„Skömmin þín“ Jokka G. Birnudóttir skrifar 23. júní 2025 09:32 Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina. „Þú ert ekki nógu dugleg/ur að lesa” skömmin hlær og minnir þig á þessa setningu alla ævi „Þú hefur þyngst”, skömmin skrifar þessa setningu í líkamann og minnir þig á í hvert sinn er þú lítur í spegil „Heimilið þitt er ekki nógu fínt” , skömmin sér til þess að þú þurrkar af daglega og afsakar þig í hvert sinn er einhver vogar sér að líta inn í kaffi, rétt eins og þú eigir að hafa húsið þitt eins og Ikea bækling Þú reynir að ná stjórn á lífinu, aðstæðum í kringum þig og reynir að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis sem lýsir sér stundum sem meðvirkni, og eða stjórnsemi.Því meðan þú hefur stjórn, þá getur enginn séð hversu “stór” mistök þú ert. Skömmin á það líka til láta þig upplifa þú sért fyrir, þú passir ekki inn í kassann sem flestir aðrir virðast vera í. Vera ekki partur af heildinni, manneskjan er hjarðdýr sem vill tilheyra samfélagi, en skömmin sér til þess að þú upplifir þig oft hornreka í lífinu. Hún jafnvel fær þig til að gefast upp á verkefnum, námi, vinnu því hún lemur þig niður fyrir minnsta smáatriði. Út á við virkar það líkt og þú “nennir” ekki að klára verkefnin en inn á við verður lífið stundum þér um megn, þá er betra að hætta bara. Svona heldur þetta áfram, skömmin nagar þig og meðan þú veist ekki hvaðan hún kemur fær hún frið til að vaxa líkt og arfi í beði. Skömm er þung, erfið og fær þig til að efast um hvert einasta spor sem þú tekur í lífinu, þú jafnvel setur ábyrgðina á aðra í kringum þig. „Hvað finnst þér ég eigi að mennta mig í?, á ég að fara til vinstri eða hægri?” Ef þú tekur sjálfstæða ákvörðun þarftu að fara marga hringi og spyrja alla í kringum þig áður en þú tekur hana, og ef einhver er ekki sammála þér upplifir þú hafir gert misök. Öll litlu mistökin sem allir gera í lífinu verða helmingi stærri , flestir gera mistök , læra af þeim og halda áfram. Skömmin sér til þess þú manst þau öll. “Manstu þegar þú helltir kaffi yfir nýja hvíta dúkinn í veislunni? Manstu þegar þú sagðir þetta og allir hlógu að þér? Manstu, manstu, manstu?” Já þú manst, og skömmin hellist yfir þig líkt og heit sósa yfir steik. Þú manst. Það er æfing að losa sig við skömm, það er að ná meðvitund og gera sér grein fyrir hvaðan hún kemur, og hún er ekki þín. Skömmin á ekki heima hjá þér, hún á heima þar sem hún varð til, hjá þeim sem beittu ofbeldinu, ekki þeim sem varð fyrir því. Fyrsta skrefið er að átta sig á henni, uppræta hana, senda hana þangað sem hún á heima. Læra að þú sért nóg, að þú sért jafn mikilvæg manneskja og allir hinir, læra að lífið er fallegt ferðalag þar sem þú þarft ekki að bera þig saman við aðra, heldur er þetta þitt líf, þín leið. Síðast en alls ekki síst, þú átt allt gott skilið. Höfundur vinnur með þolendum ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina. „Þú ert ekki nógu dugleg/ur að lesa” skömmin hlær og minnir þig á þessa setningu alla ævi „Þú hefur þyngst”, skömmin skrifar þessa setningu í líkamann og minnir þig á í hvert sinn er þú lítur í spegil „Heimilið þitt er ekki nógu fínt” , skömmin sér til þess að þú þurrkar af daglega og afsakar þig í hvert sinn er einhver vogar sér að líta inn í kaffi, rétt eins og þú eigir að hafa húsið þitt eins og Ikea bækling Þú reynir að ná stjórn á lífinu, aðstæðum í kringum þig og reynir að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis sem lýsir sér stundum sem meðvirkni, og eða stjórnsemi.Því meðan þú hefur stjórn, þá getur enginn séð hversu “stór” mistök þú ert. Skömmin á það líka til láta þig upplifa þú sért fyrir, þú passir ekki inn í kassann sem flestir aðrir virðast vera í. Vera ekki partur af heildinni, manneskjan er hjarðdýr sem vill tilheyra samfélagi, en skömmin sér til þess að þú upplifir þig oft hornreka í lífinu. Hún jafnvel fær þig til að gefast upp á verkefnum, námi, vinnu því hún lemur þig niður fyrir minnsta smáatriði. Út á við virkar það líkt og þú “nennir” ekki að klára verkefnin en inn á við verður lífið stundum þér um megn, þá er betra að hætta bara. Svona heldur þetta áfram, skömmin nagar þig og meðan þú veist ekki hvaðan hún kemur fær hún frið til að vaxa líkt og arfi í beði. Skömm er þung, erfið og fær þig til að efast um hvert einasta spor sem þú tekur í lífinu, þú jafnvel setur ábyrgðina á aðra í kringum þig. „Hvað finnst þér ég eigi að mennta mig í?, á ég að fara til vinstri eða hægri?” Ef þú tekur sjálfstæða ákvörðun þarftu að fara marga hringi og spyrja alla í kringum þig áður en þú tekur hana, og ef einhver er ekki sammála þér upplifir þú hafir gert misök. Öll litlu mistökin sem allir gera í lífinu verða helmingi stærri , flestir gera mistök , læra af þeim og halda áfram. Skömmin sér til þess þú manst þau öll. “Manstu þegar þú helltir kaffi yfir nýja hvíta dúkinn í veislunni? Manstu þegar þú sagðir þetta og allir hlógu að þér? Manstu, manstu, manstu?” Já þú manst, og skömmin hellist yfir þig líkt og heit sósa yfir steik. Þú manst. Það er æfing að losa sig við skömm, það er að ná meðvitund og gera sér grein fyrir hvaðan hún kemur, og hún er ekki þín. Skömmin á ekki heima hjá þér, hún á heima þar sem hún varð til, hjá þeim sem beittu ofbeldinu, ekki þeim sem varð fyrir því. Fyrsta skrefið er að átta sig á henni, uppræta hana, senda hana þangað sem hún á heima. Læra að þú sért nóg, að þú sért jafn mikilvæg manneskja og allir hinir, læra að lífið er fallegt ferðalag þar sem þú þarft ekki að bera þig saman við aðra, heldur er þetta þitt líf, þín leið. Síðast en alls ekki síst, þú átt allt gott skilið. Höfundur vinnur með þolendum ofbeldis.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun