Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 09:39 Áreksturinn varð skammt frá afleggjarnum að þjóðgarðinum í Skaftafelli. Vísir/Vilhelm Það tók viðbragðsaðila 44 mínútur að mæta á vettvang banaslyss sem varð við Skaftafell í janúar 2024, þegar tveimur bílum var ekið á hvor annan úr sitthvorri áttinni. Afar hált var á veginum sem varð til þess að annar bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu, sem rann þá yfir á hinn vegarhelminginn. Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um umferðarslys á Suðurlandi hinn 12. janúar 2024, þegar tveir ferðamenn létust þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman á hringveginum skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Í skýrslunni kemur fram að talsverðan tíma hafi tekið að mæta á vettvang enda sé Skaftafell staðsett á svæði þar sem 200 kílómterar eru milli sjúkrabílastöðva. Rannsóknarnefndin leggur því til við sjúkrabílaþjónustu HSU að fjölga staðsetningum sjúkrabíla á Suðausturlandi allt árið í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma. Það tók sjúkrabíla 44 mínútur að mæta á vettvang.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Missti stjórn í hálku Alls voru átta í bílnum; fimm í Audi Q7 og þrír í Dacia Duster, þar á meðal ferðamennirnir tveir sem létust. Sex voru fluttir minna slasaðir til aðhlynningar á sjúkrastofnanir á Suðurlandi og Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að meginorsök slyssins sé að ökumaður Audi-bílsins hafi misst stjórn í glerhálku og farið yfir á rangan vegarhelming. Aðrar orsakir sem eru útlistaðar eru að slag hafi verið í hægri afturhjólalegu Audi-bílsins og viðgerð á ABS tengi hafi verið biluð við sama hjól. Einnig geti mismunandi fjöldi nagla í hjólbörðum Audi-bílsins hafa haft áhrif á aksturseiginleika. Þá kemur einnig fram að framfarþegasæti í Dacia-bílnum hafi gefið sig og þrengt að farþega þegar áreksturinn varð og öryggispúðinn sprakk út. Aftursætisfarþeginn í Dacia-bílnum sat auk þess framarlega og lenti harkalega á sætisbaki, segir í skýrslunni. Ekki hafi verið mögulegt að sannreyna ökuhraða ökutækjanna þar sem ekki hafi verið hægt að lesa gögn úr árekstrareftirlitskerfi bifreiðanna, né hafi önnur mæling aðgengileg. Þá er bent á að vegurinn á slysstað hafði ekki verið hálkuvarinn þegar áreksturinn varð, og hálkuvarnir ekki hafist á slysstað fyrr en eftir slysið. Vegurinn var með bundnu slitlagi, 5,9 m breiður, en samkvæmt veghönnunarreglum hefði vegurinn átt að vera breiðari (C8 í stað C7) að teknu tilliti til umferðarþunga. Leggja til aukna sjúkrabílaþjónustu Sem fyrr segir leið talsvert langur tími þar til fyrsta sjúkrabifreið kom á vettvang en starfsstöðvar sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru sex talsins og telur allt viðbragðssvæði sjúkrabílaþjónustunnar um 480 km vegalengd á Suður- og Suðausturlandi. Björgunarsveitin Kári í Öræfum hafi verið fyrst á staðinn. Skaftafell er aftur á móti staðsett á svæði þar sem lengst er á milli sjúkrabílastöðva, eða 200 km. Sjúkrabílaþjónusta HSU var með starfsstöð á svæðinu yfir sumartíma en slysið gerðist um vetur. Áætlað er að staðsetja sjúkrabifreið aftur við Skaftafell yfir sumartímann 2025, segir í skýrslunni. Umferð á svæðinu um vetrartíma er að meðaltali 770 bifreiðar á sólarhring og á sumartíma fer fjöldinn í 2000 bifreiðar á sólarhring. Tölfræði umferðarslysa sýnir þó að litlu færri umferðarslys verða að meðaltali yfir 8 mánuði vetrartíma (62%) en þegar umferðin er tæplega þreföld yfir 4 mánuði sumartíma (38%). Ætla má að akstursaðstæður eigi þar hlut að máli. Nefndin segir enn fremur að ökumenn eigi að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur. Daginn sem slysið við Skaftafell varð hafði hitastig verið lækkandi og komið í 3°C um það leyti sem áreksturinn varð. Samgönguslys Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um umferðarslys á Suðurlandi hinn 12. janúar 2024, þegar tveir ferðamenn létust þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman á hringveginum skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Í skýrslunni kemur fram að talsverðan tíma hafi tekið að mæta á vettvang enda sé Skaftafell staðsett á svæði þar sem 200 kílómterar eru milli sjúkrabílastöðva. Rannsóknarnefndin leggur því til við sjúkrabílaþjónustu HSU að fjölga staðsetningum sjúkrabíla á Suðausturlandi allt árið í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma. Það tók sjúkrabíla 44 mínútur að mæta á vettvang.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Missti stjórn í hálku Alls voru átta í bílnum; fimm í Audi Q7 og þrír í Dacia Duster, þar á meðal ferðamennirnir tveir sem létust. Sex voru fluttir minna slasaðir til aðhlynningar á sjúkrastofnanir á Suðurlandi og Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að meginorsök slyssins sé að ökumaður Audi-bílsins hafi misst stjórn í glerhálku og farið yfir á rangan vegarhelming. Aðrar orsakir sem eru útlistaðar eru að slag hafi verið í hægri afturhjólalegu Audi-bílsins og viðgerð á ABS tengi hafi verið biluð við sama hjól. Einnig geti mismunandi fjöldi nagla í hjólbörðum Audi-bílsins hafa haft áhrif á aksturseiginleika. Þá kemur einnig fram að framfarþegasæti í Dacia-bílnum hafi gefið sig og þrengt að farþega þegar áreksturinn varð og öryggispúðinn sprakk út. Aftursætisfarþeginn í Dacia-bílnum sat auk þess framarlega og lenti harkalega á sætisbaki, segir í skýrslunni. Ekki hafi verið mögulegt að sannreyna ökuhraða ökutækjanna þar sem ekki hafi verið hægt að lesa gögn úr árekstrareftirlitskerfi bifreiðanna, né hafi önnur mæling aðgengileg. Þá er bent á að vegurinn á slysstað hafði ekki verið hálkuvarinn þegar áreksturinn varð, og hálkuvarnir ekki hafist á slysstað fyrr en eftir slysið. Vegurinn var með bundnu slitlagi, 5,9 m breiður, en samkvæmt veghönnunarreglum hefði vegurinn átt að vera breiðari (C8 í stað C7) að teknu tilliti til umferðarþunga. Leggja til aukna sjúkrabílaþjónustu Sem fyrr segir leið talsvert langur tími þar til fyrsta sjúkrabifreið kom á vettvang en starfsstöðvar sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru sex talsins og telur allt viðbragðssvæði sjúkrabílaþjónustunnar um 480 km vegalengd á Suður- og Suðausturlandi. Björgunarsveitin Kári í Öræfum hafi verið fyrst á staðinn. Skaftafell er aftur á móti staðsett á svæði þar sem lengst er á milli sjúkrabílastöðva, eða 200 km. Sjúkrabílaþjónusta HSU var með starfsstöð á svæðinu yfir sumartíma en slysið gerðist um vetur. Áætlað er að staðsetja sjúkrabifreið aftur við Skaftafell yfir sumartímann 2025, segir í skýrslunni. Umferð á svæðinu um vetrartíma er að meðaltali 770 bifreiðar á sólarhring og á sumartíma fer fjöldinn í 2000 bifreiðar á sólarhring. Tölfræði umferðarslysa sýnir þó að litlu færri umferðarslys verða að meðaltali yfir 8 mánuði vetrartíma (62%) en þegar umferðin er tæplega þreföld yfir 4 mánuði sumartíma (38%). Ætla má að akstursaðstæður eigi þar hlut að máli. Nefndin segir enn fremur að ökumenn eigi að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur. Daginn sem slysið við Skaftafell varð hafði hitastig verið lækkandi og komið í 3°C um það leyti sem áreksturinn varð.
Samgönguslys Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira