Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2025 12:47 Yfirlitsmynd af slysstað á Heiðmerkurvegi. RNSA Ökumaður bifhjóls sem lést af völdum áverka sem hann hlaut eftir að hafa kastast af hjólinu á Heiðmerkurvegi í mars 2024 var ekki með ökuréttindi fyrir bifhjólinu. Þá átti hjólið ekki að vera í umferð þar sem skráningarnúmer þess hafði verið innlagt hjá skoðunarstofu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa áréttar að mikilvægt sé að ökumenn þarfnist þjálfunar við til að öðlast ökuréttindi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar um bifhjólaslyss sem varð 7. mars 2024. Nítján ára karlmaður lést í slysinu. Í skýrslunni segir að maðurinn hafi ekið bifhjóli af gerðinni Sherco suðaustur Heiðmerkurveg en um 2,3 kílómetrum frá gatnamótum við Elliðavatnsveg hafi hann misst stjórn á hjólinu þannig að það fór út fyrir veg, yfir á kjarr- og móavaxið hraun vestan megin vegarins. Þar hafi hann kastast af hjólinu og í kjölfarið látist af völdum fjöláverka. Fram kemur að bifhjólið hafi verið talsvert skemmt eftir slysið en að ekkert hafi bent til þess að rekja ætti orsakir þess til ástands hjólsins. Hjólið sjálft var nýskráð árið 2022, var um 200 kíló, 80 sentimetrar að breidd og um 2,2 metrar að lengd. Hjólið var á grófum hjólbörðum, ætluðum fyrir utanvegaakstur, en í tæknirannsókn kom fram að hjólbarðarnir henti illa við akstur á bundnu slitlagi og geti verið hálir, sérstaklega ef yfirborðið er blautt. Fram kemur að bifhjól úr þessum ökutækjaflokki séu skráningar- og skoðunarskyld. Umrætt hjól var hins vegar skráð úr umferð í september 2023 og skráningarnúmer sett í geymslu. Maðurinn sem ók hjólinu var skráður eigandi bifhjólsins. Vegurinn var rakur þegar slysið varð en pollar voru á veginum og í vegarkanti við slysstað með nokkru millibili. Hiti var um 6°C og hægur vindur.RNSA Í skýrslunni segir að á slysstað hafi vegurinn hafi verið sex metrar á breidd og engar vegaaxlir. „Vegurinn var rakur þegar slysið varð en pollar voru á veginum og í vegarkanti við slysstað með nokkru millibili. Hiti var um 6°C og hægur vindur.“ Heyrði óvenjulegt hljóð Við rannsókn ræddu nefndarmenn við samferðamann hins látna. Sá ók öðru bifhjóli á undan þegar slysið varð, og sagðist hann hafa heyrt óvenjulegt hljóð og því litið því til baka. „Sá hann þá hvar bifhjólið var komið út fyrir veg og ökumaðurinn kastast af því. Hann sagðist ekki hafa séð hvað olli slysinu. Ökumaðurinn missti stjórn á bifhjólinu með þeim afleiðingum að hann ók út af veginum og út í gróið hraunið.Á bundna slitlaginu voru 9 metra löng skriðför. Slysið varð á beinum vegarkafla,“ segir í skýrslunni. Bifhjólið var af gerðinni Sherco, nýskráð 2022. Það átti hins vegar ekki að vera í umferð þar sem búið var að leggja skráningarnúmer þess inn hjá skoðunarstofu. RNSA Nefndin mat það sem svo að aðstæður á slysstað bendi til þess að ökumaður hafi kastast af hjólinu þegar það lenti í hvilft utan vegarins. Samferðarmaðurinn sagði þá hafa ekið á 40 til 50 kílómetra hraða þegar slysið varð, en í skýrslunni segir að ekki hafi reynst unnt að sjá neinar vísbendingar um hraða hjólsins þegar slysið varð. Meginorsakir slyssins Að mati nefndarinnar var meginorsök banaslyssins að ökumaður hafi misst stjórn á hjólinu sem hafi verið út fyrir veg þar sem hann kastaðist af því. Þá hafði hann ekki þau A2 ökuréttindi sem krafist er fyrir akstur bifhjóla af þeirri gerð sem hann ók. Loks segir að í september 2023 hafi skráningarnúmer bifhjólsins verið lögð inn til geymslu og það skráð úr umferð. Bifhjólið hafi því ekki átt að vera í umferð. Þarfnist þjálfunar Í lok skýrslunnar áréttar rannsóknarnefndin að mikilvægt sé að ökumenn þarfnist þjálfunar við til að öðlast ökuréttindi. „Þjálfun við öflun ökuréttinda snýr að skipulagðri verklegri þjálfun verðandi ökumanna og mikilvægri kennslu í akstursfræðum. Tilskildum fjölda bóklegra og verklegra tíma þarf að skila í samráði við ökukennara og ökuskóla áður en próf eru lögð fyrir nemendur. Slíkt heildrænt kennsluferli er nauðsynlegur undirbúningur fyrir ökumenn til að gera þeim kleift að stjórna ökutækjum sem eru mismunandi að stærð, lögun, þyngd og fjölda hjóla. Hluti ökunámsins er að kynna sér ökutækið og ástand þess áður en lagt er af stað en mikilvægt er að það sé í góðu ástandi, rétt skráð og skoðun í lagi,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Samgönguslys Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar um bifhjólaslyss sem varð 7. mars 2024. Nítján ára karlmaður lést í slysinu. Í skýrslunni segir að maðurinn hafi ekið bifhjóli af gerðinni Sherco suðaustur Heiðmerkurveg en um 2,3 kílómetrum frá gatnamótum við Elliðavatnsveg hafi hann misst stjórn á hjólinu þannig að það fór út fyrir veg, yfir á kjarr- og móavaxið hraun vestan megin vegarins. Þar hafi hann kastast af hjólinu og í kjölfarið látist af völdum fjöláverka. Fram kemur að bifhjólið hafi verið talsvert skemmt eftir slysið en að ekkert hafi bent til þess að rekja ætti orsakir þess til ástands hjólsins. Hjólið sjálft var nýskráð árið 2022, var um 200 kíló, 80 sentimetrar að breidd og um 2,2 metrar að lengd. Hjólið var á grófum hjólbörðum, ætluðum fyrir utanvegaakstur, en í tæknirannsókn kom fram að hjólbarðarnir henti illa við akstur á bundnu slitlagi og geti verið hálir, sérstaklega ef yfirborðið er blautt. Fram kemur að bifhjól úr þessum ökutækjaflokki séu skráningar- og skoðunarskyld. Umrætt hjól var hins vegar skráð úr umferð í september 2023 og skráningarnúmer sett í geymslu. Maðurinn sem ók hjólinu var skráður eigandi bifhjólsins. Vegurinn var rakur þegar slysið varð en pollar voru á veginum og í vegarkanti við slysstað með nokkru millibili. Hiti var um 6°C og hægur vindur.RNSA Í skýrslunni segir að á slysstað hafi vegurinn hafi verið sex metrar á breidd og engar vegaaxlir. „Vegurinn var rakur þegar slysið varð en pollar voru á veginum og í vegarkanti við slysstað með nokkru millibili. Hiti var um 6°C og hægur vindur.“ Heyrði óvenjulegt hljóð Við rannsókn ræddu nefndarmenn við samferðamann hins látna. Sá ók öðru bifhjóli á undan þegar slysið varð, og sagðist hann hafa heyrt óvenjulegt hljóð og því litið því til baka. „Sá hann þá hvar bifhjólið var komið út fyrir veg og ökumaðurinn kastast af því. Hann sagðist ekki hafa séð hvað olli slysinu. Ökumaðurinn missti stjórn á bifhjólinu með þeim afleiðingum að hann ók út af veginum og út í gróið hraunið.Á bundna slitlaginu voru 9 metra löng skriðför. Slysið varð á beinum vegarkafla,“ segir í skýrslunni. Bifhjólið var af gerðinni Sherco, nýskráð 2022. Það átti hins vegar ekki að vera í umferð þar sem búið var að leggja skráningarnúmer þess inn hjá skoðunarstofu. RNSA Nefndin mat það sem svo að aðstæður á slysstað bendi til þess að ökumaður hafi kastast af hjólinu þegar það lenti í hvilft utan vegarins. Samferðarmaðurinn sagði þá hafa ekið á 40 til 50 kílómetra hraða þegar slysið varð, en í skýrslunni segir að ekki hafi reynst unnt að sjá neinar vísbendingar um hraða hjólsins þegar slysið varð. Meginorsakir slyssins Að mati nefndarinnar var meginorsök banaslyssins að ökumaður hafi misst stjórn á hjólinu sem hafi verið út fyrir veg þar sem hann kastaðist af því. Þá hafði hann ekki þau A2 ökuréttindi sem krafist er fyrir akstur bifhjóla af þeirri gerð sem hann ók. Loks segir að í september 2023 hafi skráningarnúmer bifhjólsins verið lögð inn til geymslu og það skráð úr umferð. Bifhjólið hafi því ekki átt að vera í umferð. Þarfnist þjálfunar Í lok skýrslunnar áréttar rannsóknarnefndin að mikilvægt sé að ökumenn þarfnist þjálfunar við til að öðlast ökuréttindi. „Þjálfun við öflun ökuréttinda snýr að skipulagðri verklegri þjálfun verðandi ökumanna og mikilvægri kennslu í akstursfræðum. Tilskildum fjölda bóklegra og verklegra tíma þarf að skila í samráði við ökukennara og ökuskóla áður en próf eru lögð fyrir nemendur. Slíkt heildrænt kennsluferli er nauðsynlegur undirbúningur fyrir ökumenn til að gera þeim kleift að stjórna ökutækjum sem eru mismunandi að stærð, lögun, þyngd og fjölda hjóla. Hluti ökunámsins er að kynna sér ökutækið og ástand þess áður en lagt er af stað en mikilvægt er að það sé í góðu ástandi, rétt skráð og skoðun í lagi,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira