Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 22:07 Hvalirnir reyndust vera á sjöunda tug. Arna Björk Valgeirsdóttir Öllum grindhvölunum sem festust í fjörunni í Ólafsfirði í dag hefur verið komið aftur á flot og út í fjörðinn. Svæðisstjóri fyrir björgunarsveitina Tind segist aldrei hafa búist við að tækist að bjarga þeim öllum. Greint var frá því fyrr í kvöld að vaða sem taldi um fjörutíu grindhvalir hefði strandað við Ólafsfjarðarhöfn en fjöldi þeirra reyndist á sjöunda tug. Aldrei hefur svo stóra vöðu rekið á fjöruna í Ólafsfirði svo lengi sem elstu menn muna. Um leið og tilkynning barst um að hvalirnir væru komnir upp á sand voru ræstar út björgunarsveitir frá Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og Akureyri en ásamt þeim komu að björguninni lögreglumenn, slökkviliðsmenn íbúar Ólafsfjarðar og jafnvel ferðamenn. Lára Stefánsdóttir situr í svæðisstjórn fyrir hönd björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði og hún segist hafa staðið í forundran þegar henni varð ljóst að þeim hefði tekist að koma hverjum einasta hval á flot. „Það kom mér á óvart hvað þetta gekk vel. Við áttum ekki von á að ná öllum í burtu. Við stóðum í forundran þegar þetta kláraðist og vöktuðum svo með drónum að sjá hvort þeir færu inn aftur. Þeir voru byrjaðir að reyna en við gátum rekið þá þaðan aftur,“ segir hún. Á meðan björgunarstarfinu stóð flæddi að sem Lára segir hafa auðveldað verkið. Það hafi þó tekið á enda eru grindhvalir ekki léttir. Hún segir fólk hafa streymt að fjörunni til að aðstoða og að fengnar hefðu verið leiðbeiningar um hvernig best væri að bera sig við svona björgunarverkefni. „Ég dáist að þessum mannskap og hvað allir fóru bara í verkefnið. Þetta var heilmikill hellingur samantekinn að halda þeim blautum þeim sem fóru efst. Ég átti aldrei von á að þeir myndu allir synda í burtu,“ segir hún. Hvalir Dýr Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Greint var frá því fyrr í kvöld að vaða sem taldi um fjörutíu grindhvalir hefði strandað við Ólafsfjarðarhöfn en fjöldi þeirra reyndist á sjöunda tug. Aldrei hefur svo stóra vöðu rekið á fjöruna í Ólafsfirði svo lengi sem elstu menn muna. Um leið og tilkynning barst um að hvalirnir væru komnir upp á sand voru ræstar út björgunarsveitir frá Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og Akureyri en ásamt þeim komu að björguninni lögreglumenn, slökkviliðsmenn íbúar Ólafsfjarðar og jafnvel ferðamenn. Lára Stefánsdóttir situr í svæðisstjórn fyrir hönd björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði og hún segist hafa staðið í forundran þegar henni varð ljóst að þeim hefði tekist að koma hverjum einasta hval á flot. „Það kom mér á óvart hvað þetta gekk vel. Við áttum ekki von á að ná öllum í burtu. Við stóðum í forundran þegar þetta kláraðist og vöktuðum svo með drónum að sjá hvort þeir færu inn aftur. Þeir voru byrjaðir að reyna en við gátum rekið þá þaðan aftur,“ segir hún. Á meðan björgunarstarfinu stóð flæddi að sem Lára segir hafa auðveldað verkið. Það hafi þó tekið á enda eru grindhvalir ekki léttir. Hún segir fólk hafa streymt að fjörunni til að aðstoða og að fengnar hefðu verið leiðbeiningar um hvernig best væri að bera sig við svona björgunarverkefni. „Ég dáist að þessum mannskap og hvað allir fóru bara í verkefnið. Þetta var heilmikill hellingur samantekinn að halda þeim blautum þeim sem fóru efst. Ég átti aldrei von á að þeir myndu allir synda í burtu,“ segir hún.
Hvalir Dýr Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira