„Þetta var leikur smáatriða“ Hinrik Wöhler skrifar 19. júní 2025 23:05 Þjálfarar Aftureldingar, Enes Cogic og Magnús Már Einarsson, ráða ráðum sínum á hliðarlínunni. Vísir/Diego Afturelding féll úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld eftir tap gegn Fram í 8-liða úrslitum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði sett stefnuna á að fara lengra með liðið í keppninni en þurfti að sætta sig við tap á heimavelli. „Þetta var jafn leikur og hefði getað farið í báðar áttir. Fyrsta markið skipti miklu máli í þessum leik og Framarar náðu því og vörðust vel eftir það. Þetta er pirrandi, við hefðum viljað fara lengra í þessari keppni en það var ekki í dag,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 68. mínútu og vörðust vel sem eftir lifði leiks. Magnús segir að það hafi vantað kraft í sóknarleik Mosfellinga undir lok leiks gegn sterkri vörn Framara. „Þeir eru með öfluga og fjölmenna vörn. Þegar þeir ná þessu fyrsta marki, drepa þeir leikinn. Þeir gera það vel og verjast vel, ég hefði vilja sjá aðeins meiri orku í okkur í lokin en náðum ekki að þjarma nægilega mikið að þeim. Tempóið dó niður, þeir gera vel að drepa leikinn og sigldu þessu í höfn.“ Fyrri hálfleikur var jafn og voru Mosfellingar óheppnir undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Jónsson átti fast skot sem endaði í þverslánni. Magnús segir að það hafi vantað herslumuninn í dag. „Þeir eru ofan á í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Þetta var leikur smáatriða, við eigum skot í slána og niður undir lok fyrri hálfleiks og þá yrði þetta allt annað leikur í seinni hálfleik. Fyrsta markið skipti miklu máli í dag og það skildi á milli.“ Stigu upp í fjarveru lykilleikmanna Afturelding var án lykilleikmanna í kvöld og þar á meðal voru Elmar Kára Cogic og Axels Óskars Andréssonar ekki með í kvöld. Magnús Már hrósaði leikmönnum sínum sem stigu upp í fjarveru þeirra. „Auðvitað söknuðum við alltaf sterkra leikmanna en þeir sem komu inn fyrir þá stóðu sig mjög vel. Við erum með öfluga liðsheild og menn til að koma inn þannig það var ekkert út á það að setja.“ „Þeir stóðu sig mjög vel. Aron [Jónsson] kom vel með Gunna [Gunnari Bergmanni Sigmarssyni] í vörnina og Baddi [Bjarni Páll Runólfsson] í hægri bakverðinum var mjög flottur, góð innkoma hjá þeim. Það sýnir að við höfum öfluga menn og höfum góðan og breiðan hóp. Við getum brugðist við ef við lendum í skakkaföllum,“ bætti Magnús við. Reynt aftur að ári Afturelding hefur aldrei náð í undanúrslit í bikarkeppninni og sá Magnús Már þetta sem gullið tækifæri að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins. Hins vegar verður ekki úr því í ár og þarf þjálfarinn að reyna á ný á nýju tímabili. „Pirrandi að fara ekki lengra í ár, við höfum aldrei farið í 8-liða úrslit áður og hefði viljað fara enn þá lengra og fara í undanúrslit en það verður að bíða á næsta ári,“ sagði Magnús að lokum. Afturelding Mjólkurbikar karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og hefði getað farið í báðar áttir. Fyrsta markið skipti miklu máli í þessum leik og Framarar náðu því og vörðust vel eftir það. Þetta er pirrandi, við hefðum viljað fara lengra í þessari keppni en það var ekki í dag,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 68. mínútu og vörðust vel sem eftir lifði leiks. Magnús segir að það hafi vantað kraft í sóknarleik Mosfellinga undir lok leiks gegn sterkri vörn Framara. „Þeir eru með öfluga og fjölmenna vörn. Þegar þeir ná þessu fyrsta marki, drepa þeir leikinn. Þeir gera það vel og verjast vel, ég hefði vilja sjá aðeins meiri orku í okkur í lokin en náðum ekki að þjarma nægilega mikið að þeim. Tempóið dó niður, þeir gera vel að drepa leikinn og sigldu þessu í höfn.“ Fyrri hálfleikur var jafn og voru Mosfellingar óheppnir undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Jónsson átti fast skot sem endaði í þverslánni. Magnús segir að það hafi vantað herslumuninn í dag. „Þeir eru ofan á í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Þetta var leikur smáatriða, við eigum skot í slána og niður undir lok fyrri hálfleiks og þá yrði þetta allt annað leikur í seinni hálfleik. Fyrsta markið skipti miklu máli í dag og það skildi á milli.“ Stigu upp í fjarveru lykilleikmanna Afturelding var án lykilleikmanna í kvöld og þar á meðal voru Elmar Kára Cogic og Axels Óskars Andréssonar ekki með í kvöld. Magnús Már hrósaði leikmönnum sínum sem stigu upp í fjarveru þeirra. „Auðvitað söknuðum við alltaf sterkra leikmanna en þeir sem komu inn fyrir þá stóðu sig mjög vel. Við erum með öfluga liðsheild og menn til að koma inn þannig það var ekkert út á það að setja.“ „Þeir stóðu sig mjög vel. Aron [Jónsson] kom vel með Gunna [Gunnari Bergmanni Sigmarssyni] í vörnina og Baddi [Bjarni Páll Runólfsson] í hægri bakverðinum var mjög flottur, góð innkoma hjá þeim. Það sýnir að við höfum öfluga menn og höfum góðan og breiðan hóp. Við getum brugðist við ef við lendum í skakkaföllum,“ bætti Magnús við. Reynt aftur að ári Afturelding hefur aldrei náð í undanúrslit í bikarkeppninni og sá Magnús Már þetta sem gullið tækifæri að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins. Hins vegar verður ekki úr því í ár og þarf þjálfarinn að reyna á ný á nýju tímabili. „Pirrandi að fara ekki lengra í ár, við höfum aldrei farið í 8-liða úrslit áður og hefði viljað fara enn þá lengra og fara í undanúrslit en það verður að bíða á næsta ári,“ sagði Magnús að lokum.
Afturelding Mjólkurbikar karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira