Svo verði Íslands ástkæra byggð ei öðrum þjóðum háð Anton Guðmundsson skrifar 17. júní 2025 10:32 81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina. Stofnun lýðveldisins var ekki tilviljunarkennd ákvörðun né gerð í skyndingu. Hún var niðurstaða margra ára baráttu, þar sem sjálfstæðisviljinn lifði í hjörtum fólksins. Frá endurreisn Alþingis árið 1845 til sambandslaganna 1918 gekk þjóðin með drauminn um fullveldi í brjósti. Þegar Danmörk var hernumin í síðari heimsstyrjöld varð ljóst að stundin var komin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944 studdi nær einróma þjóðin stofnun lýðveldis og þann 17. júní varð draumurinn að veruleika. Í dag, 81 ári síðar, stöndum við sem þjóð sem hefur gengið í gegnum margt saman, kreppur, stríð, náttúruhamfarir og heimsfaraldur, en ávallt haldið sjálfstæðinu á lofti, með reisn og þrautseigju. Mikilvægi fullveldisins kom skýrt fram bæði í þorskastríðunum og í Icesave-deilunni. En því miður erum við með ríkisstjórn í landinu í dag, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem virðir ekki þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað á Lögbergi við Öxará fyrir 81 ári síðan. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur markvisst að því að veikja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem setur málefni á oddinn sem beinlínis hafa það að leiðarljósi að grafa undan sjálfstæði landsins. Nefna má í því samhengi Bókun 35 við EES-samninginn og stefnumál um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bókun 35 hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993. Í bókuninni er annars vegar krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum, en hins vegar segir einnig að löggjafarvald skuli ekki framselt. Þar liggur vandinn, þessi ákvæði stangast á. Gæti verið komið að því að EES-samningurinn vinni gegn hagsmunum lýðveldisins Íslands? Trúlega væri betra fyrir okkur Íslendinga að segja okkur úr EES og gera eigin fríverslunarsamninga. Mér, persónulega, finnst algjörlega ótækt að samþykkja Bókun 35. Ég tel að hún stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins. Þegar viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn fer að stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ætti það að vekja djúpar spurningar um fullveldi, og stjórnarskrárbundna valdaskiptingu. Í 2. grein stjórnarskrárinnar, sem sett var við lýðveldisstofnun 17. júní 1944, segir skýrt að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið hvíli hjá forseta og stjórnvöldum samkvæmt lögum, og dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Þessi grein markar grundvallarþrískiptingu ríkisvaldsins. Með Bókun 35 er Ísland beðið um að skuldbinda sig til að veita erlendum reglum sem eru ekki settar af íslenskum löggjafa forgang og bein réttaráhrif. Því fylgir að íslenskir dómstólar verði að víkja frá landslögum og beita reglum sem hafa ekki verið samþykktar af Alþingi, heldur af stofnunum Evrópusambandsins. Þar með er ekki aðeins dregið úr löggjafarvaldi Alþingis, heldureinnig sjálfstæði dómstóla. Þetta skapar hættu á því að Ísland færi vald yfir í hendur erlendra aðila án þess að fylgt sé því ferli sem stjórnarskráin krefst. Þetta kallar á þá grundvallarspurningu:Getur viðskiptasamningur sem EES-samningurinn er í grunninn haft að geyma ákvæði sem krefjast þess að Ísland breyti sjálfum grunni lýðveldisins, Ef svo er, þá höfum við ekki lengur fullvalda þjóðríki. Núverandi ríkisstjórn hefur jafnframt talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi fela í sér umfangsmikið framsal fullveldis og grafa undan sjálfstæðum ákvörðunum þjóðarinnar í grundvallarmálum. Með aðild yrði Ísland skuldbundið til að lúta sameiginlegri löggjöf sambandsins á sviðum eins og landbúnaði, sjávarútvegi, peningamálum og dómsmálum, málaflokkum sem snerta beinlínis efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Í reynd myndi þetta þýða að reglugerðir og ákvarðanir teknar í Brussel, þar sem Ísland er aðeins lítið ríki meðal margra, hefðu lagalegan forgang yfir íslensk lög og væru bindandi fyrir stjórnvöld og dómstóla. Slíkt valdframsal gengur þvert gegn hugmyndinni um fullvalda lýðveldi, þar sem íslensk lög, sett af þjóðkjörnu Alþingi, ráða för. Því vekur aðild að ESB alvarlegar spurningar um hvort Ísland geti áfram talist fullvalda ríki ef það framselur löggjafar- og dómsvald til yfir þjóðlegra stofnana sem hafa vald til að setja lög sem ganga framar þeim sem Alþingi setur. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum skáldsins, úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944 Svo verði Íslands ástkær byggðei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggðsé öðrum þjóðum háð. – Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Fullveldismál skipta okkur Íslendinga máli, nú sem aldrei fyrr. Kæru Íslendingar,til hamingju með þjóðhátíðardaginn! Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær 17. júní Bókun 35 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina. Stofnun lýðveldisins var ekki tilviljunarkennd ákvörðun né gerð í skyndingu. Hún var niðurstaða margra ára baráttu, þar sem sjálfstæðisviljinn lifði í hjörtum fólksins. Frá endurreisn Alþingis árið 1845 til sambandslaganna 1918 gekk þjóðin með drauminn um fullveldi í brjósti. Þegar Danmörk var hernumin í síðari heimsstyrjöld varð ljóst að stundin var komin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944 studdi nær einróma þjóðin stofnun lýðveldis og þann 17. júní varð draumurinn að veruleika. Í dag, 81 ári síðar, stöndum við sem þjóð sem hefur gengið í gegnum margt saman, kreppur, stríð, náttúruhamfarir og heimsfaraldur, en ávallt haldið sjálfstæðinu á lofti, með reisn og þrautseigju. Mikilvægi fullveldisins kom skýrt fram bæði í þorskastríðunum og í Icesave-deilunni. En því miður erum við með ríkisstjórn í landinu í dag, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem virðir ekki þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað á Lögbergi við Öxará fyrir 81 ári síðan. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur markvisst að því að veikja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem setur málefni á oddinn sem beinlínis hafa það að leiðarljósi að grafa undan sjálfstæði landsins. Nefna má í því samhengi Bókun 35 við EES-samninginn og stefnumál um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bókun 35 hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993. Í bókuninni er annars vegar krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum, en hins vegar segir einnig að löggjafarvald skuli ekki framselt. Þar liggur vandinn, þessi ákvæði stangast á. Gæti verið komið að því að EES-samningurinn vinni gegn hagsmunum lýðveldisins Íslands? Trúlega væri betra fyrir okkur Íslendinga að segja okkur úr EES og gera eigin fríverslunarsamninga. Mér, persónulega, finnst algjörlega ótækt að samþykkja Bókun 35. Ég tel að hún stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins. Þegar viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn fer að stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ætti það að vekja djúpar spurningar um fullveldi, og stjórnarskrárbundna valdaskiptingu. Í 2. grein stjórnarskrárinnar, sem sett var við lýðveldisstofnun 17. júní 1944, segir skýrt að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið hvíli hjá forseta og stjórnvöldum samkvæmt lögum, og dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Þessi grein markar grundvallarþrískiptingu ríkisvaldsins. Með Bókun 35 er Ísland beðið um að skuldbinda sig til að veita erlendum reglum sem eru ekki settar af íslenskum löggjafa forgang og bein réttaráhrif. Því fylgir að íslenskir dómstólar verði að víkja frá landslögum og beita reglum sem hafa ekki verið samþykktar af Alþingi, heldur af stofnunum Evrópusambandsins. Þar með er ekki aðeins dregið úr löggjafarvaldi Alþingis, heldureinnig sjálfstæði dómstóla. Þetta skapar hættu á því að Ísland færi vald yfir í hendur erlendra aðila án þess að fylgt sé því ferli sem stjórnarskráin krefst. Þetta kallar á þá grundvallarspurningu:Getur viðskiptasamningur sem EES-samningurinn er í grunninn haft að geyma ákvæði sem krefjast þess að Ísland breyti sjálfum grunni lýðveldisins, Ef svo er, þá höfum við ekki lengur fullvalda þjóðríki. Núverandi ríkisstjórn hefur jafnframt talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi fela í sér umfangsmikið framsal fullveldis og grafa undan sjálfstæðum ákvörðunum þjóðarinnar í grundvallarmálum. Með aðild yrði Ísland skuldbundið til að lúta sameiginlegri löggjöf sambandsins á sviðum eins og landbúnaði, sjávarútvegi, peningamálum og dómsmálum, málaflokkum sem snerta beinlínis efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Í reynd myndi þetta þýða að reglugerðir og ákvarðanir teknar í Brussel, þar sem Ísland er aðeins lítið ríki meðal margra, hefðu lagalegan forgang yfir íslensk lög og væru bindandi fyrir stjórnvöld og dómstóla. Slíkt valdframsal gengur þvert gegn hugmyndinni um fullvalda lýðveldi, þar sem íslensk lög, sett af þjóðkjörnu Alþingi, ráða för. Því vekur aðild að ESB alvarlegar spurningar um hvort Ísland geti áfram talist fullvalda ríki ef það framselur löggjafar- og dómsvald til yfir þjóðlegra stofnana sem hafa vald til að setja lög sem ganga framar þeim sem Alþingi setur. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum skáldsins, úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944 Svo verði Íslands ástkær byggðei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggðsé öðrum þjóðum háð. – Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Fullveldismál skipta okkur Íslendinga máli, nú sem aldrei fyrr. Kæru Íslendingar,til hamingju með þjóðhátíðardaginn! Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun