Biðla til foreldra: Barn einungis þrjátíu sekúndur að drukkna Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2025 11:39 Sundlaugar geta reynst eftirlitslausum ungum börnum hættulegur staður. Vísir/Tryggvi Páll Alls drukknuðu 68 manns á Íslandi á árunum 2013 til 2023 og á heimsvísu drukkna að jafnaði þrjátíu einstaklingar á hverri einustu klukkustund. Þetta segja fulltrúar Rauða krossins sem hvetja fólk til að hafa augun opin í sumar og fylgjast sérstaklega vel með börnum sem geti drukknað á einungis þrjátíu sekúndum. Drukknun geti verið hljóðlát og henni þurfi hvorki að fylgja öskur né gusugangur. Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum sérstöku fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi. Árlega drukkna yfir 300 þúsund manns í heiminum. „Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum, í tilkynningu um átakið. Ung börn séu í mestri hættu á að drukkna. „Foreldrum hættir til að ofmeta getu sína til að fylgjast með börnum sínum í vatni og sömuleiðis að ofmeta sundgetu barna sinna,“ bætir Hildur við. Erlendar rannsóknir sýni að einhver fullorðinn sé yfirleitt nálægur þegar barn drukknar. „En barn getur drukknað á aðeins þrjátíu sekúndum eða á sama tíma og það tekur að senda ein stutt skilaboð í símanum,“ segir Hildur. „Við megum einfaldlega aldrei missa sjónar á þeim í vatni.“ Ekki nóg að stóla á laugaverði Laugaverðir sinna eftirliti í sundlaugum á Íslandi en að sögn Rauða krossins sýna erlendar rannsóknir að í níu af hverjum tíu tilvikum þar sem fólk sé í vandræðum í vatni séu það gestir sundlauga sem bregðast fyrstir við. Það skýrist af því að þeir séu þá í meira návígi við þann sem er í hættu staddur. Flestar drukknanir verði þó á stöðum þar sem engir aðilar sinni eftirliti. Börn á aldrinum eins til fjögurra ára eru líklegust til að lenda í vandræðum í sundi eða drukkna, að sögn Rauða krossins. Þar á eftir komi börn á aldrinum fimm til níu ára. Átaki Rauða krossins er því sérstaklega beint að foreldrum og öðrum forráðamönnum barna á þessum aldri. Drukknun geti átt sér stað í sundlaugum, náttúrulaugum, heitum pottum, stöðuvötnum, ám og lækjum, fjörum, við bryggjur, í baðkörum eða jafnvel pollum. Engin sérstök rannsóknarnefnd fjallar um drukknunarslys á Íslandi líkt og í tilfelli samgönguslysa og segir Rauði krossinn mikilvægt að slík nefnd verði stofnuð. Fullorðnir beri ábyrgð „Fullorðnir bera ábyrgð á sjálfum sér í sundi sem og börnum sínum,“ minnir Hildur, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum á. „Það er foreldra að passa börn sín í vatni og fræða þau og kenna þeim að umgangast vatn þegar þau eldast.“ „Ef við sjáum eitthvað í sundi sem gæti verið hættulegt skulum við bregðast við. Látum okkur velferð allra barna varða. Það er betra að segja eitthvað og gera eitthvað en að sitja þögul hjá.“ Átak Rauða krossins er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ) og er því beint að öllu landinu. Rauði krossinn hvetur foreldra til að hafa þessi fimm ráð í huga: 1. Hafðu augun ekki af barninu allan tímann Foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á barni í vatni. Það þýðir að hann skal fylgjast stöðugt með því og sjá til þess að það noti viðeigandi öryggisbúnað (kúta) og að hann sé settur á barnið áður en farið er ofan í vatnið. 2. Gefðu barninu að borða og drekka Passaðu að barnið sé vel nært og hafi fengið að drekka áður en það fer í vatnið. Að leika sér í vatni er orkufrek iðja. Þyrst og svangt barn getur misst orkuna hratt og þar með eykst hætta á drukknun. 3. Viðhaltu sundfærni barnsins yfir sumartímann Þegar skólasundinu sleppir á vorin er komið að forráðamönnum að halda færninni við. Tryggjum að allir í fjölskyldunni sem eru synd hafi hæfnina til að bjarga sér úr vandræðum í vatni. 4. Settu öryggisreglur í kringum vatn og fræddu barnið um öryggi í vatni Settu einfaldar og skýrar reglur um öryggi í vatni og útskýrðu fyrir barninu. Til dæmis: „Farðu aldrei í vatn án eftirlits.“ 5. Lærðu endurlífgun og skyndihjálp Vertu viðbúin að bregðast við neyðartilfellum í og kringum vatn. Rauði krossinn býður upp á skyndihjálparnámskeið. Skráðu þig á skyndihjalp.is Börn og uppeldi Sund Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum sérstöku fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi. Árlega drukkna yfir 300 þúsund manns í heiminum. „Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum, í tilkynningu um átakið. Ung börn séu í mestri hættu á að drukkna. „Foreldrum hættir til að ofmeta getu sína til að fylgjast með börnum sínum í vatni og sömuleiðis að ofmeta sundgetu barna sinna,“ bætir Hildur við. Erlendar rannsóknir sýni að einhver fullorðinn sé yfirleitt nálægur þegar barn drukknar. „En barn getur drukknað á aðeins þrjátíu sekúndum eða á sama tíma og það tekur að senda ein stutt skilaboð í símanum,“ segir Hildur. „Við megum einfaldlega aldrei missa sjónar á þeim í vatni.“ Ekki nóg að stóla á laugaverði Laugaverðir sinna eftirliti í sundlaugum á Íslandi en að sögn Rauða krossins sýna erlendar rannsóknir að í níu af hverjum tíu tilvikum þar sem fólk sé í vandræðum í vatni séu það gestir sundlauga sem bregðast fyrstir við. Það skýrist af því að þeir séu þá í meira návígi við þann sem er í hættu staddur. Flestar drukknanir verði þó á stöðum þar sem engir aðilar sinni eftirliti. Börn á aldrinum eins til fjögurra ára eru líklegust til að lenda í vandræðum í sundi eða drukkna, að sögn Rauða krossins. Þar á eftir komi börn á aldrinum fimm til níu ára. Átaki Rauða krossins er því sérstaklega beint að foreldrum og öðrum forráðamönnum barna á þessum aldri. Drukknun geti átt sér stað í sundlaugum, náttúrulaugum, heitum pottum, stöðuvötnum, ám og lækjum, fjörum, við bryggjur, í baðkörum eða jafnvel pollum. Engin sérstök rannsóknarnefnd fjallar um drukknunarslys á Íslandi líkt og í tilfelli samgönguslysa og segir Rauði krossinn mikilvægt að slík nefnd verði stofnuð. Fullorðnir beri ábyrgð „Fullorðnir bera ábyrgð á sjálfum sér í sundi sem og börnum sínum,“ minnir Hildur, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum á. „Það er foreldra að passa börn sín í vatni og fræða þau og kenna þeim að umgangast vatn þegar þau eldast.“ „Ef við sjáum eitthvað í sundi sem gæti verið hættulegt skulum við bregðast við. Látum okkur velferð allra barna varða. Það er betra að segja eitthvað og gera eitthvað en að sitja þögul hjá.“ Átak Rauða krossins er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ) og er því beint að öllu landinu. Rauði krossinn hvetur foreldra til að hafa þessi fimm ráð í huga: 1. Hafðu augun ekki af barninu allan tímann Foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á barni í vatni. Það þýðir að hann skal fylgjast stöðugt með því og sjá til þess að það noti viðeigandi öryggisbúnað (kúta) og að hann sé settur á barnið áður en farið er ofan í vatnið. 2. Gefðu barninu að borða og drekka Passaðu að barnið sé vel nært og hafi fengið að drekka áður en það fer í vatnið. Að leika sér í vatni er orkufrek iðja. Þyrst og svangt barn getur misst orkuna hratt og þar með eykst hætta á drukknun. 3. Viðhaltu sundfærni barnsins yfir sumartímann Þegar skólasundinu sleppir á vorin er komið að forráðamönnum að halda færninni við. Tryggjum að allir í fjölskyldunni sem eru synd hafi hæfnina til að bjarga sér úr vandræðum í vatni. 4. Settu öryggisreglur í kringum vatn og fræddu barnið um öryggi í vatni Settu einfaldar og skýrar reglur um öryggi í vatni og útskýrðu fyrir barninu. Til dæmis: „Farðu aldrei í vatn án eftirlits.“ 5. Lærðu endurlífgun og skyndihjálp Vertu viðbúin að bregðast við neyðartilfellum í og kringum vatn. Rauði krossinn býður upp á skyndihjálparnámskeið. Skráðu þig á skyndihjalp.is
1. Hafðu augun ekki af barninu allan tímann Foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á barni í vatni. Það þýðir að hann skal fylgjast stöðugt með því og sjá til þess að það noti viðeigandi öryggisbúnað (kúta) og að hann sé settur á barnið áður en farið er ofan í vatnið. 2. Gefðu barninu að borða og drekka Passaðu að barnið sé vel nært og hafi fengið að drekka áður en það fer í vatnið. Að leika sér í vatni er orkufrek iðja. Þyrst og svangt barn getur misst orkuna hratt og þar með eykst hætta á drukknun. 3. Viðhaltu sundfærni barnsins yfir sumartímann Þegar skólasundinu sleppir á vorin er komið að forráðamönnum að halda færninni við. Tryggjum að allir í fjölskyldunni sem eru synd hafi hæfnina til að bjarga sér úr vandræðum í vatni. 4. Settu öryggisreglur í kringum vatn og fræddu barnið um öryggi í vatni Settu einfaldar og skýrar reglur um öryggi í vatni og útskýrðu fyrir barninu. Til dæmis: „Farðu aldrei í vatn án eftirlits.“ 5. Lærðu endurlífgun og skyndihjálp Vertu viðbúin að bregðast við neyðartilfellum í og kringum vatn. Rauði krossinn býður upp á skyndihjálparnámskeið. Skráðu þig á skyndihjalp.is
Börn og uppeldi Sund Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira