Ný og glæsileg heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2025 21:03 Nýja heilsugæslustöðin er staðsett í Sandgerði, sem er hluti af Suðurnesjabæ en alls eru íbúar bæjarfélagsins um 4.700. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Suðurnesjabæjar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því það var verið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð í Sandgerði en þar munu heilbrigðisstarfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinna skjólstæðingum nýju stöðvarinnar. Að sjálfsögðu var klippt á borð við opnun nýju heilsugæslustöðvarinnar nýlega og nokkrar ræður voru líka fluttar og svo gafst gestum kostur á að skoða nýju stöðina. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa hingað til þurft að sækja heilbrigðisþjónustu til Keflavíkur en eiga nú ekki að þurfa þess lengur. Nýja heilsugæslustöðin er í húsi, sem heitir Varðan en þar eru bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar meðal annars líka til húsa. „Hér hefur ekki verið heilbrigðisþjónusta en full þörf á því miðað við fjölda íbúa. Þannig að þetta er frábær áfangi og bara virkilega vona að íbúar nýti sér þjónustuna þeir, sem þurfa á henni að halda,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bætir við. „Við ætlum að byrja að því núna í sumar að hafa opið tvo daga vikunnar og síðan opnum við bara eftir því sem eftirspurnin eykst.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ræður sér vart yfir kæti vegna nýju heilsugæslustöðvarinnar. „Já, þetta er sko stór áfangi fyrir íbúana hér í sveitarfélaginu. Við erum búin að vera að vinna í því í mörg ár að fá þessa þjónustu til okkar, þetta var mikill gleðidagur þegar stöðin var opnuð“. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Þetta náttúrulega bætir aðgengi íbúanna að heilsugæslu í heimabyggð og ég vona svo sannarlega að fólk nýti sér það,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson, Alma D. Möller og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir fengu það hlutverk að klippa á borða þegar nýja heilsugæslustöðin var opnuð í Sandgerði á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sveitarfélagið hafa séð um að gera húsnæði nýju heilsugæslustöðvarinnar klárt og það hafi kostað á bilinu 50 til 60 milljónir króna en svo greiði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leigu fyrir notkun húsnæðisins. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra er mjög ánægð með nýju heilsugæslustöðina. „Mér líst gríðarlega vel á þetta. Við erum hér að opna nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ fyrir 4.700 íbúa og færa þjónustuna nær fólkinu,” segir Alma. Og Alma leggur áherslu á starfsemi heilsugæslustöðva út um allt land. „Já þær eru auðvitað grunnstoð heilbrigðisþjónustu og eiga að vera fyrsti viðkomustaður, sem flestra þannig að það er mikilvægt að aðgengi að heilsugæslu sé gott,” segir Alma. Varðan heitir húsnæðið þar sem nýja heilsugæslan er ,en þar eru meðal annars líka bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Suðurnesjabæjar Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Að sjálfsögðu var klippt á borð við opnun nýju heilsugæslustöðvarinnar nýlega og nokkrar ræður voru líka fluttar og svo gafst gestum kostur á að skoða nýju stöðina. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa hingað til þurft að sækja heilbrigðisþjónustu til Keflavíkur en eiga nú ekki að þurfa þess lengur. Nýja heilsugæslustöðin er í húsi, sem heitir Varðan en þar eru bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar meðal annars líka til húsa. „Hér hefur ekki verið heilbrigðisþjónusta en full þörf á því miðað við fjölda íbúa. Þannig að þetta er frábær áfangi og bara virkilega vona að íbúar nýti sér þjónustuna þeir, sem þurfa á henni að halda,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bætir við. „Við ætlum að byrja að því núna í sumar að hafa opið tvo daga vikunnar og síðan opnum við bara eftir því sem eftirspurnin eykst.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ræður sér vart yfir kæti vegna nýju heilsugæslustöðvarinnar. „Já, þetta er sko stór áfangi fyrir íbúana hér í sveitarfélaginu. Við erum búin að vera að vinna í því í mörg ár að fá þessa þjónustu til okkar, þetta var mikill gleðidagur þegar stöðin var opnuð“. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Þetta náttúrulega bætir aðgengi íbúanna að heilsugæslu í heimabyggð og ég vona svo sannarlega að fólk nýti sér það,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson, Alma D. Möller og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir fengu það hlutverk að klippa á borða þegar nýja heilsugæslustöðin var opnuð í Sandgerði á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sveitarfélagið hafa séð um að gera húsnæði nýju heilsugæslustöðvarinnar klárt og það hafi kostað á bilinu 50 til 60 milljónir króna en svo greiði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leigu fyrir notkun húsnæðisins. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra er mjög ánægð með nýju heilsugæslustöðina. „Mér líst gríðarlega vel á þetta. Við erum hér að opna nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ fyrir 4.700 íbúa og færa þjónustuna nær fólkinu,” segir Alma. Og Alma leggur áherslu á starfsemi heilsugæslustöðva út um allt land. „Já þær eru auðvitað grunnstoð heilbrigðisþjónustu og eiga að vera fyrsti viðkomustaður, sem flestra þannig að það er mikilvægt að aðgengi að heilsugæslu sé gott,” segir Alma. Varðan heitir húsnæðið þar sem nýja heilsugæslan er ,en þar eru meðal annars líka bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Suðurnesjabæjar
Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels