Metfjöldi með doktorspróf úr HR Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 14:55 Útskriftarnemendur tæknisviðs ásamt rektor, sviðsforsetum og deildarforsetum. HR Tæplega sjö hundruð nemendur útskrifuðust úr Háskólanum í Reykjavík á laugardag. Útskriftin fór fram í Eldborg í Hörpu og metfjöldi lauk doktorsprófi. Af 697 útskriftarnemum Háskólans í Reykjavík voru 312 konur og 385 karlar. Flestir voru að ljúka í verkfræðideild skólans eða 143 nemendur, þar af 95 sem luku grunnnámi og 43 úr meistaranámi. Alls nítján manns luku doktorsprófi, þar á meðal var fyrsti nemandinn til að ljúka doktorsprófi úr íþróttafræði, Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. Hinir nemendurnir luku doktorsprófi frá tölvunarfræðideild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild. Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir er fyrst til að ljúka doktorsprófi frá íþróttafræðideild HR. Hún tekur hér við skírteini sínu frá dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur deildarforseta.HR „Réttindi sem einn nýtur minnka ekki þó annar njóti þess sama, þekking minnkar ekki þó fleiri hafi hana, velferð er þeim mun sterkari þegar hún nær til stærri hluta samfélagsins og öll vitum við að vinátta og gleði eru smitandi en ekki auðlind sem klárast. Og í jafn litlu þjóðfélagi og okkar, er reyndin sú – líka í atvinnulífi og pólitík – að aldan lyftir öllum! Svo sannarlega er enginn annars bróðir í leik – en samfélagið okkar verður því sterkara sem fleirum gengur vel í því sem þeir leggja áherslu á,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, í ræðu sinni. „Auðvitað keppa háskólarnir hér á landi sín á milli, en í stóra samhenginu gera allir sér grein fyrir því að það er lykilatriði fyrir Ísland að háskólastarf hér – menntun fólks eins og ykkar, sköpun nýrrar þekkingar, nýsköpunarstarfsemi og miðlun þekkingar út í opinbera umræðu – gangi sem allra best alls staðar.“ Útskriftarnemendur með skírteini sín.HR Útskriftarnemarnir Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir og Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson héldu ræður fyrir hönd nemenda. Háskólakórinn tók einnig lagið auk þess sem Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festis og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands sagði nokkur orð. Viðskiptaráð er einn af eigendum og stofnendum skólans. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi. Háskólar Dúxar Skóla- og menntamál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Af 697 útskriftarnemum Háskólans í Reykjavík voru 312 konur og 385 karlar. Flestir voru að ljúka í verkfræðideild skólans eða 143 nemendur, þar af 95 sem luku grunnnámi og 43 úr meistaranámi. Alls nítján manns luku doktorsprófi, þar á meðal var fyrsti nemandinn til að ljúka doktorsprófi úr íþróttafræði, Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. Hinir nemendurnir luku doktorsprófi frá tölvunarfræðideild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild. Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir er fyrst til að ljúka doktorsprófi frá íþróttafræðideild HR. Hún tekur hér við skírteini sínu frá dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur deildarforseta.HR „Réttindi sem einn nýtur minnka ekki þó annar njóti þess sama, þekking minnkar ekki þó fleiri hafi hana, velferð er þeim mun sterkari þegar hún nær til stærri hluta samfélagsins og öll vitum við að vinátta og gleði eru smitandi en ekki auðlind sem klárast. Og í jafn litlu þjóðfélagi og okkar, er reyndin sú – líka í atvinnulífi og pólitík – að aldan lyftir öllum! Svo sannarlega er enginn annars bróðir í leik – en samfélagið okkar verður því sterkara sem fleirum gengur vel í því sem þeir leggja áherslu á,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, í ræðu sinni. „Auðvitað keppa háskólarnir hér á landi sín á milli, en í stóra samhenginu gera allir sér grein fyrir því að það er lykilatriði fyrir Ísland að háskólastarf hér – menntun fólks eins og ykkar, sköpun nýrrar þekkingar, nýsköpunarstarfsemi og miðlun þekkingar út í opinbera umræðu – gangi sem allra best alls staðar.“ Útskriftarnemendur með skírteini sín.HR Útskriftarnemarnir Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir og Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson héldu ræður fyrir hönd nemenda. Háskólakórinn tók einnig lagið auk þess sem Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festis og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands sagði nokkur orð. Viðskiptaráð er einn af eigendum og stofnendum skólans. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi.
Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi.
Háskólar Dúxar Skóla- og menntamál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði