Fjalla um stórt tap mótherja Íslands í leynileik við U15-strákalið Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 10:36 Alayah Pilgrim skoraði eina mark Sviss gegn Luzern-strákunum. Getty/Daniela Porcelli Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta, sem mætir Íslandi á heimavelli á EM 6. júlí, hefur meðal annars undirbúið sig með leikjum við U15-lið karla hjá svissneskum félagsliðum. Myndband frá 7-1 tapi gegn U15-liði Luzern vakti talsverða athygli. Þó að aldrei hafi staðið til að gera úrslit leiksins opinber þá hefur talsvert verið rætt og ritað í svissneskum miðlum um 7-1 tapið gegn Luzern. Stórir miðlar á borð við Blick benda á að leikir við strákalið segi lítið til um stöðu kvennalandsliðsins nú þegar styttist í mót. Fótbolti karla og kvenna sé eins og sitt hvor íþróttin einfaldlega vegna munar á líkamlegu atgervi kynjanna, og tapið eigi því ekki að auka á svartsýni fyrir EM. Eða eins og hin 19 ára Leila Wandeler orðaði það: „Þessi úrslit skipta ekki máli. Við vitum að konur og karlar eru ekki jafnokar.“ Þó að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum fór myndband frá leiknum í dreifingu á TikTok og höfðu yfir 70.000 manns séð það áður en því var eytt, samkvæmt frétt Blick. Þriðji markvörður í marki strákanna Alayah Pilgrim, leikmaður Roma, skoraði eina mark Sviss í leiknum en til marks um það að þjálfarinn reynslumikli Pia Sundhage nýtti leikinn til að prófa ýmsa hluti þá tóku 26 leikmenn þátt. Þá var Nadine Böhi, þriðji markvörður Sviss, þriðjung leiksins í marki Luzern strákanna. Svissneskir miðlar segja að áður hafi svissneska liðið verið búið að spila tvo aðra æfingaleiki, við U15-lið FC Solothurn og FC Biel, og tapað þeim fyrri 2-1 en unnið þann seinni 2-1. Algengt í undirbúningi stórmóta „Svona æfingaleikir hafa verið skipulagðir í aðdraganda stórmóta í gegnum tíðina. Þar sem þetta eru ekki opinberir leikir þá hafa ekki verið veittar neinar upplýsingar um þá,“ sagði Sven Micossé, fjölmiðlafulltrúi svissneska liðsins. „Það er ekki óalgengt í fótbolta kvenna að spilað sé við yngri lið. Markmiðið var að fá meira keppnisyfirbragð yfir æfingarnar. Á þessu stigi undirbúningsins er fókusinn á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum þá eru þessir æfingaleikir mjög líkir landsleikjum hvað varðar ákefð og hlaup,“ sagði Micossé. Sviss og Ísland mættust tvívegis í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, og gerðu jafntefli í báðum leikjunum, 0-0 í Sviss en 3-3 í Laugardal. Ljóst er að leikur liðanna 6. júlí gæti orðið algjör lykilleikur upp á að komast í 8-liða úrslit EM. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Þó að aldrei hafi staðið til að gera úrslit leiksins opinber þá hefur talsvert verið rætt og ritað í svissneskum miðlum um 7-1 tapið gegn Luzern. Stórir miðlar á borð við Blick benda á að leikir við strákalið segi lítið til um stöðu kvennalandsliðsins nú þegar styttist í mót. Fótbolti karla og kvenna sé eins og sitt hvor íþróttin einfaldlega vegna munar á líkamlegu atgervi kynjanna, og tapið eigi því ekki að auka á svartsýni fyrir EM. Eða eins og hin 19 ára Leila Wandeler orðaði það: „Þessi úrslit skipta ekki máli. Við vitum að konur og karlar eru ekki jafnokar.“ Þó að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum fór myndband frá leiknum í dreifingu á TikTok og höfðu yfir 70.000 manns séð það áður en því var eytt, samkvæmt frétt Blick. Þriðji markvörður í marki strákanna Alayah Pilgrim, leikmaður Roma, skoraði eina mark Sviss í leiknum en til marks um það að þjálfarinn reynslumikli Pia Sundhage nýtti leikinn til að prófa ýmsa hluti þá tóku 26 leikmenn þátt. Þá var Nadine Böhi, þriðji markvörður Sviss, þriðjung leiksins í marki Luzern strákanna. Svissneskir miðlar segja að áður hafi svissneska liðið verið búið að spila tvo aðra æfingaleiki, við U15-lið FC Solothurn og FC Biel, og tapað þeim fyrri 2-1 en unnið þann seinni 2-1. Algengt í undirbúningi stórmóta „Svona æfingaleikir hafa verið skipulagðir í aðdraganda stórmóta í gegnum tíðina. Þar sem þetta eru ekki opinberir leikir þá hafa ekki verið veittar neinar upplýsingar um þá,“ sagði Sven Micossé, fjölmiðlafulltrúi svissneska liðsins. „Það er ekki óalgengt í fótbolta kvenna að spilað sé við yngri lið. Markmiðið var að fá meira keppnisyfirbragð yfir æfingarnar. Á þessu stigi undirbúningsins er fókusinn á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum þá eru þessir æfingaleikir mjög líkir landsleikjum hvað varðar ákefð og hlaup,“ sagði Micossé. Sviss og Ísland mættust tvívegis í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, og gerðu jafntefli í báðum leikjunum, 0-0 í Sviss en 3-3 í Laugardal. Ljóst er að leikur liðanna 6. júlí gæti orðið algjör lykilleikur upp á að komast í 8-liða úrslit EM.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira