Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 13:25 Landsliðsmaðurinn í fótbolta Logi Tómasson gefur út tónlist undir nafninu Luigi. Vísir/Arnar Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út lagið LYFTESSU í dag í samstarfi við rapparann Saint Pete. Ágúst Karel og Jóhann Ágúst eru taktsmiðirnir. Logi er nýbúinn að skrifa undir fjögurra ára samning hjá tyrkneska fótboltafélaginu Samsunspor eftir tveggja ára veru hjá Strömsgodset í Noregi. Liðið lenti í þriðja sæti í Tyrklandi í vor og verður því með í Evrópukeppni næsta tímabil. Gefur út lag í sumarfríinu Logi er nú í rúmlega tveggja vikna sumarfríi á Íslandi áður en hann heldur til Tyrklands. Logi var til viðtals í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hlustendur fengu að heyra nýja lagið. „Ég er bara helvíti ferskur, fékk góðan svefn í nótt og er mjög góður. Ég fæ svona tvær vikur í viðbót í sumarfrí, svo bara back at it.“ Logi segir að það reyni mikið á hausinn að vera atvinnumaður í fótbolta. „Ég myndi segja við þá sem eru að fara út, þú þarft að vera með ógeðslega sterkan haus í þessu. Auðvitað þarftu að vera góður í fótbolti og allt það, en þetta reynir miklu meira á hausinn en getuna í fótbolta.“ Þú býrð einn, er þetta einmana líf að einhverju leyti? „Jájá á mjög margan hátt Sérstaklega fyrir mig, ég hef tónlistina þegar ég er á Íslandi, þá svona kannski hittar þetta ennþá meira. Þegar Patti var að taka Skína endalaust, ég hefði getað verið með í þessu bulli.“ Logi, eða Luigi, gaf í morgun út lagið LYFTESSU sem gefið var út í samstarfi við Sýn. „Þetta er geðveikt lag, lyftessu heitir lagið, þetta er bara winning lag.“ Um tildrög lagsins segir Logi að Kristjana hjá Sýn hafi haft samband við hann. „Ég hitti hana í Drammen þar sem ég bjó. Ég var bara eitthvað að borða einn og síðan er eitthvað par við hliðina á mér, og ég heyrði þau tala íslensku og ég byrjaði að spjalla aðeins við þau. Hún sagði mér að hún væri að vinna hjá Sýn.“ „Svo fékk ég bara skilaboð um að hún vildi að ég myndi gera lag.“ „Ég átti þetta Demo, svo saðgi ég við Saint Pete, heyrðu þú verður að vera á þessu lagi, þetta er fullkomið fyrir þig, þetta er uptempo lag.“ Segir Logi svo að Ágúst Karel og Jóhann Ágúst hafi framleitt lagið. „Þetta er mjög góð blanda.“ Vísir er í eigu Sýnar Brennslan FM957 Tónlist Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Logi er nýbúinn að skrifa undir fjögurra ára samning hjá tyrkneska fótboltafélaginu Samsunspor eftir tveggja ára veru hjá Strömsgodset í Noregi. Liðið lenti í þriðja sæti í Tyrklandi í vor og verður því með í Evrópukeppni næsta tímabil. Gefur út lag í sumarfríinu Logi er nú í rúmlega tveggja vikna sumarfríi á Íslandi áður en hann heldur til Tyrklands. Logi var til viðtals í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hlustendur fengu að heyra nýja lagið. „Ég er bara helvíti ferskur, fékk góðan svefn í nótt og er mjög góður. Ég fæ svona tvær vikur í viðbót í sumarfrí, svo bara back at it.“ Logi segir að það reyni mikið á hausinn að vera atvinnumaður í fótbolta. „Ég myndi segja við þá sem eru að fara út, þú þarft að vera með ógeðslega sterkan haus í þessu. Auðvitað þarftu að vera góður í fótbolti og allt það, en þetta reynir miklu meira á hausinn en getuna í fótbolta.“ Þú býrð einn, er þetta einmana líf að einhverju leyti? „Jájá á mjög margan hátt Sérstaklega fyrir mig, ég hef tónlistina þegar ég er á Íslandi, þá svona kannski hittar þetta ennþá meira. Þegar Patti var að taka Skína endalaust, ég hefði getað verið með í þessu bulli.“ Logi, eða Luigi, gaf í morgun út lagið LYFTESSU sem gefið var út í samstarfi við Sýn. „Þetta er geðveikt lag, lyftessu heitir lagið, þetta er bara winning lag.“ Um tildrög lagsins segir Logi að Kristjana hjá Sýn hafi haft samband við hann. „Ég hitti hana í Drammen þar sem ég bjó. Ég var bara eitthvað að borða einn og síðan er eitthvað par við hliðina á mér, og ég heyrði þau tala íslensku og ég byrjaði að spjalla aðeins við þau. Hún sagði mér að hún væri að vinna hjá Sýn.“ „Svo fékk ég bara skilaboð um að hún vildi að ég myndi gera lag.“ „Ég átti þetta Demo, svo saðgi ég við Saint Pete, heyrðu þú verður að vera á þessu lagi, þetta er fullkomið fyrir þig, þetta er uptempo lag.“ Segir Logi svo að Ágúst Karel og Jóhann Ágúst hafi framleitt lagið. „Þetta er mjög góð blanda.“ Vísir er í eigu Sýnar
Brennslan FM957 Tónlist Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira