri sem greindist með hryggskekkju fimmtán ára segir mikilvægt að fólk taki tillit til þeirra sem þjást af kvillanum. Júnímánuður er tileinkaður vitundarvakningu um hryggskekkju en hún lengdist sjálf um níu sentímetra eftir tíu klukkutíma aðgerð það sem bak hennar var spengt með 23 skrúfum. Brynja Dögg Árnadóttir var fimmtán ára þegar hún greindist með 40 gráðu hryggskekkju. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa verið verkjuð og var því leitað annarra leiða en aðgerðar til að vinna úr skekkjunni. Það gekk ágætlega þangað til fyrir ári síðan þegar verkir fóru að gera vart við sig. Skekkjan var þá orðin 70 gráður. 23 skrúfur og tvær plötur í bakinu „Það var orðinn svo mikill snúningur að það var akkúrat þumall á milli neðsta rifbeinsins og mjaðmabeinsins. Og þetta er í rauninni að hafa áhrif á allt. Ég gat alveg verið að gera ýmsa hluti en ég þurfti kannski meiri orku í þá en aðrir á mínum aldri sem voru ekki með þessa skekkju,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Í byrjun árs var ekkert annað í stöðunni en að leggjast undir hnífinn. Tveir læknar sjái um spengingar hér á landi og býr annar þeirra í Svíþjóð. „Aðgerðin átti að taka þrjá klukkutíma en það lengdist eitthvað hjá þeim því þetta var svo mikið eða eitthvað. Aðgerðin var allavega í tíu klukkutíma og ég er með 23 skrúfur í bakinu og tvær plötur til að halda við. Brynja Dögg Árnadóttir, 23 ára.vísir/sigurjón Að öðru leyti gekk aðgerðin vel og var skekkjan minnkuð í fjórar gráður sem telst vart skekkja að sögn Brynju. „Ég var 166 sentímetrar þegar ég fór í aðgerðina en þegar ég kom úr aðgerðinni þá var ég 175 sentímetrar. Ég þurfti að fara kaupa mikið af nýjum fötum, því fötin pössuðu ekkert á mig þegar ég var með skekkjuna.“ Finnur fyrir öllum skrúfunum í köldu veðri Langt og strembið endurhæfingarferli tók þá við og stendur enn yfir. „Þetta var alveg mjög vont fyrstu daganna á spítalanum. Ég átti að vera inniliggjandi á spítalanum í tvo til fimm daga, sögðu þeir en ég var í þrjár vikur. Og ég þurfti náttúrulega bara að læra að labba upp á nýtt og beita mér og svona.“ Brynja var verulega verkjuð eftir aðgerðina og dvaldi á spítalanum í þrjár vikur.aðsend Upphaflega hafi hún fundið mikið fyrir spengingunni en það vandist síðan að mestu leyti. „Ef það er mjög kalt úti og ef ég er ekki nægilega vel klædd þá finn ég fyrir öllum skrúfunum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Brynja Dögg Árnadóttir var fimmtán ára þegar hún greindist með 40 gráðu hryggskekkju. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa verið verkjuð og var því leitað annarra leiða en aðgerðar til að vinna úr skekkjunni. Það gekk ágætlega þangað til fyrir ári síðan þegar verkir fóru að gera vart við sig. Skekkjan var þá orðin 70 gráður. 23 skrúfur og tvær plötur í bakinu „Það var orðinn svo mikill snúningur að það var akkúrat þumall á milli neðsta rifbeinsins og mjaðmabeinsins. Og þetta er í rauninni að hafa áhrif á allt. Ég gat alveg verið að gera ýmsa hluti en ég þurfti kannski meiri orku í þá en aðrir á mínum aldri sem voru ekki með þessa skekkju,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Í byrjun árs var ekkert annað í stöðunni en að leggjast undir hnífinn. Tveir læknar sjái um spengingar hér á landi og býr annar þeirra í Svíþjóð. „Aðgerðin átti að taka þrjá klukkutíma en það lengdist eitthvað hjá þeim því þetta var svo mikið eða eitthvað. Aðgerðin var allavega í tíu klukkutíma og ég er með 23 skrúfur í bakinu og tvær plötur til að halda við. Brynja Dögg Árnadóttir, 23 ára.vísir/sigurjón Að öðru leyti gekk aðgerðin vel og var skekkjan minnkuð í fjórar gráður sem telst vart skekkja að sögn Brynju. „Ég var 166 sentímetrar þegar ég fór í aðgerðina en þegar ég kom úr aðgerðinni þá var ég 175 sentímetrar. Ég þurfti að fara kaupa mikið af nýjum fötum, því fötin pössuðu ekkert á mig þegar ég var með skekkjuna.“ Finnur fyrir öllum skrúfunum í köldu veðri Langt og strembið endurhæfingarferli tók þá við og stendur enn yfir. „Þetta var alveg mjög vont fyrstu daganna á spítalanum. Ég átti að vera inniliggjandi á spítalanum í tvo til fimm daga, sögðu þeir en ég var í þrjár vikur. Og ég þurfti náttúrulega bara að læra að labba upp á nýtt og beita mér og svona.“ Brynja var verulega verkjuð eftir aðgerðina og dvaldi á spítalanum í þrjár vikur.aðsend Upphaflega hafi hún fundið mikið fyrir spengingunni en það vandist síðan að mestu leyti. „Ef það er mjög kalt úti og ef ég er ekki nægilega vel klædd þá finn ég fyrir öllum skrúfunum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira