Staðreyndir um einfaldara regluverk Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2025 12:01 Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu. Árið 2017, fyrir mína tíð sem ráðherra, var færð í lög nokkuð íþyngjandi krafa sem gerði það að verkum að fyrirtæki þurftu að bíða í 4-8 vikur eftir starfsleyfi. Árið 2022 setti ég á svokallaða skráningareglugerð sem stytti biðtímann niður í örfáa daga en sú reglugerð tók til 47 atvinnugreina, eins og t.d. bílaþvottastöðva, hársnyrtistofa, meindýravarna, steypuverksmiðja og fleiri. Þetta tryggði þeim samræmda málsmeðferð og starfsskilyrði um allt land. Tveimur árum síðar setti ég aðra reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem opnaði dyrnar inn um sama ferli fyrir enn fleiri atvinnugreinar með það að markmiði að koma á fót einum viðkomustað fyrir leyfi og skráningar. Þessu hafði atvinnulífið beðið lengi eftir. Eftirmaður minn í ráðherraembættinu, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur haldið áfram þessari góðu vinnu og fært fleiri atvinnugreinar undir þessa reglugerð, atvinnugreinar sem biðu á færibandi ráðuneytisins. Þar má til dæmis nefna veitingahús og bakarí. Það ber að hrósa núverandi ráðherra fyrir að keyra þetta mikilvæga verkefni áfram. Til viðbótar við þessar reglugerðarbreytingar, sem léttu á lamandi ferli, var í minni ráðherratíð gerð úttekt á eftirlitskerfinu sjálfu. Þar kom í ljós – og ekki í fyrsta sinn – að kerfið er þunglamalegt og óskilvirkt og hamlar verulega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ég hvet því ráðherra og ríkisstjórnina eindregið til að vinna áfram á grundvelli þeirra tillagna sem þar komu fram. Í ljósi framangreinds hefur mér þótt umfjöllun um þessi mál ósanngjörn og að mörgu leyti röng. Ég barðist fyrir einfaldara kerfi og kom í gegn breytingum sem ég er stoltur af og núverandi ráðherra hefur gert vel í að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu. Árið 2017, fyrir mína tíð sem ráðherra, var færð í lög nokkuð íþyngjandi krafa sem gerði það að verkum að fyrirtæki þurftu að bíða í 4-8 vikur eftir starfsleyfi. Árið 2022 setti ég á svokallaða skráningareglugerð sem stytti biðtímann niður í örfáa daga en sú reglugerð tók til 47 atvinnugreina, eins og t.d. bílaþvottastöðva, hársnyrtistofa, meindýravarna, steypuverksmiðja og fleiri. Þetta tryggði þeim samræmda málsmeðferð og starfsskilyrði um allt land. Tveimur árum síðar setti ég aðra reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem opnaði dyrnar inn um sama ferli fyrir enn fleiri atvinnugreinar með það að markmiði að koma á fót einum viðkomustað fyrir leyfi og skráningar. Þessu hafði atvinnulífið beðið lengi eftir. Eftirmaður minn í ráðherraembættinu, Jóhann Páll Jóhannsson, hefur haldið áfram þessari góðu vinnu og fært fleiri atvinnugreinar undir þessa reglugerð, atvinnugreinar sem biðu á færibandi ráðuneytisins. Þar má til dæmis nefna veitingahús og bakarí. Það ber að hrósa núverandi ráðherra fyrir að keyra þetta mikilvæga verkefni áfram. Til viðbótar við þessar reglugerðarbreytingar, sem léttu á lamandi ferli, var í minni ráðherratíð gerð úttekt á eftirlitskerfinu sjálfu. Þar kom í ljós – og ekki í fyrsta sinn – að kerfið er þunglamalegt og óskilvirkt og hamlar verulega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ég hvet því ráðherra og ríkisstjórnina eindregið til að vinna áfram á grundvelli þeirra tillagna sem þar komu fram. Í ljósi framangreinds hefur mér þótt umfjöllun um þessi mál ósanngjörn og að mörgu leyti röng. Ég barðist fyrir einfaldara kerfi og kom í gegn breytingum sem ég er stoltur af og núverandi ráðherra hefur gert vel í að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun