Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 06:30 Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Fangar eru fluttir nokkrum sinnum á ári á spítala vegna gruns um ofnotkun vímuefna. Í nánast hverri viku koma upp mál þar sem fangaverðir leggja hald á lyf eða fíkniefni. Þetta kemur fram í svari frá Fangelsismálastofnun um umfang vímuefnanotkunar í fangelsum. Samkvæmt svari Fangelsismálastofnunar voru alls níu andlát í fangelsum landsins frá 2021 til 2024. Í fimm tilfellum lék grunur á sjálfsvígi. Fangelsismálastofnun fær ekki upplýsingar um niðurstöður krufningar í kjölfar andláts og segir í svari að því sé erfitt að fullyrða um dánarorsök. Andlát á Litla-Hrauni og Hólmsheiði Fjallað var um það í maí í fyrra að karlmaður á þrítugsaldri hefði fundist látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Faðir hans opnaði sig um vímuefnavanda sonar síns eftir andlát hans og kallaði eftir umbótum innan fangelsanna. Síðar sama ár var fjallað um karlmann á sextugsaldri sem lést á Litla-Hrauni. Aðeins kom fram í fréttum að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Í desember sama ár lést fangi af fangelsinu í Hólmsheiði á spítala eftir að hafa verið fluttur þangað veikur. Ekki kom fram hvers kyns veikindin hefðu verið í fréttum. Þá var einnig fjallað um það í apríl árið 2023 að karlmaður hefði fundist látinn í klefa sínum á Hólmsheiði. Um var að ræða fyrsta andlátið í fangelsinu eftir að það var tekið í notkun.Í apríl árið 2021 var einnig fjallað um að fangi hefði fundist látinn og að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Tilkynnt var í síðustu viku að Naloxone væri nú aðgengilegt í öllum fangelsum landsins. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Dreifingin er í samstarfi Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnunar. Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Samkvæmt svari Fangelsismálastofnunar voru alls níu andlát í fangelsum landsins frá 2021 til 2024. Í fimm tilfellum lék grunur á sjálfsvígi. Fangelsismálastofnun fær ekki upplýsingar um niðurstöður krufningar í kjölfar andláts og segir í svari að því sé erfitt að fullyrða um dánarorsök. Andlát á Litla-Hrauni og Hólmsheiði Fjallað var um það í maí í fyrra að karlmaður á þrítugsaldri hefði fundist látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Faðir hans opnaði sig um vímuefnavanda sonar síns eftir andlát hans og kallaði eftir umbótum innan fangelsanna. Síðar sama ár var fjallað um karlmann á sextugsaldri sem lést á Litla-Hrauni. Aðeins kom fram í fréttum að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Í desember sama ár lést fangi af fangelsinu í Hólmsheiði á spítala eftir að hafa verið fluttur þangað veikur. Ekki kom fram hvers kyns veikindin hefðu verið í fréttum. Þá var einnig fjallað um það í apríl árið 2023 að karlmaður hefði fundist látinn í klefa sínum á Hólmsheiði. Um var að ræða fyrsta andlátið í fangelsinu eftir að það var tekið í notkun.Í apríl árið 2021 var einnig fjallað um að fangi hefði fundist látinn og að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Tilkynnt var í síðustu viku að Naloxone væri nú aðgengilegt í öllum fangelsum landsins. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Dreifingin er í samstarfi Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnunar.
Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira