Öryggi og varnir Íslands Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland skrifa 25. júní 2025 07:01 Við Íslendingar höfum búið við öryggi og frið frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Samfélagið okkar er meðal þeirra öruggustu og friðsælustu í heimi og hér ríkir traust og samheldni sem gerir Ísland að frábæru landi og fyllir okkur stolti. Nú er stríð í Evrópu, átök í Mið-Austurlöndum og ófriður víða í heiminum. Nýjar ógnir hafa komið fram sem felast ekki aðeins í hefðbundnum hernaði eða hryðjuverkum. Með skipulegum hætti er grafið undan upplýstri umræðu og lýðræði auk þess sem unnin eru skemmdarverk á mikilvægum samfélagslegum innviðum landa í okkar heimshluta. Skýr skilaboð til þjóðarinnar um öryggi og varnir Íslands Ríkisstjórn Íslands er staðráðin í að styrkja öryggi og varnir landsins. Það gerum við í þéttu samstarfi með bandalagsríkjum okkar í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Á óróatímum sendum við skýr skilaboð til þjóðarinnar í þessum efnum: Aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands. Það verður engin eðlisbreyting á sambandi Íslands við NATO. Við styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands. Þannig eflum við getu okkar til að vinna með bandalagsríkjum. Saman stöndum við vörð um traust og samheldni í íslensku samfélagi. Það er okkar sterkasta vörn gegn áföllum og árásum í nútímavæddum heimi. Um þetta er algjör samstaða í ríkisstjórn. Og allt fer þetta vel saman við stefnu ríkisstjórnarinnar í innanlandsmálum. 1. Aðild okkar að NATO verður áfram grunnstoð í utanríkisstefnu Íslands Í ríkisstjórn og á Alþingi er þverpólitísk sátt um að aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin verði áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands. Á leiðtogafundi NATO í Haag í dag munu leiðtogar aðildarríkja sammælast um að efla sameiginlegar varnir ríkjanna til muna á næstu árum. Það er jákvætt í ljósi aðstæðna. Þó er mikilvægt að taka fram að það verður engin eðlisbreyting á sambandi Íslands við NATO. Ísland mun áfram vera verðugur bandamaður á borgaralegum forsendum. Staða okkar innan bandalagsins er óbreytt frá því sem verið hefur síðan Ísland gerðist eitt af stofnríkjum þess árið 1949. Og því hefur verið haldið til haga á öllum okkar fundum með fulltrúum bandalagsríkja á undanförnum misserum. Framlag okkar til sameiginlegra varna NATO-ríkja hefur alltaf falist í öðru en beinum fjárframlögum til hermála. Við höfum ekki her og njótum skilnings á þeirri stöðu. Enda væri það ekki skynsamleg nýting á okkar fjármagni og framlagi. Hins vegar fylgjum við áfram Norðurlöndum og öðrum NATO-ríkjum þegar kemur að stuðningi okkar við varnarbaráttu Úkraínu í innrásarstríði Rússa. En fyrst og fremst munum við styrkja stöðu Íslands sem bandalagsríkis með því að einbeita okkur að því sem við þekkjum, kunnum og getum hér heima. Þannig tryggjum við hagsmuni Íslands. 2. Við styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands Landfræðileg lega Íslands hefur mikla þýðingu og styrkleikar okkar sem bandalagsríkis felast ekki síður í áreiðanleika í samstarfi, öflugum innviðum og áfallaþoli. Hér heima höfum við aðstöðu til að taka á móti bandamönnum okkar og til þátttöku í sameiginlegum æfingum á sviði varnarmála. Við leggjum til búnað og mannskap til að sinna loftrýmisgæslu og eftirliti á eigin nærsvæði í Atlantshafinu. Þá sjáum við um leitar- og björgunaraðgerðir á hafi umhverfis landið. Á sviði áfallaþols búum við yfir þekkingu og kunnáttu. Þar eru almannavarnir og björgunarsveitirnar okkar í broddi fylkingar. En einnig er þörf á að efla Landhelgisgæslu Íslands, eftirlit á landamærum, netöryggi, löggæslu og aðra þætti í réttarvörslukerfinu. Þá er nauðsynlegt að auka áfallaþol með því að byggja upp og verja innviði sem snúa að orku, fjarskiptum og samgöngum. Ísland mun leggja sitt af mörkum til NATO með því að styrkja þessa þætti hér heima. Þarna getum við gert betur og þarna ætlum við að gera betur. Markmiðið er að árið 2035, eftir tíu ár, verjum við 1,5% af vergri landsframleiðslu til að styðja við öryggi og varnir á þennan hátt – en gróflega áætlað stöndum við nú þegar undir helmingnum af þessu viðmiði. Ríkisstjórnin hefur gengið í verkið með fjármálaáætlun um öryggi og innviði Íslands. Einnig er unnið að mótun öryggis- og varnarmálastefnu með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi sem verður lögð fram á þingi í haust. Svona byggjum við áfram á styrkleikum okkar. En allar ákvarðanir um fjárfestingu og framlög verða eftir sem áður teknar endanlega á Alþingi í fjárlögum. Það er engin ástæða til ótta – en það er rík ástæða til að vera vel undirbúin. 3. Saman stöndum við vörð um traust og samheldni í íslensku samfélagi Það er lykilatriði að við gerum allt sem við getum til að standa saman vörð um það einstaka traust og samheldni sem einkennir íslenskt samfélag. Þetta er okkar pólitík. Traustið og samheldnin er líka okkar öflugasta vörn gegn áföllum og árásum af ýmsum toga. Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum. Svarið við slíku felst ekki aðeins í því að fjárfesta í netöryggi og fjarskiptainnviðum og að vinna gegn falsfréttum. Það er ekki síður brýnt að huga að félagslegum þáttum sem auka traust og samheldni – með því að hlúa að fólkinu okkar og rjúfa félagslega einangrun. Þannig sköpum við sterkt samfélag. Ríkisstjórnin er meðvituð um þetta. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snúast aðgerðir okkar í varnar- og öryggismálum um að vernda það sem skiptir okkur mestu í daglegu lífi. Síðast en ekki síst stöndum við alltaf með gildum okkar um lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir alþjóðalögum. Við stöndum með saklausum borgurum sem líða þjáningar vegna stríðsátaka – hvort sem það er í Úkraínu, Palestínu eða annars staðar – og við stöndum alltaf með friði. * * * Það eru óróatímar í heimsmálum. Þá er frumskylda ríkisstjórnar að standa vörð um þjóðaröryggi. Og það mun ríkisstjórnin gera af heilum hug og hollustu við Ísland. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Inga Sæland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum búið við öryggi og frið frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Samfélagið okkar er meðal þeirra öruggustu og friðsælustu í heimi og hér ríkir traust og samheldni sem gerir Ísland að frábæru landi og fyllir okkur stolti. Nú er stríð í Evrópu, átök í Mið-Austurlöndum og ófriður víða í heiminum. Nýjar ógnir hafa komið fram sem felast ekki aðeins í hefðbundnum hernaði eða hryðjuverkum. Með skipulegum hætti er grafið undan upplýstri umræðu og lýðræði auk þess sem unnin eru skemmdarverk á mikilvægum samfélagslegum innviðum landa í okkar heimshluta. Skýr skilaboð til þjóðarinnar um öryggi og varnir Íslands Ríkisstjórn Íslands er staðráðin í að styrkja öryggi og varnir landsins. Það gerum við í þéttu samstarfi með bandalagsríkjum okkar í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Á óróatímum sendum við skýr skilaboð til þjóðarinnar í þessum efnum: Aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands. Það verður engin eðlisbreyting á sambandi Íslands við NATO. Við styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands. Þannig eflum við getu okkar til að vinna með bandalagsríkjum. Saman stöndum við vörð um traust og samheldni í íslensku samfélagi. Það er okkar sterkasta vörn gegn áföllum og árásum í nútímavæddum heimi. Um þetta er algjör samstaða í ríkisstjórn. Og allt fer þetta vel saman við stefnu ríkisstjórnarinnar í innanlandsmálum. 1. Aðild okkar að NATO verður áfram grunnstoð í utanríkisstefnu Íslands Í ríkisstjórn og á Alþingi er þverpólitísk sátt um að aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin verði áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands. Á leiðtogafundi NATO í Haag í dag munu leiðtogar aðildarríkja sammælast um að efla sameiginlegar varnir ríkjanna til muna á næstu árum. Það er jákvætt í ljósi aðstæðna. Þó er mikilvægt að taka fram að það verður engin eðlisbreyting á sambandi Íslands við NATO. Ísland mun áfram vera verðugur bandamaður á borgaralegum forsendum. Staða okkar innan bandalagsins er óbreytt frá því sem verið hefur síðan Ísland gerðist eitt af stofnríkjum þess árið 1949. Og því hefur verið haldið til haga á öllum okkar fundum með fulltrúum bandalagsríkja á undanförnum misserum. Framlag okkar til sameiginlegra varna NATO-ríkja hefur alltaf falist í öðru en beinum fjárframlögum til hermála. Við höfum ekki her og njótum skilnings á þeirri stöðu. Enda væri það ekki skynsamleg nýting á okkar fjármagni og framlagi. Hins vegar fylgjum við áfram Norðurlöndum og öðrum NATO-ríkjum þegar kemur að stuðningi okkar við varnarbaráttu Úkraínu í innrásarstríði Rússa. En fyrst og fremst munum við styrkja stöðu Íslands sem bandalagsríkis með því að einbeita okkur að því sem við þekkjum, kunnum og getum hér heima. Þannig tryggjum við hagsmuni Íslands. 2. Við styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands Landfræðileg lega Íslands hefur mikla þýðingu og styrkleikar okkar sem bandalagsríkis felast ekki síður í áreiðanleika í samstarfi, öflugum innviðum og áfallaþoli. Hér heima höfum við aðstöðu til að taka á móti bandamönnum okkar og til þátttöku í sameiginlegum æfingum á sviði varnarmála. Við leggjum til búnað og mannskap til að sinna loftrýmisgæslu og eftirliti á eigin nærsvæði í Atlantshafinu. Þá sjáum við um leitar- og björgunaraðgerðir á hafi umhverfis landið. Á sviði áfallaþols búum við yfir þekkingu og kunnáttu. Þar eru almannavarnir og björgunarsveitirnar okkar í broddi fylkingar. En einnig er þörf á að efla Landhelgisgæslu Íslands, eftirlit á landamærum, netöryggi, löggæslu og aðra þætti í réttarvörslukerfinu. Þá er nauðsynlegt að auka áfallaþol með því að byggja upp og verja innviði sem snúa að orku, fjarskiptum og samgöngum. Ísland mun leggja sitt af mörkum til NATO með því að styrkja þessa þætti hér heima. Þarna getum við gert betur og þarna ætlum við að gera betur. Markmiðið er að árið 2035, eftir tíu ár, verjum við 1,5% af vergri landsframleiðslu til að styðja við öryggi og varnir á þennan hátt – en gróflega áætlað stöndum við nú þegar undir helmingnum af þessu viðmiði. Ríkisstjórnin hefur gengið í verkið með fjármálaáætlun um öryggi og innviði Íslands. Einnig er unnið að mótun öryggis- og varnarmálastefnu með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi sem verður lögð fram á þingi í haust. Svona byggjum við áfram á styrkleikum okkar. En allar ákvarðanir um fjárfestingu og framlög verða eftir sem áður teknar endanlega á Alþingi í fjárlögum. Það er engin ástæða til ótta – en það er rík ástæða til að vera vel undirbúin. 3. Saman stöndum við vörð um traust og samheldni í íslensku samfélagi Það er lykilatriði að við gerum allt sem við getum til að standa saman vörð um það einstaka traust og samheldni sem einkennir íslenskt samfélag. Þetta er okkar pólitík. Traustið og samheldnin er líka okkar öflugasta vörn gegn áföllum og árásum af ýmsum toga. Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum. Svarið við slíku felst ekki aðeins í því að fjárfesta í netöryggi og fjarskiptainnviðum og að vinna gegn falsfréttum. Það er ekki síður brýnt að huga að félagslegum þáttum sem auka traust og samheldni – með því að hlúa að fólkinu okkar og rjúfa félagslega einangrun. Þannig sköpum við sterkt samfélag. Ríkisstjórnin er meðvituð um þetta. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snúast aðgerðir okkar í varnar- og öryggismálum um að vernda það sem skiptir okkur mestu í daglegu lífi. Síðast en ekki síst stöndum við alltaf með gildum okkar um lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir alþjóðalögum. Við stöndum með saklausum borgurum sem líða þjáningar vegna stríðsátaka – hvort sem það er í Úkraínu, Palestínu eða annars staðar – og við stöndum alltaf með friði. * * * Það eru óróatímar í heimsmálum. Þá er frumskylda ríkisstjórnar að standa vörð um þjóðaröryggi. Og það mun ríkisstjórnin gera af heilum hug og hollustu við Ísland. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun